Samþykktu lagabreytingar til að mæta efnahagsáhrifum veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 15:39 Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti á þriðja tímanum breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar er m.a. um að ræða breytingar á lögum um tímabundnar launagreiðslur til fólks í sóttkví og atvinnuleysistryggingar. Þingmenn stjórnarandstöðu sögðu lögin til bóta en vildu að gengið yrði lengra í aðgerðum. Lögin fela m.a. í sér að framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum í sex mánuði og tryggir fólki á atvinnuleysisbótum rétt til að fara í nám. Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa í sóttkví verða framlengd til áramóta. Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðgerðirnar til bóta. Það sem væri „ámælisvert og hreinlega til skammar“ að í frumvarpinu væri ekki stafkrókur um þá tólf þúsund sem þurfa að framfleyta sér á grunnatvinnuleysisbótum. „Sennilega þykir stjórnarliðum grunnatvinnuleysisbæturnar fullgóðar fyrir þennan hóp,“ sagði Oddný. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði aðgerðirnar einnig til bóta. Aftur á móti endurspeglaði málið „glötuð tækifæri til að gera betur, meira og suma hluti öðruvísi“. Hann studdi málið en kvaðst vona að tækifærin yrðu framvegis betur nýtt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins sagði að frumvarpið næði of stutt. Það væri ansi slæmt að standa á þingi og horfa fram á það að félagsmálaráðherra „skilji eftir foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna“ og þeirra réttindi til launa í sóttkví. Meirihluti Alþingis felldi í gær breytingartillögu úr röðum stjórnarandstöðu um að heimild til greiðslu launa í sóttkví yrði látin ná til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna, sem og breytingartillögu um hækkun grunnatvinnuleysisbóta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Alþingi samþykkti á þriðja tímanum breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar er m.a. um að ræða breytingar á lögum um tímabundnar launagreiðslur til fólks í sóttkví og atvinnuleysistryggingar. Þingmenn stjórnarandstöðu sögðu lögin til bóta en vildu að gengið yrði lengra í aðgerðum. Lögin fela m.a. í sér að framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum í sex mánuði og tryggir fólki á atvinnuleysisbótum rétt til að fara í nám. Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa í sóttkví verða framlengd til áramóta. Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðgerðirnar til bóta. Það sem væri „ámælisvert og hreinlega til skammar“ að í frumvarpinu væri ekki stafkrókur um þá tólf þúsund sem þurfa að framfleyta sér á grunnatvinnuleysisbótum. „Sennilega þykir stjórnarliðum grunnatvinnuleysisbæturnar fullgóðar fyrir þennan hóp,“ sagði Oddný. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði aðgerðirnar einnig til bóta. Aftur á móti endurspeglaði málið „glötuð tækifæri til að gera betur, meira og suma hluti öðruvísi“. Hann studdi málið en kvaðst vona að tækifærin yrðu framvegis betur nýtt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins sagði að frumvarpið næði of stutt. Það væri ansi slæmt að standa á þingi og horfa fram á það að félagsmálaráðherra „skilji eftir foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna“ og þeirra réttindi til launa í sóttkví. Meirihluti Alþingis felldi í gær breytingartillögu úr röðum stjórnarandstöðu um að heimild til greiðslu launa í sóttkví yrði látin ná til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna, sem og breytingartillögu um hækkun grunnatvinnuleysisbóta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira