Fjármálaráðherra segir þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2020 12:31 Fjármálaráðherra segir þörf á miklum samgöngubótum á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna hafi ríkisstjórnin gert samgöngusáttmála við sveitarfélögin þar sem meðal annars feli í sér bættar almenningssamgöngur. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir borgarstjórnarmeirihlutann ulla framan í ríkisstjórnina varðandi Sundabraut skömmu eftir að hún hafi látið hafa sig í að undirrita samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjármálaráðherra segir sáttmálann gerðan vegna mikillar þarfar á stórátaki í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áform um lagningu Sundabrautar hafa verið lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir framlag ríkisins til borgarlínu sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætli sér að svíkja.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma í morgun að Reykjavíkurborg væri þegar byrjuð að vinna gegn markmiðum samgöngusáttamála höfuðborgarsvæðisins sem ríkisstjórnin hefði látið hafa sig í að undirrita. En lög um stofnun sérstaks félags um samgönguframkvæmdir í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu voru samþykkt í sumar og fela meðal annars í sér uppbyggingu borgarlínu, lagningu Sundabrautar og stórframkvæmdir á ýmsum gatnamótum og stofnbrautum. „En ekki var ríkisstjórnin fyrr búin að láta plata sig til að undirrita þennan sáttmála og koma honum hér í gegnum þingið en að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík í rauninni einfaldlega ullar á ríkisstjórnina. Og útskýrir það að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins, sem var þó mjög jákvæður, það er að segja hluti á borð við Sundabraut,“ sagði Sigmundur Davíð. Framkvæmdir við Sundabraut hafi verið einhvers konar lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir að gangast undir hina rándýru borgarlínu. Spurði Sigmundur Davíð Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvernig hann hyggðist bregðast við. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa skrifað undir samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þar sé þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum og bættar almenningssamgöngur.Vísir/Vilhelm „Það er alrangt hjá háttvirtum þingmanni að ríkisstjórnin hafi látið hafa sig í eitthvað. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega þá sýn að það skipti miklu máli að gera stórátak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Bjarni. Það fæli í sér lausn á stórum umferðamannvirkjum sem leitt hefðu til tafa í umferðinni, skapað umferðarhnúta og þess að fólk tapaði tíma frá vinum, fjölskyldu og vinnu. „Og hins vegar að þá þurfi að gera hér á höfuðborgarsvæðinu skilvirkara almenningssamgöngukerfi. Þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um ákveðna sýn. Hún er til frekari útfærslu í samvinnu við þingið á vettvangi þess félags sem stendur til að stofna og Alþingi hefur veitt heimildir fyrir,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti á að útfærslur einstakra mannvirkja væru eftir en Alþingi ætlaðist auðvitað til að fjárframlög leiddu til raunverulegra framkvæmda. Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sundabraut Tengdar fréttir Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir borgarstjórnarmeirihlutann ulla framan í ríkisstjórnina varðandi Sundabraut skömmu eftir að hún hafi látið hafa sig í að undirrita samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjármálaráðherra segir sáttmálann gerðan vegna mikillar þarfar á stórátaki í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áform um lagningu Sundabrautar hafa verið lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir framlag ríkisins til borgarlínu sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætli sér að svíkja.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði í fyrirspurnartíma í morgun að Reykjavíkurborg væri þegar byrjuð að vinna gegn markmiðum samgöngusáttamála höfuðborgarsvæðisins sem ríkisstjórnin hefði látið hafa sig í að undirrita. En lög um stofnun sérstaks félags um samgönguframkvæmdir í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu voru samþykkt í sumar og fela meðal annars í sér uppbyggingu borgarlínu, lagningu Sundabrautar og stórframkvæmdir á ýmsum gatnamótum og stofnbrautum. „En ekki var ríkisstjórnin fyrr búin að láta plata sig til að undirrita þennan sáttmála og koma honum hér í gegnum þingið en að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík í rauninni einfaldlega ullar á ríkisstjórnina. Og útskýrir það að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins, sem var þó mjög jákvæður, það er að segja hluti á borð við Sundabraut,“ sagði Sigmundur Davíð. Framkvæmdir við Sundabraut hafi verið einhvers konar lausnargjald borgarinnar til ríkisstjórnarinnar fyrir að gangast undir hina rándýru borgarlínu. Spurði Sigmundur Davíð Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvernig hann hyggðist bregðast við. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa skrifað undir samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þar sé þörf fyrir stórframkvæmdir í samgöngumálum og bættar almenningssamgöngur.Vísir/Vilhelm „Það er alrangt hjá háttvirtum þingmanni að ríkisstjórnin hafi látið hafa sig í eitthvað. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega þá sýn að það skipti miklu máli að gera stórátak í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Bjarni. Það fæli í sér lausn á stórum umferðamannvirkjum sem leitt hefðu til tafa í umferðinni, skapað umferðarhnúta og þess að fólk tapaði tíma frá vinum, fjölskyldu og vinnu. „Og hins vegar að þá þurfi að gera hér á höfuðborgarsvæðinu skilvirkara almenningssamgöngukerfi. Þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um ákveðna sýn. Hún er til frekari útfærslu í samvinnu við þingið á vettvangi þess félags sem stendur til að stofna og Alþingi hefur veitt heimildir fyrir,“ sagði Bjarni Benediktsson. Hann benti á að útfærslur einstakra mannvirkja væru eftir en Alþingi ætlaðist auðvitað til að fjárframlög leiddu til raunverulegra framkvæmda.
Samgöngur Borgarlína Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sundabraut Tengdar fréttir Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. 16. júlí 2020 14:42
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22