Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Rich Linley Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg er að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hafa strítt honum alveg síðan á HM í Rússlandi sumarið 2018. Nú vildi hann fá fullt undirbúningstímabil með Burnley og tók því þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í landsleikina. Jóhann Berg Guðmundsson ræddi þess ákvörðun og komandi tímabil með Burnley við heimasíðu félagsins. Hann segist vonast til þess að ákvörðun sín að fórna þessum landsleikjum muni hjálpa honum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég ákvað að það væri betra fyrir mig að vera hérna og ná fullu undirbúningstímabili,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. WINGING IT: Johann Berg Gudmundsson sees a bright future at Turf Moor.Read: https://t.co/BxGN5il1pc pic.twitter.com/ufDctQwwFi— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 1, 2020 „Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma, sérstaklega ekki fyrir mig þar sem ég hef verið í vandræðum með meiðsli,“ sagði Jóhann Berg. „Ég taldi það vera það besta í stöðunni fyrir mig að ná fullu undirbúningstímabili með Burnley, ná að spila nokkra leiki og komast í eins gott form og ég gat fyrir tímabilið,“ sagði Jóhann Berg. „Ég er að leggja mikið á mig. Auðvitað verður maður þreyttur inn á milli en þannig er það bara. Ég horfi til framtíðar og ég sé hana vera bjarta fyrir mig,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann Berg spilaði í síðustu fimm leikjum Burnley í sumarhluta síðasta tímabils og þá skoraði hann í leik á móti Tranmere um helgina en hann var spilaður fyrir luktum dyrum. „Ég er að reyna að komast í mitt besta form. Við fengum nokkrar vikur í frí en ég hélt áfram að æfa. Ég fór heim til Íslands enda hafði það verið langur tími síðan ég hitti fjölskyldu og vini. Það var gott að slökkva á sér aðeins um stund,“ sagði Jóhann Berg. „Núna er maður mættur aftur til vinnu. Það voru nokkrar mjög erfiðar hlaupaæfingar og svo fyrsti leikurinn. Það var gott að fá nokkrar mínútur á laugardaginn og það er alltaf gott að skora,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg er að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hafa strítt honum alveg síðan á HM í Rússlandi sumarið 2018. Nú vildi hann fá fullt undirbúningstímabil með Burnley og tók því þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í landsleikina. Jóhann Berg Guðmundsson ræddi þess ákvörðun og komandi tímabil með Burnley við heimasíðu félagsins. Hann segist vonast til þess að ákvörðun sín að fórna þessum landsleikjum muni hjálpa honum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Ég ákvað að það væri betra fyrir mig að vera hérna og ná fullu undirbúningstímabili,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. WINGING IT: Johann Berg Gudmundsson sees a bright future at Turf Moor.Read: https://t.co/BxGN5il1pc pic.twitter.com/ufDctQwwFi— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 1, 2020 „Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma, sérstaklega ekki fyrir mig þar sem ég hef verið í vandræðum með meiðsli,“ sagði Jóhann Berg. „Ég taldi það vera það besta í stöðunni fyrir mig að ná fullu undirbúningstímabili með Burnley, ná að spila nokkra leiki og komast í eins gott form og ég gat fyrir tímabilið,“ sagði Jóhann Berg. „Ég er að leggja mikið á mig. Auðvitað verður maður þreyttur inn á milli en þannig er það bara. Ég horfi til framtíðar og ég sé hana vera bjarta fyrir mig,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Jóhann Berg spilaði í síðustu fimm leikjum Burnley í sumarhluta síðasta tímabils og þá skoraði hann í leik á móti Tranmere um helgina en hann var spilaður fyrir luktum dyrum. „Ég er að reyna að komast í mitt besta form. Við fengum nokkrar vikur í frí en ég hélt áfram að æfa. Ég fór heim til Íslands enda hafði það verið langur tími síðan ég hitti fjölskyldu og vini. Það var gott að slökkva á sér aðeins um stund,“ sagði Jóhann Berg. „Núna er maður mættur aftur til vinnu. Það voru nokkrar mjög erfiðar hlaupaæfingar og svo fyrsti leikurinn. Það var gott að fá nokkrar mínútur á laugardaginn og það er alltaf gott að skora,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira