Skilur ekki af hverju félagslausir menn eru valdir í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 13:29 Emil Hallfreðsson var valinn í íslenska landsliðið þrátt fyrir að vera án félags. vísir/bára Val Eriks Hamrén á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni voru til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Sterka leikmenn vantar í íslenska liðið. Aron Einar Gunnarsson fékk ekki leyfi frá Al Arabi til að koma í landsleikina, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson gáfu ekki kost á sér og Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru meiddir. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Tveir leikmenn í landsliðshópnum, Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson, eru án félags. Tómas Ingi Tómasson furðar sig á að þeir hafi verið valdir. „Það er flott að aðrir fái tækifæri. Þetta eru akkúrat leikirnir sem á að prufa menn í. Það er flott að þessir fái frí og mæti ferskir í leikinn sem skiptir máli fyrir okkur. En það hefði verið gaman að sjá menn í staðinn fyrir þá sem eru félagslausir. Það að vera félagslaus og valinn í landslið, aftur og aftur er þetta ekki orðið fínt?“ sagði Tómas Ingi. „Bæði Emil og Jón Guðni eru flottir spilarar en hefði ekki mátt velja þennan,“ bætti Tómas Ingi við og átti þar við Ísak Bergmann Jóhannesson, sautján ára leikmann Norrköping í Svíþjóð. Tómas Ingi, Þorkell Máni Pétursson og Guðmundur Benediktsson voru allir á því að Ísak hefði átt að vera í A-landsliðinu frekar en U-21 árs landsliðinu. „Þetta kom mér mest á óvart. Sjálfur hefði ég ekki hikað við að velja hann,“ sagði Guðmundur. „Maður hefði viljað sjá hann fái tækifærið. Ég skil ekki að landsliðsþjálfararnir hafi ekki viljað vera fyrstir til að henda þessum leikjum á hann því ég held að öllum sé ljóst að þessi leikmaður gæti spilað almennilega rullu fyrir íslenska landsliðið.“ Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september og Belgíu ytra þremur dögum síðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um landsliðshópinn Þjóðadeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Val Eriks Hamrén á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni voru til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Sterka leikmenn vantar í íslenska liðið. Aron Einar Gunnarsson fékk ekki leyfi frá Al Arabi til að koma í landsleikina, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson gáfu ekki kost á sér og Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru meiddir. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Tveir leikmenn í landsliðshópnum, Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson, eru án félags. Tómas Ingi Tómasson furðar sig á að þeir hafi verið valdir. „Það er flott að aðrir fái tækifæri. Þetta eru akkúrat leikirnir sem á að prufa menn í. Það er flott að þessir fái frí og mæti ferskir í leikinn sem skiptir máli fyrir okkur. En það hefði verið gaman að sjá menn í staðinn fyrir þá sem eru félagslausir. Það að vera félagslaus og valinn í landslið, aftur og aftur er þetta ekki orðið fínt?“ sagði Tómas Ingi. „Bæði Emil og Jón Guðni eru flottir spilarar en hefði ekki mátt velja þennan,“ bætti Tómas Ingi við og átti þar við Ísak Bergmann Jóhannesson, sautján ára leikmann Norrköping í Svíþjóð. Tómas Ingi, Þorkell Máni Pétursson og Guðmundur Benediktsson voru allir á því að Ísak hefði átt að vera í A-landsliðinu frekar en U-21 árs landsliðinu. „Þetta kom mér mest á óvart. Sjálfur hefði ég ekki hikað við að velja hann,“ sagði Guðmundur. „Maður hefði viljað sjá hann fái tækifærið. Ég skil ekki að landsliðsþjálfararnir hafi ekki viljað vera fyrstir til að henda þessum leikjum á hann því ég held að öllum sé ljóst að þessi leikmaður gæti spilað almennilega rullu fyrir íslenska landsliðið.“ Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september og Belgíu ytra þremur dögum síðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um landsliðshópinn
Þjóðadeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira