Fær 1,7 milljónir á viku fyrir að vera á bakvakt hjá NFL-liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 11:30 Josh McCown verður að vera klár í að hoppa upp í flugvél til Philadelphia. Getty/Quinn Harris Reynsluboltinn Josh McCown er kominn í nýtt hlutverk í NFL-deildinni en hann er búinn að semja við eitt lið deildarinnar á óvenjulegan hátt. Philadelphia Eagles hefur nefnilega gert samning við þennan 41 árs gamla leikstjórnanda um að hann verði á bakvakt á þessu NFL-tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur. Það er mikil óvissa uppi í NFL-deildinni vegna kórónuveirunnar og leikmenn geta nú dottið út með engum fyrirvara. Philadelphia Eagles vill hafa varann á og býr að því að Josh McCown var hjá félaginu í fyrra og þekkir því vel til sóknarskipulags liðsins. More on the Eagles making 41-year-old Josh McCown - who will live in Texas, make $12,000 per week and serve as the team s emergency QB - the oldest practice squad player in NFL history:https://t.co/CgJT8MDtJ7— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 6, 2020 Það sem gerir þetta mjög sérstakt er að Josh McCown býr ekki í Philadelphia heldur í Texas sem er í meira en þriggja klukkutíma flugferð í burtu. Hann verður því ekki í kringum liðið nema að það komi útkall. Philadelphia Eagles ætlar að leyfa honum að búa áfram í Texas en það verður fylgst vel með því að hann haldi sér í góðu formi. Josh McCown verður því til taks ef leikstjórnendur Eagles detta skyndilega út vegna COVID-19 smits. Josh McCown verður samt sem áður elsti leikmaðurinn sem fær samning til að vera hluti af æfingaliði NFL-liðs. Best Job In Sports: Josh McCown Will Make $12,000 A Week To Live In Texas While On The Eagles Practice Squad https://t.co/NZJqQuJ8zn pic.twitter.com/pyBcTWvYjO— Barstool Sports (@barstoolsports) September 6, 2020 McCown spilaði þrjá leiki með Philadelphia Eagles í fyrra og var í byrjunarliði New York Jets fyrir tveimur tímabilum síðan. Hann er mjög víðförull og hefur mikla reynslu að því að koma sér inn í hlutina hjá nýjum liðum. Á ferlinum hefur McCown farið frá Arizona til Detroit til Oakland til Miami til Carolina til Hartford Colonials í United Football League til San Francisco til Chicago til Tampa Bay til Cleveland og loks til New York Jets. Philadelphia Eagles þarf líka að borga fyrir þessa þjónustu því Josh McCown mun fá 12 þúsund Bandaríkjadali á viku eða 1,7 milljónir íslenskra króna. Það er ekki slæmt kaup. NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
Reynsluboltinn Josh McCown er kominn í nýtt hlutverk í NFL-deildinni en hann er búinn að semja við eitt lið deildarinnar á óvenjulegan hátt. Philadelphia Eagles hefur nefnilega gert samning við þennan 41 árs gamla leikstjórnanda um að hann verði á bakvakt á þessu NFL-tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur. Það er mikil óvissa uppi í NFL-deildinni vegna kórónuveirunnar og leikmenn geta nú dottið út með engum fyrirvara. Philadelphia Eagles vill hafa varann á og býr að því að Josh McCown var hjá félaginu í fyrra og þekkir því vel til sóknarskipulags liðsins. More on the Eagles making 41-year-old Josh McCown - who will live in Texas, make $12,000 per week and serve as the team s emergency QB - the oldest practice squad player in NFL history:https://t.co/CgJT8MDtJ7— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 6, 2020 Það sem gerir þetta mjög sérstakt er að Josh McCown býr ekki í Philadelphia heldur í Texas sem er í meira en þriggja klukkutíma flugferð í burtu. Hann verður því ekki í kringum liðið nema að það komi útkall. Philadelphia Eagles ætlar að leyfa honum að búa áfram í Texas en það verður fylgst vel með því að hann haldi sér í góðu formi. Josh McCown verður því til taks ef leikstjórnendur Eagles detta skyndilega út vegna COVID-19 smits. Josh McCown verður samt sem áður elsti leikmaðurinn sem fær samning til að vera hluti af æfingaliði NFL-liðs. Best Job In Sports: Josh McCown Will Make $12,000 A Week To Live In Texas While On The Eagles Practice Squad https://t.co/NZJqQuJ8zn pic.twitter.com/pyBcTWvYjO— Barstool Sports (@barstoolsports) September 6, 2020 McCown spilaði þrjá leiki með Philadelphia Eagles í fyrra og var í byrjunarliði New York Jets fyrir tveimur tímabilum síðan. Hann er mjög víðförull og hefur mikla reynslu að því að koma sér inn í hlutina hjá nýjum liðum. Á ferlinum hefur McCown farið frá Arizona til Detroit til Oakland til Miami til Carolina til Hartford Colonials í United Football League til San Francisco til Chicago til Tampa Bay til Cleveland og loks til New York Jets. Philadelphia Eagles þarf líka að borga fyrir þessa þjónustu því Josh McCown mun fá 12 þúsund Bandaríkjadali á viku eða 1,7 milljónir íslenskra króna. Það er ekki slæmt kaup.
NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira