„Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. september 2020 09:00 Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Attentus. Vísir/Vilhelm Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Attentus segir að þjóðin hafi í raun verið í leiðtogafræðslu með þríeykinu síðustu mánuði. „Við Íslendingar höfum fengið að njóta sannra leiðtoga í okkar krísu. Það má í raun segja að almenningur hafi verið í sameiginlegri leiðtogafræðslu alla daga, í línulegri dagskrá klukkan 14.00“ segir Ingunn og bætir við „Þríeykið kenndi almenningi ný orð sem oft eru notuð í teymisfræðum. Nú þegar speglar fólks sig við þau, og jafnvel með setningunum eins og, ert þú „Þórólfur, „Víðir“ eða „Alma“. Þau eru ólíkir leiðtogar og saman mynda þau mjög sterkt teymi.“ Ingunn lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnulífsfélagsfræði og markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur sérhæft sig í verkefnum eins og stjórnendaráðgjöf, mannauðsmálum, erfiðum samskiptamálum, breytingastjórnun, ráðningum, fræðslu og starfsþróun og annast stundakennslu á sviði mannauðs- og breytingastjórnunar við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og hjá Tækniskólanum. Ingunn er annar höfundur bókarinnar Starfsánægja. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um mismunandi stjórnendaaðferðir. Í þessari fyrstu grein af þremur er rætt við Ingunni Björk um þann stjórnunarstíl sem einkennt hefur þríeykið og stjórnendur geta lært mikið af. Stjórnendur eru nú þegar farnir að spegla sig í stjórnunarstíl þríeykisins, og allir hinir sem sjá núna hvernig stjórnendur eiga að vera. Þeir sjá að þeirra aðferð skilar árangri. Það hefur skapast meiri virðing fyrir sérfræðiþekkingu með þríeykinu og þetta mun hafa þau áhrif að stjórnendur og stjórnmálamenn séu viljugri en áður að fá álit sérfræðinga á flóknum málum,“ segir Ingunn og bætir við „Mig grunar að stjórnunarhæfni þríeykisins eigi eftir að vera rannsökuð í framtíðinni.“ „Þú gerir ekki rassgat einn“ En með hvaða hætti er hægt að sjá að þríeykið vinni samkvæmt hefðbundnum teymisfræðum? „Svo ég vitni í okkar besta mann, Helga Björnsson: „Þú gerir ekki rassgat einn.“ Það þarf teymi til að leysa flókin verkefni, það þarf fólk með ólíka hæfni, það þarf ólíka einstaklinga“ svarar Ingunn og bætir við „Hæfni leiðtoga í teymi er að þeir ýta undir samvinnu og leyfa öllum röddum að heyrast, þeir setja stefnu og markmið, þeir auðvelda ákvarðanatöku og skapa traust, dreifa verkefnum og ábyrgð og veita endurgjöf.“ Að sögn Ingunnar felst teymisvinna í því að hópur vinnur saman í átt að sameiginlegu markmiði og þar skiptir máli að skapa jákvæða umgjörð fyrir teymisvinnuna þannig að styrkleikar einstaklinganna fái að njóta sín. Með því nær hópurinn að styðja hvert annað og auka á árangur teymisins. Þar segir hún þá hegðun sem best nýtist til að ýta undir árangur vera að teymi sé virkt í upplýsingaflæði, eigi samtal og samvinnu, prófi sig áfram, geri jafnvel mistök og breyti um stefnu sem endurspeglar markmið reglulega. „Helstu einkenni árangursríkra teyma er sálfræðilegt öryggi, sameiginleg gildi, skuldbinding gagnvart öðrum í teyminu, menn séu óhræddir við að gera mistök og fá endurgjöf og að það ríki traust innan hópsins“ segir Ingunn. Þjóðin hefur fengið kennslu í leiðtogafræðum í línulegri dagskrá alla daga kl.14 segir Ingunn Björk sem hvetur stjórnendur til að taka upp aðferðir þríeykisins.Vísir/Vilhelm Þríeykið er fyrirmyndin fyrir stjórnendur En hver eru algeng mistök í teymisvinnu? Það sem kemur i veg fyrir árangur teyma er ef það eru óskýr markmið, óreglulegir fundir, vantraust, endurgjöf án virðingar, meðlimir tjá sig ekki opinskátt, ótti við átök og tíðni og gæði samskipta ónæg. Það verður seint sagt um þríeykið að þessi einkenni eigi við um þau,“ segir Ingunn og bendir einmitt á að í þessu hafi þríeykið verið svo mikil fyrirmynd. „Þríeykið okkar hefur lagt áherslu á teymishugsun, reglulega upplýsingamiðlun, samkennd og samvinnu, umhyggju, hlustun, húmor, hvatningu, skýrleika, vísun í vísindi og viðurkenna mistök. Þau eru hugrökk, grípa til afgerandi aðgerða, þora að sýna varnarleysi og taka erfiðar ákvarðanir, hafa sýn og setja vörður á leiðinni. Einnig þora þau að segja „ég veit ekki“ þegar svo ber undir,“ segir Ingunn. Að sögn Ingunnar mun reyna á þrautseigju og seiglu hjá öllum næstu misseri. „Ég vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins og leggja áherslu á teymishugsun og samvinnu, reglulega upplýsingamiðlun, hlustun, hvatningu, pepp og hæfni til að breyta um stefnu og viðurkenna mistök“ segir Ingunn. Sjálf segist Ingunn vonast til þess að í kjölfar kórónufaraldursins verði aukin virðing borin fyrir sérfræði- og vísindaþekkingu. „Covid verður ekki leyst nema með aðkomu sérfræðinga, sú leið að tala niður sérfræðinga er ekki vænleg til árangurs, engin hlustun né samvinna“ segir Ingunn. Loks segist Ingunn vilja vitna í annan sterkan leiðtoga og fyrirmynd sem Íslendingar eigi en það sé Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti. „Á 90 ára afmælisdegi hennar í ár, svaraði hún að það sem einkenndi íslenska þjóð á tímum kreppu, væri seiglan“ segir Ingunn og bætir við „Ég trúi því að við komumst í gegnum þessa tíma, en til þess þurfum við að standa saman. Þríeykið og við. Við erum eitt teymi!“ Stjórnun Mannauðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Íslenskir stjórnendur eru harðduglegir, þrautseigir og gefast ekki upp Torben Nielsen segir einkenni íslenskra stjórnenda samofin sögu þjóðarinnar. Þeir séu harðduglegir, þrautseigir og gefist ekki upp. 2. september 2020 14:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Attentus segir að þjóðin hafi í raun verið í leiðtogafræðslu með þríeykinu síðustu mánuði. „Við Íslendingar höfum fengið að njóta sannra leiðtoga í okkar krísu. Það má í raun segja að almenningur hafi verið í sameiginlegri leiðtogafræðslu alla daga, í línulegri dagskrá klukkan 14.00“ segir Ingunn og bætir við „Þríeykið kenndi almenningi ný orð sem oft eru notuð í teymisfræðum. Nú þegar speglar fólks sig við þau, og jafnvel með setningunum eins og, ert þú „Þórólfur, „Víðir“ eða „Alma“. Þau eru ólíkir leiðtogar og saman mynda þau mjög sterkt teymi.“ Ingunn lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnulífsfélagsfræði og markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur sérhæft sig í verkefnum eins og stjórnendaráðgjöf, mannauðsmálum, erfiðum samskiptamálum, breytingastjórnun, ráðningum, fræðslu og starfsþróun og annast stundakennslu á sviði mannauðs- og breytingastjórnunar við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og hjá Tækniskólanum. Ingunn er annar höfundur bókarinnar Starfsánægja. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um mismunandi stjórnendaaðferðir. Í þessari fyrstu grein af þremur er rætt við Ingunni Björk um þann stjórnunarstíl sem einkennt hefur þríeykið og stjórnendur geta lært mikið af. Stjórnendur eru nú þegar farnir að spegla sig í stjórnunarstíl þríeykisins, og allir hinir sem sjá núna hvernig stjórnendur eiga að vera. Þeir sjá að þeirra aðferð skilar árangri. Það hefur skapast meiri virðing fyrir sérfræðiþekkingu með þríeykinu og þetta mun hafa þau áhrif að stjórnendur og stjórnmálamenn séu viljugri en áður að fá álit sérfræðinga á flóknum málum,“ segir Ingunn og bætir við „Mig grunar að stjórnunarhæfni þríeykisins eigi eftir að vera rannsökuð í framtíðinni.“ „Þú gerir ekki rassgat einn“ En með hvaða hætti er hægt að sjá að þríeykið vinni samkvæmt hefðbundnum teymisfræðum? „Svo ég vitni í okkar besta mann, Helga Björnsson: „Þú gerir ekki rassgat einn.“ Það þarf teymi til að leysa flókin verkefni, það þarf fólk með ólíka hæfni, það þarf ólíka einstaklinga“ svarar Ingunn og bætir við „Hæfni leiðtoga í teymi er að þeir ýta undir samvinnu og leyfa öllum röddum að heyrast, þeir setja stefnu og markmið, þeir auðvelda ákvarðanatöku og skapa traust, dreifa verkefnum og ábyrgð og veita endurgjöf.“ Að sögn Ingunnar felst teymisvinna í því að hópur vinnur saman í átt að sameiginlegu markmiði og þar skiptir máli að skapa jákvæða umgjörð fyrir teymisvinnuna þannig að styrkleikar einstaklinganna fái að njóta sín. Með því nær hópurinn að styðja hvert annað og auka á árangur teymisins. Þar segir hún þá hegðun sem best nýtist til að ýta undir árangur vera að teymi sé virkt í upplýsingaflæði, eigi samtal og samvinnu, prófi sig áfram, geri jafnvel mistök og breyti um stefnu sem endurspeglar markmið reglulega. „Helstu einkenni árangursríkra teyma er sálfræðilegt öryggi, sameiginleg gildi, skuldbinding gagnvart öðrum í teyminu, menn séu óhræddir við að gera mistök og fá endurgjöf og að það ríki traust innan hópsins“ segir Ingunn. Þjóðin hefur fengið kennslu í leiðtogafræðum í línulegri dagskrá alla daga kl.14 segir Ingunn Björk sem hvetur stjórnendur til að taka upp aðferðir þríeykisins.Vísir/Vilhelm Þríeykið er fyrirmyndin fyrir stjórnendur En hver eru algeng mistök í teymisvinnu? Það sem kemur i veg fyrir árangur teyma er ef það eru óskýr markmið, óreglulegir fundir, vantraust, endurgjöf án virðingar, meðlimir tjá sig ekki opinskátt, ótti við átök og tíðni og gæði samskipta ónæg. Það verður seint sagt um þríeykið að þessi einkenni eigi við um þau,“ segir Ingunn og bendir einmitt á að í þessu hafi þríeykið verið svo mikil fyrirmynd. „Þríeykið okkar hefur lagt áherslu á teymishugsun, reglulega upplýsingamiðlun, samkennd og samvinnu, umhyggju, hlustun, húmor, hvatningu, skýrleika, vísun í vísindi og viðurkenna mistök. Þau eru hugrökk, grípa til afgerandi aðgerða, þora að sýna varnarleysi og taka erfiðar ákvarðanir, hafa sýn og setja vörður á leiðinni. Einnig þora þau að segja „ég veit ekki“ þegar svo ber undir,“ segir Ingunn. Að sögn Ingunnar mun reyna á þrautseigju og seiglu hjá öllum næstu misseri. „Ég vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins og leggja áherslu á teymishugsun og samvinnu, reglulega upplýsingamiðlun, hlustun, hvatningu, pepp og hæfni til að breyta um stefnu og viðurkenna mistök“ segir Ingunn. Sjálf segist Ingunn vonast til þess að í kjölfar kórónufaraldursins verði aukin virðing borin fyrir sérfræði- og vísindaþekkingu. „Covid verður ekki leyst nema með aðkomu sérfræðinga, sú leið að tala niður sérfræðinga er ekki vænleg til árangurs, engin hlustun né samvinna“ segir Ingunn. Loks segist Ingunn vilja vitna í annan sterkan leiðtoga og fyrirmynd sem Íslendingar eigi en það sé Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti. „Á 90 ára afmælisdegi hennar í ár, svaraði hún að það sem einkenndi íslenska þjóð á tímum kreppu, væri seiglan“ segir Ingunn og bætir við „Ég trúi því að við komumst í gegnum þessa tíma, en til þess þurfum við að standa saman. Þríeykið og við. Við erum eitt teymi!“
Stjórnun Mannauðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Íslenskir stjórnendur eru harðduglegir, þrautseigir og gefast ekki upp Torben Nielsen segir einkenni íslenskra stjórnenda samofin sögu þjóðarinnar. Þeir séu harðduglegir, þrautseigir og gefist ekki upp. 2. september 2020 14:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Íslenskir stjórnendur eru harðduglegir, þrautseigir og gefast ekki upp Torben Nielsen segir einkenni íslenskra stjórnenda samofin sögu þjóðarinnar. Þeir séu harðduglegir, þrautseigir og gefist ekki upp. 2. september 2020 14:00
Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09