Umfjöllun og viðtöl: FH - KR 1-2 | Nöfnurnar skutu KR áfram í undanúrslit Atli Freyr Arason skrifar 3. september 2020 19:00 Katrín Ómars skoraði annað marka KR í dag. Vísir Það verða KR-ingar sem munu leika í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í ár eftir frækin 1-2 sigur á FH-ingum í Kaplakrika fyrr í kvöld. Leikurinn sjálfur var mjög fjörugur og hefði sigurinn hæglega getað dottið öðru hvoru megin. Liðin skiptust á því að sækja en það voru KR-ingar sem fengu fyrsta hættulega færi leiksins strax á sjöttu mínútu þegar Alma Mathiesen á lúmskt skot sem Telma Ívarsdóttir í marki FH gerir vel í að verja. Boltinn stöðvast á línunni og vildu einhverjir í stúkunni meina að knötturinn hafi farið alla leið yfir línuna en því var Bríet Bragadóttir, dómari leiksins ekki sammála. KR-ingar þurftu þó ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu því einungis 5 mínútum síðar á Rebekka Sverrisdóttir, hægri bakvörður KR í kvöld flottan sprett og enn þá betri fyrirgjöf af hægri vængnum smellur beint á höfuð Katrínar Ómarsdóttur sem stangar knöttinn í netið, 0-1 fyrir gestina. Það var mikill hiti í Kaplakrika Þrátt fyrir gular veðurviðvaranir og snjókomuspá víða um land þá var mikill hiti hérna í Kaplakrika en þó einungis í leikmönnum liðanna. Sjúkrateymi beggja liða komu mikið við í sögu í leiknum í kvöld þar sem að mikið var um samstuð. Augljóst var að enginn leikmaður ætlaði að gefa tommu eftir í návígunum, bæði lið ætluðu sér í undanúrslit. Katrín Ásbjörns slapp í gegnum vörn FH-inga á 41 mínútu en hún rekur boltann of langt frá markinu og endar á því að taka skotið úr alltof þröngri stöðu og Telma í marki FH á ekki í neinum vandræðum með að handsama knöttinn. Alma Mathiesen var spræk á hægri kantinum hjá KR-ingum í þessum leik. Undir lok fyrri hálfleiks fór hún illa með Valgerði Ósk, bakvörð FH en skotið hennar í kjölfarið var ekki nógu gott. Stuttu síðar er Alma að leika með knöttinn innan teigs og Eva Núra Abrahamsdóttir, leikmaður FH, tekur Ölmu niður innan teigs en gerir það löglega að mati Bríetar dómara sem dæmir hornspyrnu í kjölfarið við lítinn fögnuð þeirra KR-inga sem mættir voru í stúkuna í kvöld og létu vel í sér heyra. FH-ingar komu þó dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn og voru mun sterkari aðilinn framan af. Það skilaði sér þegar Phoenetia Browne átti góðan sprett upp vinstri kant FH og kemur knettinum fyrir mark KR-inga. Angela Beard, varnarmaður KR-inga reynir að komast í veg fyrir að sending Phoenetia skilar sér á samherja en það gengur ekki betur en svo að boltinn endar í neti KR. Grátlegt sjálfsmark fyrir Angelu og FH-ingar fengu það sem þær áttu skilið eftir að hafa sótt án afláts á mark KR-inga í seinni hálfleik. Á 64. Mínútu leiksins átti Phoenetia, sem var sennilega besti leikmaður FH-inga í kvöld, hörkuskot að marki KR-inga. Boltinn fer af varnarmanni KR upp í loftið og þaðan dettur hann ofan á slánna. FH-ingar gátu ekki komist nær því að taka forystuna en akkúrat þarna. Það dróg svo ekki aftur til tíðinda fyrr en á 79 mínútu og þvílík tíðindi sem þar voru á ferðinni. Kristín Erla Sigurlásdóttir á þá glæsilega stungusendingu inn fyrir vörn FH-inga á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem var þá kominn ein í gegn og ætlaði alls ekki að láta þetta færi fara forgörðum eins og í fyrri hálfleik. Katrín lítur upp, tekur sér stöðu og hamrar knettinum upp í samskeytin. Alvöru mark hjá Katrínu! FH-ingar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks án þess þó að ná að knýja fram framlengingu í þessum annars stórskemmtilega leik í Kaplakrika. Af hverju vann KR? KR-ingar kláruðu færin sín. FH fékk fullt af tækifærum til að skora í kvöld en það eru víst mörkin sem telja og því fer KR áfram í undanúrslitin. Hverjar stóðu upp úr? Katrín Ásbjörns og Katrín Ómars voru mjög öflugar og fyrirferðamiklar í sóknarleik KR-inga í þessum leik. Alma Mathiesen sýndi líka flotta takta á köflum. Markvörðurinn Ingibjörg Valgeirsdóttir verður líka að fá prik fyrir að ráða við flest allt sem FH-ingar settu á hana. Í liði heimakvenna var það hin bandaríska Phoenetia sem stóð upp úr. Hún var allt í öllu í sóknarleik FH og margt af því sem Fimleikafélagið gerði vel kom í gegnum hana. Birta Georgsdóttir átti einnig nokkur hættuleg tækifæri á síðasta þriðjung sem vert er að minnast á. Hvað gekk illa? FH-ingar voru eiginlega óheppnar að fá ekki meira út úr þessum leik. Þær voru töluvert betri í síðari hálfleik þar sem að KR liðið virkaði þreytt, enda nýkomið úr þriðju umferð sóttkvís. Hvað gerist næst? KR fer í undanúrslit. FH situr eftir. Það sem gerist næst hjá þessum tveimur liðum þó er að þau mætast aftur á sama velli eftir þrjá daga en í þetta skipti í deildinni, þar sem að þessi tvö lið verma neðstu tvö sæti deildarinnar. Katrín Ásbjörnsdóttir er hér í leik gegn Stjörnunni.VÍSIR/VILHELM Katrín Ásbjörnsdóttir: Ég skuldaði mark Katrín skoraði glæsilegt sigurmark í kvöld eins og áður sagði. Katrín var spurð út í þetta glæsimark. „Ég fékk nokkur svona færi í fyrri hálfleik og allavega eitt annað í seinni hálfleik sem voru svipuð, þar sem að ég er komin ein inn fyrir. Ég skuldaði mark þannig að ég gaf aðeins meira í þetta skot og boltinn fór inn.“ Katrín var augljóslega glöð í leikslok að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn eftir þriðja sóttkvíið sem liðið klárar í sumar. „Það er mjög gott að vera kominn aftur út á völlinn og það skemmir ekki fyrir að vera kominn áfram í bikarnum. Þetta var frábær leikur hjá okkur í dag, ekki besti fótboltinn hjá okkur en þetta var bara góð barátta og það var gott að skora þetta mark í lokin og fara áfram í undanúrslit.“ KR-ingar voru orðnar svolítið þreyttar undir lok leiks. Aðspurð hvort þær koma eitthvað ryðgaðar út úr sóttkví sagði Katrín: „aðeins, ég verð að segja það að við vorum aðeins ryðgaðar í dag. Við fundum alveg fyrir því að þetta er allt önnur íþrótt að vera að spila saman fótbolta heldur að vera einar í sóttkví að taka einhverjar æfingar. Þetta er allt annað. Við þurftum að fá fyrstu mínúturnar svona aðeins að stilla okkur saman og við gerðum það allt í lagi en í seinni hálfleik vorum við orðnar svolítið þreyttar,“ Næsti leikur beggja liða er gegn hvoru öðru á sama velli, núna á sunnudaginn. Katrín segist spennt fyrir þeim leik. „Jú, það verður hörku leikur. Mjög mikilvæg þrjú stig því þessi lið eru í tveimur neðstu sætunum. Það verður bara að deyja fyrir þessi þrjú stig,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir að lokum. Phoenetia Browne: Ég elska að vera á Íslandi Phoenetia var að spila sinn fjórða leik fyrir FH liðið í dag. Hún hefur komið vel inn í liðið í síðustu leikjum og átti fínan leik í dag. Aðspurð afhverju liðinu tókst ekki að sigra KR-inga sagði Phoenetia: „ég held að við höfum verið óheppnar. Við spiluðum klárlega betur í seinni hálfleik og fengum fullt af tækifærum en vorum bara óheppnar að klára færin ekki.“ Phoenetia spilaði með Sindra í næstu efstu deild árið 2017. Hún er að eigin sögn mjög ánægð með að vera kominn aftur til Íslands en hún var spurð hvernig henni leist á fyrstu dagana sína hjá Fimleikafélaginu. „Mjög vel hingað til. Ég elska að vera á Íslandi, þetta er í annað skipti sem ég kem hingað og það er gaman að koma aftur. Liðið hefur tekið vel á móti mér og ekkert nema gott að segja hingað til. Glöð að vera hluti af þessu liði,“ sagði Phoenetia eftir leik kvöldsins. Mjólkurbikarinn FH KR
Það verða KR-ingar sem munu leika í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í ár eftir frækin 1-2 sigur á FH-ingum í Kaplakrika fyrr í kvöld. Leikurinn sjálfur var mjög fjörugur og hefði sigurinn hæglega getað dottið öðru hvoru megin. Liðin skiptust á því að sækja en það voru KR-ingar sem fengu fyrsta hættulega færi leiksins strax á sjöttu mínútu þegar Alma Mathiesen á lúmskt skot sem Telma Ívarsdóttir í marki FH gerir vel í að verja. Boltinn stöðvast á línunni og vildu einhverjir í stúkunni meina að knötturinn hafi farið alla leið yfir línuna en því var Bríet Bragadóttir, dómari leiksins ekki sammála. KR-ingar þurftu þó ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu því einungis 5 mínútum síðar á Rebekka Sverrisdóttir, hægri bakvörður KR í kvöld flottan sprett og enn þá betri fyrirgjöf af hægri vængnum smellur beint á höfuð Katrínar Ómarsdóttur sem stangar knöttinn í netið, 0-1 fyrir gestina. Það var mikill hiti í Kaplakrika Þrátt fyrir gular veðurviðvaranir og snjókomuspá víða um land þá var mikill hiti hérna í Kaplakrika en þó einungis í leikmönnum liðanna. Sjúkrateymi beggja liða komu mikið við í sögu í leiknum í kvöld þar sem að mikið var um samstuð. Augljóst var að enginn leikmaður ætlaði að gefa tommu eftir í návígunum, bæði lið ætluðu sér í undanúrslit. Katrín Ásbjörns slapp í gegnum vörn FH-inga á 41 mínútu en hún rekur boltann of langt frá markinu og endar á því að taka skotið úr alltof þröngri stöðu og Telma í marki FH á ekki í neinum vandræðum með að handsama knöttinn. Alma Mathiesen var spræk á hægri kantinum hjá KR-ingum í þessum leik. Undir lok fyrri hálfleiks fór hún illa með Valgerði Ósk, bakvörð FH en skotið hennar í kjölfarið var ekki nógu gott. Stuttu síðar er Alma að leika með knöttinn innan teigs og Eva Núra Abrahamsdóttir, leikmaður FH, tekur Ölmu niður innan teigs en gerir það löglega að mati Bríetar dómara sem dæmir hornspyrnu í kjölfarið við lítinn fögnuð þeirra KR-inga sem mættir voru í stúkuna í kvöld og létu vel í sér heyra. FH-ingar komu þó dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn og voru mun sterkari aðilinn framan af. Það skilaði sér þegar Phoenetia Browne átti góðan sprett upp vinstri kant FH og kemur knettinum fyrir mark KR-inga. Angela Beard, varnarmaður KR-inga reynir að komast í veg fyrir að sending Phoenetia skilar sér á samherja en það gengur ekki betur en svo að boltinn endar í neti KR. Grátlegt sjálfsmark fyrir Angelu og FH-ingar fengu það sem þær áttu skilið eftir að hafa sótt án afláts á mark KR-inga í seinni hálfleik. Á 64. Mínútu leiksins átti Phoenetia, sem var sennilega besti leikmaður FH-inga í kvöld, hörkuskot að marki KR-inga. Boltinn fer af varnarmanni KR upp í loftið og þaðan dettur hann ofan á slánna. FH-ingar gátu ekki komist nær því að taka forystuna en akkúrat þarna. Það dróg svo ekki aftur til tíðinda fyrr en á 79 mínútu og þvílík tíðindi sem þar voru á ferðinni. Kristín Erla Sigurlásdóttir á þá glæsilega stungusendingu inn fyrir vörn FH-inga á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem var þá kominn ein í gegn og ætlaði alls ekki að láta þetta færi fara forgörðum eins og í fyrri hálfleik. Katrín lítur upp, tekur sér stöðu og hamrar knettinum upp í samskeytin. Alvöru mark hjá Katrínu! FH-ingar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks án þess þó að ná að knýja fram framlengingu í þessum annars stórskemmtilega leik í Kaplakrika. Af hverju vann KR? KR-ingar kláruðu færin sín. FH fékk fullt af tækifærum til að skora í kvöld en það eru víst mörkin sem telja og því fer KR áfram í undanúrslitin. Hverjar stóðu upp úr? Katrín Ásbjörns og Katrín Ómars voru mjög öflugar og fyrirferðamiklar í sóknarleik KR-inga í þessum leik. Alma Mathiesen sýndi líka flotta takta á köflum. Markvörðurinn Ingibjörg Valgeirsdóttir verður líka að fá prik fyrir að ráða við flest allt sem FH-ingar settu á hana. Í liði heimakvenna var það hin bandaríska Phoenetia sem stóð upp úr. Hún var allt í öllu í sóknarleik FH og margt af því sem Fimleikafélagið gerði vel kom í gegnum hana. Birta Georgsdóttir átti einnig nokkur hættuleg tækifæri á síðasta þriðjung sem vert er að minnast á. Hvað gekk illa? FH-ingar voru eiginlega óheppnar að fá ekki meira út úr þessum leik. Þær voru töluvert betri í síðari hálfleik þar sem að KR liðið virkaði þreytt, enda nýkomið úr þriðju umferð sóttkvís. Hvað gerist næst? KR fer í undanúrslit. FH situr eftir. Það sem gerist næst hjá þessum tveimur liðum þó er að þau mætast aftur á sama velli eftir þrjá daga en í þetta skipti í deildinni, þar sem að þessi tvö lið verma neðstu tvö sæti deildarinnar. Katrín Ásbjörnsdóttir er hér í leik gegn Stjörnunni.VÍSIR/VILHELM Katrín Ásbjörnsdóttir: Ég skuldaði mark Katrín skoraði glæsilegt sigurmark í kvöld eins og áður sagði. Katrín var spurð út í þetta glæsimark. „Ég fékk nokkur svona færi í fyrri hálfleik og allavega eitt annað í seinni hálfleik sem voru svipuð, þar sem að ég er komin ein inn fyrir. Ég skuldaði mark þannig að ég gaf aðeins meira í þetta skot og boltinn fór inn.“ Katrín var augljóslega glöð í leikslok að vera kominn aftur inn á fótboltavöllinn eftir þriðja sóttkvíið sem liðið klárar í sumar. „Það er mjög gott að vera kominn aftur út á völlinn og það skemmir ekki fyrir að vera kominn áfram í bikarnum. Þetta var frábær leikur hjá okkur í dag, ekki besti fótboltinn hjá okkur en þetta var bara góð barátta og það var gott að skora þetta mark í lokin og fara áfram í undanúrslit.“ KR-ingar voru orðnar svolítið þreyttar undir lok leiks. Aðspurð hvort þær koma eitthvað ryðgaðar út úr sóttkví sagði Katrín: „aðeins, ég verð að segja það að við vorum aðeins ryðgaðar í dag. Við fundum alveg fyrir því að þetta er allt önnur íþrótt að vera að spila saman fótbolta heldur að vera einar í sóttkví að taka einhverjar æfingar. Þetta er allt annað. Við þurftum að fá fyrstu mínúturnar svona aðeins að stilla okkur saman og við gerðum það allt í lagi en í seinni hálfleik vorum við orðnar svolítið þreyttar,“ Næsti leikur beggja liða er gegn hvoru öðru á sama velli, núna á sunnudaginn. Katrín segist spennt fyrir þeim leik. „Jú, það verður hörku leikur. Mjög mikilvæg þrjú stig því þessi lið eru í tveimur neðstu sætunum. Það verður bara að deyja fyrir þessi þrjú stig,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir að lokum. Phoenetia Browne: Ég elska að vera á Íslandi Phoenetia var að spila sinn fjórða leik fyrir FH liðið í dag. Hún hefur komið vel inn í liðið í síðustu leikjum og átti fínan leik í dag. Aðspurð afhverju liðinu tókst ekki að sigra KR-inga sagði Phoenetia: „ég held að við höfum verið óheppnar. Við spiluðum klárlega betur í seinni hálfleik og fengum fullt af tækifærum en vorum bara óheppnar að klára færin ekki.“ Phoenetia spilaði með Sindra í næstu efstu deild árið 2017. Hún er að eigin sögn mjög ánægð með að vera kominn aftur til Íslands en hún var spurð hvernig henni leist á fyrstu dagana sína hjá Fimleikafélaginu. „Mjög vel hingað til. Ég elska að vera á Íslandi, þetta er í annað skipti sem ég kem hingað og það er gaman að koma aftur. Liðið hefur tekið vel á móti mér og ekkert nema gott að segja hingað til. Glöð að vera hluti af þessu liði,“ sagði Phoenetia eftir leik kvöldsins.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti