Flottur sigur Rúmena í síðasta leik fyrir Íslandsför | Ítalía vann í Hollandi Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 20:43 Nicolo Barella og Moise Kean fagna marki Barella sem reyndist sigurmarkið gegn Hollandi. VÍSIR/GETTY Ísland fær Rúmeníu í heimsókn í EM-umspilsleiknum mikilvæga eftir mánuð. Rúmenar unnu flottan 3-2 útisigur á Austurríki í kvöld, í síðasta leik sínum fyrir Íslandsförina. Rúmenía og Austurríki eru í riðli með Noregi og Norður-Írlandi í B-deild Þjóðadeildarinnar. Rúmenar höfðu gert 1-1 jafntefli við Norður-Írland en unnu svo góðan sigur í kvöld um leið og Norðmenn völtuðu yfir Norður-Írland á útivelli, 5-1. Denis Alibec, Dragos Grigore og Alexandru Maxim skoruðu mörk Rúmena sem komust í 3-1 á 69. mínútu en Austurríki minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Erling Braut Haaland og Alexander Sörloth skoruðu tvö mörk hvor fyrir Noreg sem undir stjórn Lars Lagerbäck fór illa með Norður-Írland. Staðan í riðlinum er því mjög jöfn en Rúmenía er efst með 4 stig, Noregur og Austurríki eru með 3 stig hvort en Norður-Írland 1. Barella kom Ítalíu á toppinn Í stórleik kvöldsins vann Ítalía 1-0 útisigur á Hollandi með skallamarki Nicolo Barella eftir laglega sókn í lok fyrri hálfleiks. Pólland vann 2-1 útisigur á Bosníu í sama riðli og þar með er Ítalía efst með 4 stig. Holland og Pólland eru með 3 stig hvort en Bosnía 1 eftir að hafa gert jafntefli við Ítalíu. Úrslit kvöldsins: A-deild: Bosnía - Pólland 1-2 Holland - Ítalía 0-1 B-deild: Austurríki - Rúmenía 2-3 Norður-Írland - Noregur 1-5 Tékkland - Skotland 1-2 Ísrael - Slóvakía 1-1 C-deild: Kasakstan - Hvíta-Rússland 1-2 Albanía - Litháen 0-1 Þjóðadeild UEFA
Ísland fær Rúmeníu í heimsókn í EM-umspilsleiknum mikilvæga eftir mánuð. Rúmenar unnu flottan 3-2 útisigur á Austurríki í kvöld, í síðasta leik sínum fyrir Íslandsförina. Rúmenía og Austurríki eru í riðli með Noregi og Norður-Írlandi í B-deild Þjóðadeildarinnar. Rúmenar höfðu gert 1-1 jafntefli við Norður-Írland en unnu svo góðan sigur í kvöld um leið og Norðmenn völtuðu yfir Norður-Írland á útivelli, 5-1. Denis Alibec, Dragos Grigore og Alexandru Maxim skoruðu mörk Rúmena sem komust í 3-1 á 69. mínútu en Austurríki minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Erling Braut Haaland og Alexander Sörloth skoruðu tvö mörk hvor fyrir Noreg sem undir stjórn Lars Lagerbäck fór illa með Norður-Írland. Staðan í riðlinum er því mjög jöfn en Rúmenía er efst með 4 stig, Noregur og Austurríki eru með 3 stig hvort en Norður-Írland 1. Barella kom Ítalíu á toppinn Í stórleik kvöldsins vann Ítalía 1-0 útisigur á Hollandi með skallamarki Nicolo Barella eftir laglega sókn í lok fyrri hálfleiks. Pólland vann 2-1 útisigur á Bosníu í sama riðli og þar með er Ítalía efst með 4 stig. Holland og Pólland eru með 3 stig hvort en Bosnía 1 eftir að hafa gert jafntefli við Ítalíu. Úrslit kvöldsins: A-deild: Bosnía - Pólland 1-2 Holland - Ítalía 0-1 B-deild: Austurríki - Rúmenía 2-3 Norður-Írland - Noregur 1-5 Tékkland - Skotland 1-2 Ísrael - Slóvakía 1-1 C-deild: Kasakstan - Hvíta-Rússland 1-2 Albanía - Litháen 0-1
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti