Lífið

Úrslitaspurningin og svarið minnti á Slumdog Millionaire

Stefán Árni Pálsson skrifar
dfhdffdj

Spurningaþátturinn Kviss hóf göngu sína um helgina með frábærri viðureign FH og Breiðabliks.

Lið FH skipa tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og sjónvarpskonan Björg Magnúsdóttir en í liði Breiðabliks voru tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör og skemmtikrafturinn Eva Ruza.

Keppnin var jöfn og spennandi fram að lokalið keppninnar, sem kallast þrjú hint og eru tvær þriggja stiga spurningar. FH-ingar leiddu 26-23 og nægði að svara annarri spurningunni rétt til að tryggja sigurinn.

Jón var duglegur að ferðast með fjölskyldunni í sumar og það kom sér vel þegar hann heyrði fyrri spurninguna. Hann var fljótur að fara á bjölluna og sagan sem fylgdi í kjölfarið minnti óneitanlega á atriði úr kvikmyndinni Slumdog Millionaire.

Herra Hnetusmjör svaraði svo síðustu spurningu keppninnar fyrir Blika og urðu lokatölur 29-26 Hafnfirðingum í vil. FH-ingar eru því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss.

Kviss er á laugardagskvöldum kl. 19:00 á Stöð 2. Í næsta þætti mætast Afturelding og Fjarðabyggð.

Klippa: Úrslitaspurningin og svarið minnti á Slumdog Millionaire





Fleiri fréttir

Sjá meira


×