Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 10:48 Þorsteinn Már Balvinsson fundar með starfsfólki á Dalvík eftir að Samherjamálið komst í hámæli. Hann segir nú starfsfólk fyrirtækisins sæta ofsóknum. Vísir/Tryggvi Páll Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, birtir á síðu fyrirtækisins bréf sem hann stílar á samstarfsfólk sitt. Þar ítrekar hann þá skoðun sína að hann, og starfsmenn Samherja, megi sæta ofsóknum af hálfu Ríkisjónvarpsins. „Í aðalfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi var fyrsta frétt sjónvarpsstöðvarinnar um að sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja væru með réttarstöðu sakbornings í sakamáli sem er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Í fréttinni voru birtar ljósmyndir af þeim starfsmönnum sem eiga í hlut,“ segir forstjórinn í upphafi síns bréfs sem finna má í heild sinni hér neðar. Í bréfinu segir Þorsteinn Már meðal annars að óhætt sé að fullyrða að „Ríkisútvarpið hafi aldrei lagst jafn lágt í fréttaflutningi og með þessari frétt“. Hann bendir á að enginn fjölmiðill annar feti þessa slóð sem hann vill meina að séu „niðurlægingarspor Ríkisútvarpsins í myndbirtingum.“ Þungbær myndbirting Þorsteinn Már vill meina að myndbirtingarnar séu afar þungbærar fyrir viðkomandi og telur þær nánast ígildi sakbendingar eða dóms. „Allir þeir starfsmenn, sem birtar voru myndir af í gærkvöldi, eru óþekktir og hafa aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður. Menn þurfa ekki að velkjast í neinum vafa um að eini tilgangur með þessari myndbirtingu, í annars afar innihaldsrýrri frétt, var að valda sem mestum skaða. Er þetta enn einn vitnisburðurinn um hnignun fréttastofu Ríkisútvarpsins.“ Forstjóri Samherja telur einsýnt að umrædd frétt sé einskonar svar stofnunarinnar, hefnd þá, við þáttagerð sem sjávarútvegsfyrirtækið hefur efnt til og birt á YouTube, þar sem sjónarmið manna innan fyrirtækisins eru sett fram, þá hugsuð sem einskonar mótvægi við fréttir sem birst hafa af bæði rannsókn Seðlabankans á Samherja sem og fregnum af mútumálum sem Samherji tengist í Namibíu. Bréf Þorsteins Más í heild sinni „Ágæta samstarfsfólk. Í aðalfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi var fyrsta frétt sjónvarpsstöðvarinnar um að sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja væru með réttarstöðu sakbornings í sakamáli sem er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Í fréttinni voru birtar ljósmyndir af þeim starfsmönnum sem eiga í hlut. Ég tel óhætt að fullyrða að Ríkisútvarpið hafi aldrei lagst jafn lágt í fréttaflutningi og með þessari frétt. Í því sambandi vekur athygli að enginn annar fjölmiðill fetar þessi niðurlægingarspor Ríkisútvarpsins í myndbirtingum. Engar nýjar upplýsingar komu fram, fyrir utan þessa breytingu á réttarstöðu einstaklinganna, enda hefur margsinnis verið greint frá því að héraðssaksóknari sé með mál til rannsóknar sem tengist starfsemi dótturfélaga Samherja í Namibíu. Í umfjöllun um Seðlabankamálið á sínum tíma voru iðulega birtar myndir af mér í fjölmiðlum, þar á meðal í miðlum Ríkisútvarpsins. Aldrei þótti tilefni til að draga aðra og óþekkta starfsmenn Samherja fram í sviðsljósið. Nú kveður hins vegar við nýjan tón hjá Ríkisútvarpinu með birtingu mynda af óþekktu starfsfólki Samherja sem gefið hefur skýrslu hjá saksóknara og notið þeirrar réttarstöðu sem mest réttindi veitir við slíkt tilefni. Þessi vinnubrögð Ríkisútvarpsins eru með miklum ólíkindum enda birtir fréttastofan ekki einu sinni myndir af mönnum sem eru grunaðir um gróf ofbeldisbrot fyrr en þeir hafa hlotið dóm, ef slík mál rata á annað borð í fréttir. Öllum má vera ljóst að myndbirting af þessu tagi er mjög þungbær fyrir þá sem eiga í hlut og fjölskyldur þeirra. Allir þeir starfsmenn, sem birtar voru myndir af í gærkvöldi, eru óþekktir og hafa aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður. Menn þurfa ekki að velkjast í neinum vafa um að eini tilgangur með þessari myndbirtingu, í annars afar innihaldsrýrri frétt, var að valda sem mestum skaða. Er þetta enn einn vitnisburðurinn um hnignun fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem gerir þennan fréttaflutning vandræðalegan er að hann kemur strax í kjölfar gagnrýni okkar á vinnubrögð fréttastofunnar í öðrum óskyldum málum. Fréttastofan hafði ekki samband við neinn áður en frétt gærkvöldsins var flutt, hvorki einstaklingana sjálfa eða lögmenn þeirra. Samherji setti fram efnislega gagnrýni á störf Ríkisútvarpsins og hefur notað lögbundna ferla vegna brota á siðareglum. Frétt gærkvöldsins er hins vegar ekkert annað en örvæntingarfull hefndaraðgerð dulbúin sem frétt og gróf aðför að saklausu fólki. Eins og ég hef áður sagt þá tel ég að það sé enginn grundvöllur fyrir ásökunum um saknæma háttsemi vegna starfseminnar í Namibíu, jafnvel þótt ýmis mistök hafi verið gerð í þeim rekstri og ekki hafi verið fullnægjandi eftirlit með starfseminni þar, eins og komið hefur fram. Við munum á næstu vikum skýra betur ýmsa þætti í rekstrinum og leiðrétta rangfærslur sem hafa verið fluttar í fjölmiðlum um hann. Ég kvíði ekki því máli sem er til rannsóknar en rannsókn er ekki dómur og það er óverjandi að ríkisfjölmiðillinn felli dóma yfir saklausu fólki með þeim hætti sem var reynt í gærkvöldi. Kröftug viðbrögð ykkar, í skilaboðum og tölvupósti til mín, sýna að mörgum er greinilega misboðið. Ég vil að lokum þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegt framlag ykkar í rekstri Samherja við krefjandi aðstæður á tímum heimsfaraldurs. Ég er auðmjúkur og þakklátur fyrir að félagið búi yfir jafn öflugum mannskap og raun ber vitni. Með bestu kveðju, Þorsteinn Már“ Sjávarútvegur Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, birtir á síðu fyrirtækisins bréf sem hann stílar á samstarfsfólk sitt. Þar ítrekar hann þá skoðun sína að hann, og starfsmenn Samherja, megi sæta ofsóknum af hálfu Ríkisjónvarpsins. „Í aðalfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi var fyrsta frétt sjónvarpsstöðvarinnar um að sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja væru með réttarstöðu sakbornings í sakamáli sem er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Í fréttinni voru birtar ljósmyndir af þeim starfsmönnum sem eiga í hlut,“ segir forstjórinn í upphafi síns bréfs sem finna má í heild sinni hér neðar. Í bréfinu segir Þorsteinn Már meðal annars að óhætt sé að fullyrða að „Ríkisútvarpið hafi aldrei lagst jafn lágt í fréttaflutningi og með þessari frétt“. Hann bendir á að enginn fjölmiðill annar feti þessa slóð sem hann vill meina að séu „niðurlægingarspor Ríkisútvarpsins í myndbirtingum.“ Þungbær myndbirting Þorsteinn Már vill meina að myndbirtingarnar séu afar þungbærar fyrir viðkomandi og telur þær nánast ígildi sakbendingar eða dóms. „Allir þeir starfsmenn, sem birtar voru myndir af í gærkvöldi, eru óþekktir og hafa aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður. Menn þurfa ekki að velkjast í neinum vafa um að eini tilgangur með þessari myndbirtingu, í annars afar innihaldsrýrri frétt, var að valda sem mestum skaða. Er þetta enn einn vitnisburðurinn um hnignun fréttastofu Ríkisútvarpsins.“ Forstjóri Samherja telur einsýnt að umrædd frétt sé einskonar svar stofnunarinnar, hefnd þá, við þáttagerð sem sjávarútvegsfyrirtækið hefur efnt til og birt á YouTube, þar sem sjónarmið manna innan fyrirtækisins eru sett fram, þá hugsuð sem einskonar mótvægi við fréttir sem birst hafa af bæði rannsókn Seðlabankans á Samherja sem og fregnum af mútumálum sem Samherji tengist í Namibíu. Bréf Þorsteins Más í heild sinni „Ágæta samstarfsfólk. Í aðalfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi var fyrsta frétt sjónvarpsstöðvarinnar um að sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja væru með réttarstöðu sakbornings í sakamáli sem er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Í fréttinni voru birtar ljósmyndir af þeim starfsmönnum sem eiga í hlut. Ég tel óhætt að fullyrða að Ríkisútvarpið hafi aldrei lagst jafn lágt í fréttaflutningi og með þessari frétt. Í því sambandi vekur athygli að enginn annar fjölmiðill fetar þessi niðurlægingarspor Ríkisútvarpsins í myndbirtingum. Engar nýjar upplýsingar komu fram, fyrir utan þessa breytingu á réttarstöðu einstaklinganna, enda hefur margsinnis verið greint frá því að héraðssaksóknari sé með mál til rannsóknar sem tengist starfsemi dótturfélaga Samherja í Namibíu. Í umfjöllun um Seðlabankamálið á sínum tíma voru iðulega birtar myndir af mér í fjölmiðlum, þar á meðal í miðlum Ríkisútvarpsins. Aldrei þótti tilefni til að draga aðra og óþekkta starfsmenn Samherja fram í sviðsljósið. Nú kveður hins vegar við nýjan tón hjá Ríkisútvarpinu með birtingu mynda af óþekktu starfsfólki Samherja sem gefið hefur skýrslu hjá saksóknara og notið þeirrar réttarstöðu sem mest réttindi veitir við slíkt tilefni. Þessi vinnubrögð Ríkisútvarpsins eru með miklum ólíkindum enda birtir fréttastofan ekki einu sinni myndir af mönnum sem eru grunaðir um gróf ofbeldisbrot fyrr en þeir hafa hlotið dóm, ef slík mál rata á annað borð í fréttir. Öllum má vera ljóst að myndbirting af þessu tagi er mjög þungbær fyrir þá sem eiga í hlut og fjölskyldur þeirra. Allir þeir starfsmenn, sem birtar voru myndir af í gærkvöldi, eru óþekktir og hafa aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður. Menn þurfa ekki að velkjast í neinum vafa um að eini tilgangur með þessari myndbirtingu, í annars afar innihaldsrýrri frétt, var að valda sem mestum skaða. Er þetta enn einn vitnisburðurinn um hnignun fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem gerir þennan fréttaflutning vandræðalegan er að hann kemur strax í kjölfar gagnrýni okkar á vinnubrögð fréttastofunnar í öðrum óskyldum málum. Fréttastofan hafði ekki samband við neinn áður en frétt gærkvöldsins var flutt, hvorki einstaklingana sjálfa eða lögmenn þeirra. Samherji setti fram efnislega gagnrýni á störf Ríkisútvarpsins og hefur notað lögbundna ferla vegna brota á siðareglum. Frétt gærkvöldsins er hins vegar ekkert annað en örvæntingarfull hefndaraðgerð dulbúin sem frétt og gróf aðför að saklausu fólki. Eins og ég hef áður sagt þá tel ég að það sé enginn grundvöllur fyrir ásökunum um saknæma háttsemi vegna starfseminnar í Namibíu, jafnvel þótt ýmis mistök hafi verið gerð í þeim rekstri og ekki hafi verið fullnægjandi eftirlit með starfseminni þar, eins og komið hefur fram. Við munum á næstu vikum skýra betur ýmsa þætti í rekstrinum og leiðrétta rangfærslur sem hafa verið fluttar í fjölmiðlum um hann. Ég kvíði ekki því máli sem er til rannsóknar en rannsókn er ekki dómur og það er óverjandi að ríkisfjölmiðillinn felli dóma yfir saklausu fólki með þeim hætti sem var reynt í gærkvöldi. Kröftug viðbrögð ykkar, í skilaboðum og tölvupósti til mín, sýna að mörgum er greinilega misboðið. Ég vil að lokum þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegt framlag ykkar í rekstri Samherja við krefjandi aðstæður á tímum heimsfaraldurs. Ég er auðmjúkur og þakklátur fyrir að félagið búi yfir jafn öflugum mannskap og raun ber vitni. Með bestu kveðju, Þorsteinn Már“
Sjávarútvegur Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01
Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07