Fótbolti

Sjáðu sigur­­mark Sveins Arons og rauða spjaldið sem fyrir­liði Svía fékk

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Íslenska U21 árs landsliðið lagði Svíþjóð af velli í dag með einu marki gegn engu í undankeppni EM. Hér að ofan má sjá sigurmark Sveins Arons Guðjohnsen í síðari hálfleik sem og rauða spjaldið sem fyrirliði Svía fékk.

Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Sveinn Aron það sem reyndist sigurmark leiksins. Það hjálpaði til að nokkrum mínútum áður hafði fyrirliði sænska liðsins, Viktor Gyökeres, rautt spjald fyrir að gefa Alex Þór Haukssyni olnbogaskot.

Alex Þór eftir olnbogaskotið í dag.Vísir/daníel

Fór það svo að Ísland hélt út og landaði mikilvægum 1-0 sigri. Sérstaklega í ljósi þess að liðið tapaði 5-0 fyrir Svíum ytra.


Tengdar fréttir

Arnar Þór: Strákarnir unnu fyrir þessum sigri

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu var mjög sáttur með 1-0 sigurinn á Svíum í dag. Sérstaklega eftir afhroðið í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×