Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Þór/KA 4-2 | Árbæingar nýttu sér liðsmuninn vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2020 16:50 Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, lagði upp tvö mörk gegn Þór/KA. vísir/bára Fylkir vann Þór/KA, 4-2, í viðburðaríkum leik í Árbænum í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Fylki og Eva Rut Ásþórsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir sitt markið hvor. Með sigrinum komust Fylkiskonur aftur upp í 3. sæti deildarinnar. Margrét Árnadóttir og Saga Líf Sigurðardóttir skoruðu mörk Þórs/KA. Sú fyrrnefnda var rekinn af velli á 50. mínútu og Akureyringar voru því manni færri nær allan seinni hálfleikinn. Þór/KA, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð með markatölunni 2-14, er í 7. sæti deildarinnar. Gestirnir frá Akureyri náðu forystunni á 10. mínútu. Karen María Sigurgeirsdóttir tók þá hornspyrnu frá vinstri, sendi boltann inn á teiginn á Örnu Sif sem skallaði á Margréti sem skoraði af stuttu færi. Níu mínútum síðar jafnaði Eva Rut fyrir heimakonur með glæsilegu marki. Hún lék þá skemmtilega á varnarmann Þórs/KA, lét vaða með vinstri og boltinn söng uppi í markhorninu. Fá opin færi litu annars dagsins ljós í fyrri hálfleik. Saga Líf átti skot rétt yfir mark Fylkis og á lokamínútu fyrri hálfleiks átti Bryndís Arna skalla úr dauðafæri beint á Lauren Allen í marki Þórs/KA. Allt breyttist eftir fimm mínútur í seinni hálfleik þegar Jóhann Atli Hafliðason, dómari leiksins, rak Margréti af velli fyrir að slá til Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, markvarðar Fylkis. Skömmu eftir þetta fengu Árbæingar tvö dauðafæri í sömu sókninni en tókst ekki að skora. Þrjú mörk komu svo á sex mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik. Þórdís kom Fylki yfir eftir fyrirgjöf Berglindar Rósar Ágústsdóttur, sjö mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Fjórum mínútum síðar jafnaði Saga Líf fyrir Þór/KA. Hulda Björg Hannesdóttir tók aukaspyrnu á miðjum vellinum og sendi inn á teiginn. Arna Sif virtist brjóta á Cecilíu sem missti af boltanum og Saga Líf skoraði. Fylkismenn voru afar ósáttir enda virtist augljóslega vera brotið á Cecilíu. Fylkiskonur misstu ekki hausinn niður í bringu og á 68. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmark Akureyringa, skoraði Bryndís með góðu skoti úr teignum. Líkt og í öðru marki Fylkis átti Berglind fyrirgjöfina frá hægri. Fylkiskonur héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og á 73. mínútu átti Guðrún Karítas Sigurðardóttir skot í stöng. Fjórum mínútum síðar gulltryggði Bryndís sigur Fylkis með sínu öðru marki. Lauren í marki Þórs/KA átti þá afleitt útspark beint á Bryndísi sem þakkaði pent fyrir sig og vippaði boltanum skemmtilega í markið. Þrátt fyrir ágætis tilraunir gestanna tókst þeim ekki að minnka muninn og Fylkir fagnaði góðum sigri. Af hverju vann Fylkir? Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en allt breyttist eftir rauða spjaldið sem Margrét fékk. Fylkiskonur nýttu sér liðsmuninn virkilega vel, sama uppskriftin skilaði mörkum tvö og þrjú og Bryndís kláraði svo dæmið með fjórða markinu. Þrátt fyrir að fá á sig umdeilt mark létu Fylkiskonur það ekki á sig fá og sneru dæminu aftur sér í vil. Hverjar stóðu upp úr? Berglind átti góðan leik á miðju Fylkis en hún hefur aðallega leikið sem miðvörður í sumar. Hún brá sér svo tvisvar út á hægri kantinn í seinni hálfleik með góðum árangri. Bryndís skoraði tvö lagleg mörk. Þessi bráðefnilegi framherji er kominn með átta mörk í sumar og er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar. Eva Rut skoraði stórglæsilegt mark, Hulda Hrönn Arnarsdóttir lék vel meðan hún var inn á, Þórdís Eva átti flotta innkomu og Guðrún Karítas átti góða spretti í fremstu víglínu Fylkis. Karen María var besti leikmaður Þórs/KA og átti stóran þátt í fyrra marki liðsins. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs/KA var ekki merkilegur í seinni hálfleik og leikmenn liðsins gerðu sig seka um barnaleg mistök. Þá hlýtur Margrét að vera svekkt út í sjálfa sig fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur þegar hún fékk rauða spjaldið. Hvað gerist næst? Fylkir á tvo útileiki áður en landsleikjahléið hefst, gegn FH á miðvikudaginn og ÍBV á sunnudaginn. Þór/KA sækir Þrótt heim á miðvikudaginn og fær svo Breiðablik í heimsókn á sunnudaginn. Bryndís: Fannst þetta vera hundrað prósent brot Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Fylkis á tímabilinu.vísir/bára Hin sautján ára Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvívegis þegar Fylkir lagði Þór/KA að velli, 4-2, í dag. „Ég er gríðarlega sátt með þennan sigur. Við unnum fyrir honum og mér fannst við vera betra liðið eiginlega allan leikinn. Þetta eru kærkomin þrjú stig,“ sagði Bryndís. Þór/KA jafnaði í 2-2 á 66. mínútu með afar umdeildu marki en Fylkiskonur vildu meina að brotið hefði verið á markverðinum Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. En Árbæingar grétu það ekki lengi og aðeins tveimur mínútum síðar kom Bryndís Fylki aftur yfir. „Mér fannst þetta hundrað prósent brot og þetta átti ekki að vera mark. Það var frábært að skora nánast bara í næstu sókn. Það var geggjað að taka þennan sigur,“ sagði Bryndís. Annað mark hennar og fjórða mark Fylkis kom á 77. mínútu. Bryndís nýtti sér þá slæm mistök Lauren Allen í marki Þórs/KA og vippaði boltanum skemmtilega í netið. „Hún sparkaði eiginlega bara beint á mig, ég sá að hún var ekki komin í markið og lét vaða. Ég er mjög ánægð með að hitta markið,“ sagði Bryndís að lokum. Andri: Verðum að hafa áhyggjur af stöðunni Andri Hjörvar Albertsson vill vera ofar en í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var að vonum svekktur eftir fjórða tap liðsins í röð. „Ég er sár með úrslitin. Við erum búin að koma okkur í mjög djúpa holu og þurfum virkilega að kafa djúpt til að bjarga okkur úr henni. Við erum sárar og leiðar í dag,“ sagði Andri. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók leikurinn á sig aðra mynd þegar Margrét Árnadóttir var rekin af velli á 50. mínútu. Einni færri fengu gestirnir frá Akureyri á sig þrjú mörk. „Kannski áttum við meira skilið því við börðumst fyrir þessum mörkum sem við skoruðum og áttum svo góðar mínútur í lokin,“ sagði Andri. „En svo áttum við þetta ekki skilið því að á köflum spiluðum við hálf barnalega og það gengur í þessari deild.“ Aðspurður kvaðst Andri ekki geta tjáð sig um rauða spjaldið þar sem hann hafi ekki séð atvikið nægilega vel. Eins og áður sagði hefur Þór/KA tapað fjórum leikjum í röð og er nú aðeins tveimur stigum frá fallsæti. „Við verðum að hafa áhyggjur af stöðunni. Við erum þarna niðri þar sem við viljum ekki vera. Við erum með miklu betra lið heldur en það. Við viljum vera ofarlega í töflunni,“ sagði Andri. „Maður hefur áhyggjur af genginu en við erum ekki búnar að gefast upp.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Þór Akureyri KA
Fylkir vann Þór/KA, 4-2, í viðburðaríkum leik í Árbænum í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Fylki og Eva Rut Ásþórsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir sitt markið hvor. Með sigrinum komust Fylkiskonur aftur upp í 3. sæti deildarinnar. Margrét Árnadóttir og Saga Líf Sigurðardóttir skoruðu mörk Þórs/KA. Sú fyrrnefnda var rekinn af velli á 50. mínútu og Akureyringar voru því manni færri nær allan seinni hálfleikinn. Þór/KA, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð með markatölunni 2-14, er í 7. sæti deildarinnar. Gestirnir frá Akureyri náðu forystunni á 10. mínútu. Karen María Sigurgeirsdóttir tók þá hornspyrnu frá vinstri, sendi boltann inn á teiginn á Örnu Sif sem skallaði á Margréti sem skoraði af stuttu færi. Níu mínútum síðar jafnaði Eva Rut fyrir heimakonur með glæsilegu marki. Hún lék þá skemmtilega á varnarmann Þórs/KA, lét vaða með vinstri og boltinn söng uppi í markhorninu. Fá opin færi litu annars dagsins ljós í fyrri hálfleik. Saga Líf átti skot rétt yfir mark Fylkis og á lokamínútu fyrri hálfleiks átti Bryndís Arna skalla úr dauðafæri beint á Lauren Allen í marki Þórs/KA. Allt breyttist eftir fimm mínútur í seinni hálfleik þegar Jóhann Atli Hafliðason, dómari leiksins, rak Margréti af velli fyrir að slá til Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, markvarðar Fylkis. Skömmu eftir þetta fengu Árbæingar tvö dauðafæri í sömu sókninni en tókst ekki að skora. Þrjú mörk komu svo á sex mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik. Þórdís kom Fylki yfir eftir fyrirgjöf Berglindar Rósar Ágústsdóttur, sjö mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Fjórum mínútum síðar jafnaði Saga Líf fyrir Þór/KA. Hulda Björg Hannesdóttir tók aukaspyrnu á miðjum vellinum og sendi inn á teiginn. Arna Sif virtist brjóta á Cecilíu sem missti af boltanum og Saga Líf skoraði. Fylkismenn voru afar ósáttir enda virtist augljóslega vera brotið á Cecilíu. Fylkiskonur misstu ekki hausinn niður í bringu og á 68. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmark Akureyringa, skoraði Bryndís með góðu skoti úr teignum. Líkt og í öðru marki Fylkis átti Berglind fyrirgjöfina frá hægri. Fylkiskonur héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og á 73. mínútu átti Guðrún Karítas Sigurðardóttir skot í stöng. Fjórum mínútum síðar gulltryggði Bryndís sigur Fylkis með sínu öðru marki. Lauren í marki Þórs/KA átti þá afleitt útspark beint á Bryndísi sem þakkaði pent fyrir sig og vippaði boltanum skemmtilega í markið. Þrátt fyrir ágætis tilraunir gestanna tókst þeim ekki að minnka muninn og Fylkir fagnaði góðum sigri. Af hverju vann Fylkir? Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en allt breyttist eftir rauða spjaldið sem Margrét fékk. Fylkiskonur nýttu sér liðsmuninn virkilega vel, sama uppskriftin skilaði mörkum tvö og þrjú og Bryndís kláraði svo dæmið með fjórða markinu. Þrátt fyrir að fá á sig umdeilt mark létu Fylkiskonur það ekki á sig fá og sneru dæminu aftur sér í vil. Hverjar stóðu upp úr? Berglind átti góðan leik á miðju Fylkis en hún hefur aðallega leikið sem miðvörður í sumar. Hún brá sér svo tvisvar út á hægri kantinn í seinni hálfleik með góðum árangri. Bryndís skoraði tvö lagleg mörk. Þessi bráðefnilegi framherji er kominn með átta mörk í sumar og er einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar. Eva Rut skoraði stórglæsilegt mark, Hulda Hrönn Arnarsdóttir lék vel meðan hún var inn á, Þórdís Eva átti flotta innkomu og Guðrún Karítas átti góða spretti í fremstu víglínu Fylkis. Karen María var besti leikmaður Þórs/KA og átti stóran þátt í fyrra marki liðsins. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs/KA var ekki merkilegur í seinni hálfleik og leikmenn liðsins gerðu sig seka um barnaleg mistök. Þá hlýtur Margrét að vera svekkt út í sjálfa sig fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur þegar hún fékk rauða spjaldið. Hvað gerist næst? Fylkir á tvo útileiki áður en landsleikjahléið hefst, gegn FH á miðvikudaginn og ÍBV á sunnudaginn. Þór/KA sækir Þrótt heim á miðvikudaginn og fær svo Breiðablik í heimsókn á sunnudaginn. Bryndís: Fannst þetta vera hundrað prósent brot Bryndís Arna Níelsdóttir er langmarkahæsti leikmaður Fylkis á tímabilinu.vísir/bára Hin sautján ára Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði tvívegis þegar Fylkir lagði Þór/KA að velli, 4-2, í dag. „Ég er gríðarlega sátt með þennan sigur. Við unnum fyrir honum og mér fannst við vera betra liðið eiginlega allan leikinn. Þetta eru kærkomin þrjú stig,“ sagði Bryndís. Þór/KA jafnaði í 2-2 á 66. mínútu með afar umdeildu marki en Fylkiskonur vildu meina að brotið hefði verið á markverðinum Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. En Árbæingar grétu það ekki lengi og aðeins tveimur mínútum síðar kom Bryndís Fylki aftur yfir. „Mér fannst þetta hundrað prósent brot og þetta átti ekki að vera mark. Það var frábært að skora nánast bara í næstu sókn. Það var geggjað að taka þennan sigur,“ sagði Bryndís. Annað mark hennar og fjórða mark Fylkis kom á 77. mínútu. Bryndís nýtti sér þá slæm mistök Lauren Allen í marki Þórs/KA og vippaði boltanum skemmtilega í netið. „Hún sparkaði eiginlega bara beint á mig, ég sá að hún var ekki komin í markið og lét vaða. Ég er mjög ánægð með að hitta markið,“ sagði Bryndís að lokum. Andri: Verðum að hafa áhyggjur af stöðunni Andri Hjörvar Albertsson vill vera ofar en í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var að vonum svekktur eftir fjórða tap liðsins í röð. „Ég er sár með úrslitin. Við erum búin að koma okkur í mjög djúpa holu og þurfum virkilega að kafa djúpt til að bjarga okkur úr henni. Við erum sárar og leiðar í dag,“ sagði Andri. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók leikurinn á sig aðra mynd þegar Margrét Árnadóttir var rekin af velli á 50. mínútu. Einni færri fengu gestirnir frá Akureyri á sig þrjú mörk. „Kannski áttum við meira skilið því við börðumst fyrir þessum mörkum sem við skoruðum og áttum svo góðar mínútur í lokin,“ sagði Andri. „En svo áttum við þetta ekki skilið því að á köflum spiluðum við hálf barnalega og það gengur í þessari deild.“ Aðspurður kvaðst Andri ekki geta tjáð sig um rauða spjaldið þar sem hann hafi ekki séð atvikið nægilega vel. Eins og áður sagði hefur Þór/KA tapað fjórum leikjum í röð og er nú aðeins tveimur stigum frá fallsæti. „Við verðum að hafa áhyggjur af stöðunni. Við erum þarna niðri þar sem við viljum ekki vera. Við erum með miklu betra lið heldur en það. Við viljum vera ofarlega í töflunni,“ sagði Andri. „Maður hefur áhyggjur af genginu en við erum ekki búnar að gefast upp.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti