Hvað er málið með stjórnarskrána? Bergljót Gunnlaugsdóttir skrifar 1. september 2020 10:00 „Á Íslandi er lýðræði“ og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann. Lýðræði er ekki ástand sem er ákveðið í eitt skipti og gildir sjálfkrafa að öllu leyti endalaust, það er heldur ekki óumbreytanlegur staðall sem virkar eins við allar aðstæður og áskoranir. Það eru jafnmargar missterkar útgáfur af lýðræði og þau lönd sem kenna sig við það eru þó afar ólík vegna mismunandi kringumstæðna frá þeim tíma sem hefðirnar urðu til. Nútímalegri þættir hafa einnig mikið að segja; ójafnræði áhrifavalda sem gæti lýst sér t.d. í eignarhaldi fjársterkra hagsmunahópa á fjölmiðlum með tilheyrandi stjórnun, þöggun, brogaðar umfjöllunar eða upplýsingastreymis á staðreyndum. Eins og allar lifandi og mannlegar uppfinningar í samfélögum sem eru í sífelldri þróun af einhverju tagi, (sum taka skref aftur ábak svo tvö fram) þarf skipulagið lýðræði aðhald, upplýsingar, umræðu og opnar áhrifaleiðir ólíkra hagsmuna og þrýstihópa, þ.e. lifandi afskipti. En stundum bera starf og aðgerðir fjöldans, þ.e. lýðsins sem á að ráða, ekki árangur sem skyldi og jafnvel fulltrúar lýðsins sjá hag sínum betur borgið með því að skipta leynt eða ljóst um umbjóðendur og taka auðveldu leiðina út. Sérstaklega gengur almenningur á vegg þegar mikir hagsmunir liggja undir hjá þeim sem hafa hag af óbreyttu ástandi og þeirra sem að hag af því að vera þeim hliðhollir. Við vitum það bæði vegna sögulegra staðreynda og vegna atburða líðandi stundar víða um lönd að lýðræði á ekki alltaf auðvelt uppdráttar, jafnvel í svokölluðum lýðræðisríkjum. Efnahagslegir, atvinnulegir eða félagslegir hagsmunir aðila sem sumir hverjir eru kosnir á þing áratugum saman eru ekki alltaf þeir sömu og almennings. Vald spillir, hagsmunir skapa viðhorf, ráða atkvæðum og fáir fara upp á móti straumnum. Grundvöllurinn og lykillinn að öllu alvöru lýðræði er að lýðurinn, fólkið, þjóðin, þ.e. almenningur í landinu sé hinn eini sanni höfundur þeirrar stjórnarskrár sem það hefur, - ekkert annað er lýðræði. Í lýðræði á það að vera fólkið sem setur leikreglurnar og valdhöfunum mörk, eins og í „eftir þessu megið og eigið þið að starfa fyrir okkur“ því stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er æðstu löglandsins og þingið má ekki setja lög í bága við hana, hún er undirstaða alls annars þó löggjafarvaldið liggi hjá alþingi og dómsvaldið hjá dómstólum. T.d. mætti ekki selja fyrir slikk, veiðiheimildir eða vatnsaflsréttindi til vildarvina, styrktaraðila eða annara valdamikilla aðila ef ákvæði væri í gildi sem segði að þjóðin ætti auðlindir landsins (sem ekki eru í einkaeigu) og þ.a.l. ætti hún rétt á sanngjörnu markaðsverði fyrir þær. Það verður að teljast á móti hagsmunum þjóðar að geta ekki lögleitt þessa kröfu, arðins er þörf, t.d. í uppbyggingu innviða. Almenningur er farin að skipuleggja sig þó seinþreyttur sé til vandræða því að ört stækkandi hluta hans er farið að ofbjóða rækilega og sér merki greinilegrar misskiptingar, spillingar og ójafnræðis. Sýnir Íslandssaga síðustu áratuga okkur það ekki? Það góða við erfiðleika er að þeir geta kennt okkur svo mikið. Hrunið 2008 og árin eftir það skildu eftir sig mikil og stór skilaboð. Stjórnvöld sem áttu að tryggja efnahagsleg öryggi, fagleg vinnubrögð, regluverk og afkomu þjóðarinnar brugðust stórkostlega. Fulltrúarnirsem við ákváðum að treysta í verkefnin reyndust því miður ekki traustsins verðir. Hrikaleg staðreynd blasti við íslendingum. Eðlilega voru þeir ekki ánægðir með forystu sem ekki var treystandi til stjórnunar eða fyrir hagsmunum okkar. Hvað gerðum við þá? – við beisluðum ólguna og sættumst á að taka málin í eigin hendur, þar sem þau eiga heima og héldum lýðræðislegan þjóðfund sem vann ötullega að því að komast að því hvaða gildi við íslendingar vildum leggja áherslu á. Næsta skref var lýðræðislega kosið stjórnlagaráð. Ráðið fékk niðurstöður þjóðfundar til hliðsjónar. Því fór svo að á herðum þúsund manna þjóðfundar og árslangri sérfræðivinnu 7 manna stjórnlaganefndar samdi 25 manna þjóðkjörið stjórnlagaráð drög að nýrri stjórnarskrá eftir langa og stranga vinnutörn, umræður og endalausar málamiðlanir. Niðurstaðan var allt að því kraftaverk því að fjölmargir komu að þessu ferli og auk þess erum við íslendingar erum ekki beinlínis þekkt fyrir að samþykkja aðrar skoðanir en okkar eigin. Þess skal einnig getið að stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafa haft stjórnarskrárnefnd árangurslaust að störfum í nokkra áratugi. Tillaga Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 2011 byggir að stærstum hluta (ca. 80%?) til á grunni gömlu stjórnarskrárinnar sem er næstum 150 ára gömul, (reyndar í raun eldri en frá 1874 því sú var ekki mikið breyttri frá endalokum einveldis í Danmörku árið 1849) – sem er ansi gamalt, ekki síst í ljósi mikilla þjóðfélagsbreytinga, t.a.m. kom ekki ein einasta kona að tilurð hennar og ekkert minnst á ansi mörg málefni samtímans. Þessi sameiginlega niðurstaða stjórnlagaráðsins var samþykkt í þjóðaatkvæðagreiðslu af meirihluta kjósenda. Þjóðin hafði eignast lýðræðislega unna eigin stjórnarskrá og ferilið var hárétt. Stjórnsýsluumbætur og nokkur ný atriði sem eiga heima i nútímanum voru þar, t.m.a. ákvæði um; Verndun náttúru Íslands sem undirstöðu lífs í landinu, auðlindirnar, upplýsingaréttur, félagsleg réttindi og réttur til heilbrigðisþjónustu, félaga-, funda-, ferða-, trú- og atvinnufrelsi, frelsi fjölmiðla, menningar og mennta,friðhelgi Alþingis og sjálfstæði þingmanna, ráðherraábyrgð, hagsmunaskráningu og vanhæfi. Réttláta málsmeðferð og bann við ómannúðlegri meðferð og herskyldu,skilyrði fyrirþjóðaratkvæðagreiðslu, upplýsinga- og sannleikskyldu auk þess um að ramsal ríkisvalds, t.d. vegna alþjóðlegra samninga, skal alltaf vera afturkræft. Nýja íslenska stjórnarskráin er til í öllum helstu bókabúðum landsins og á rafrænu formi. Svik stjórnvalda við að innleiða þessa einu lýðræðislega unnu stjórnarskrá þjóðarinnar, þ.e. hina einu réttu stjórnarskrá, eru ekki tilkomin vegna hagsmuna þjóðarinnar heldur teljast þessi svik þvert á móti vinna á móti hagsmunum hennar. Það má eflaust rekja til ýmissa efnisatriða hennar, t.d. um eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum og kröfuna um sanngjarnt markaðsverð fyrir nýtingu þeirra. Nema stjórnvöld séu beinlínis á móti raunverulegu lýðræði sem er næstum óhugsandi - nema þau hafi óbeinan hag af öðru. Þau hafa a.m.k. lagt nokkuð á sig fyrir sýndarlýðræði til að friða og blása ryki í augu almennings, t.a.m. „rökræðukönnun“ – þar sem helstu hagsmunamál eins og t.d. auðlindaákvæði nýju stjórnarskrárinnar var ekki til umræðu. Ástæðan sem gefin var, byggðist á því að það væri búið að ganga frá því máli – af formönnum stjórnmálaflokkanna sem þó eru ekki raunverulegir eigendur auðlindanna, það er fólkið í landinu. Þegar leiðir stjórnvalda og þjóðar liggja augljóslega alls ekki saman, þá hlýtur sú spurning að skjóta upp kollinum, hver eigi þetta samfélag, landið og miðin, er það nokkuð munaðarlaust og varnarlaust gegn arðráni og ódýrri sölu eða ætlum við almenningur að bera gæfu til að taka það sem er okkar? - Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í undirskriftasöfnuninni á nystjornarskra.is. Höfundur er Evrópufræðingur, upplýsingafræðingur með kennsluréttindi, stjórnsýslugráðu og lærður leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Tengdar fréttir Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. 26. ágúst 2020 10:30 Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Fæst okkar leiðum hugann að réttinum til að mega tjá okkur óhindrað enda getum við Íslendingar gert það óttalaust og án ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. 20. ágúst 2020 14:00 Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
„Á Íslandi er lýðræði“ og þar með er málið afgreitt og þarf ekki að ræða frekar, meirihlutinn ræður – eða er það ekki annars? Vangaveltur fagfólks, umræða og nánari skoðanir hafa leitt í ljós að þetta er hreint ekki alveg svona einfalt og vaxandi fjöldi fólks er orðin efins, ekki síst vegna aukinnar misskiptingar, ójafnræðis og forgangsröðunar sem augljóslega geta ekki talist til hagsbóta fyrir meirihlutann. Lýðræði er ekki ástand sem er ákveðið í eitt skipti og gildir sjálfkrafa að öllu leyti endalaust, það er heldur ekki óumbreytanlegur staðall sem virkar eins við allar aðstæður og áskoranir. Það eru jafnmargar missterkar útgáfur af lýðræði og þau lönd sem kenna sig við það eru þó afar ólík vegna mismunandi kringumstæðna frá þeim tíma sem hefðirnar urðu til. Nútímalegri þættir hafa einnig mikið að segja; ójafnræði áhrifavalda sem gæti lýst sér t.d. í eignarhaldi fjársterkra hagsmunahópa á fjölmiðlum með tilheyrandi stjórnun, þöggun, brogaðar umfjöllunar eða upplýsingastreymis á staðreyndum. Eins og allar lifandi og mannlegar uppfinningar í samfélögum sem eru í sífelldri þróun af einhverju tagi, (sum taka skref aftur ábak svo tvö fram) þarf skipulagið lýðræði aðhald, upplýsingar, umræðu og opnar áhrifaleiðir ólíkra hagsmuna og þrýstihópa, þ.e. lifandi afskipti. En stundum bera starf og aðgerðir fjöldans, þ.e. lýðsins sem á að ráða, ekki árangur sem skyldi og jafnvel fulltrúar lýðsins sjá hag sínum betur borgið með því að skipta leynt eða ljóst um umbjóðendur og taka auðveldu leiðina út. Sérstaklega gengur almenningur á vegg þegar mikir hagsmunir liggja undir hjá þeim sem hafa hag af óbreyttu ástandi og þeirra sem að hag af því að vera þeim hliðhollir. Við vitum það bæði vegna sögulegra staðreynda og vegna atburða líðandi stundar víða um lönd að lýðræði á ekki alltaf auðvelt uppdráttar, jafnvel í svokölluðum lýðræðisríkjum. Efnahagslegir, atvinnulegir eða félagslegir hagsmunir aðila sem sumir hverjir eru kosnir á þing áratugum saman eru ekki alltaf þeir sömu og almennings. Vald spillir, hagsmunir skapa viðhorf, ráða atkvæðum og fáir fara upp á móti straumnum. Grundvöllurinn og lykillinn að öllu alvöru lýðræði er að lýðurinn, fólkið, þjóðin, þ.e. almenningur í landinu sé hinn eini sanni höfundur þeirrar stjórnarskrár sem það hefur, - ekkert annað er lýðræði. Í lýðræði á það að vera fólkið sem setur leikreglurnar og valdhöfunum mörk, eins og í „eftir þessu megið og eigið þið að starfa fyrir okkur“ því stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er æðstu löglandsins og þingið má ekki setja lög í bága við hana, hún er undirstaða alls annars þó löggjafarvaldið liggi hjá alþingi og dómsvaldið hjá dómstólum. T.d. mætti ekki selja fyrir slikk, veiðiheimildir eða vatnsaflsréttindi til vildarvina, styrktaraðila eða annara valdamikilla aðila ef ákvæði væri í gildi sem segði að þjóðin ætti auðlindir landsins (sem ekki eru í einkaeigu) og þ.a.l. ætti hún rétt á sanngjörnu markaðsverði fyrir þær. Það verður að teljast á móti hagsmunum þjóðar að geta ekki lögleitt þessa kröfu, arðins er þörf, t.d. í uppbyggingu innviða. Almenningur er farin að skipuleggja sig þó seinþreyttur sé til vandræða því að ört stækkandi hluta hans er farið að ofbjóða rækilega og sér merki greinilegrar misskiptingar, spillingar og ójafnræðis. Sýnir Íslandssaga síðustu áratuga okkur það ekki? Það góða við erfiðleika er að þeir geta kennt okkur svo mikið. Hrunið 2008 og árin eftir það skildu eftir sig mikil og stór skilaboð. Stjórnvöld sem áttu að tryggja efnahagsleg öryggi, fagleg vinnubrögð, regluverk og afkomu þjóðarinnar brugðust stórkostlega. Fulltrúarnirsem við ákváðum að treysta í verkefnin reyndust því miður ekki traustsins verðir. Hrikaleg staðreynd blasti við íslendingum. Eðlilega voru þeir ekki ánægðir með forystu sem ekki var treystandi til stjórnunar eða fyrir hagsmunum okkar. Hvað gerðum við þá? – við beisluðum ólguna og sættumst á að taka málin í eigin hendur, þar sem þau eiga heima og héldum lýðræðislegan þjóðfund sem vann ötullega að því að komast að því hvaða gildi við íslendingar vildum leggja áherslu á. Næsta skref var lýðræðislega kosið stjórnlagaráð. Ráðið fékk niðurstöður þjóðfundar til hliðsjónar. Því fór svo að á herðum þúsund manna þjóðfundar og árslangri sérfræðivinnu 7 manna stjórnlaganefndar samdi 25 manna þjóðkjörið stjórnlagaráð drög að nýrri stjórnarskrá eftir langa og stranga vinnutörn, umræður og endalausar málamiðlanir. Niðurstaðan var allt að því kraftaverk því að fjölmargir komu að þessu ferli og auk þess erum við íslendingar erum ekki beinlínis þekkt fyrir að samþykkja aðrar skoðanir en okkar eigin. Þess skal einnig getið að stærstu stjórnmálaflokkar landsins hafa haft stjórnarskrárnefnd árangurslaust að störfum í nokkra áratugi. Tillaga Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 2011 byggir að stærstum hluta (ca. 80%?) til á grunni gömlu stjórnarskrárinnar sem er næstum 150 ára gömul, (reyndar í raun eldri en frá 1874 því sú var ekki mikið breyttri frá endalokum einveldis í Danmörku árið 1849) – sem er ansi gamalt, ekki síst í ljósi mikilla þjóðfélagsbreytinga, t.a.m. kom ekki ein einasta kona að tilurð hennar og ekkert minnst á ansi mörg málefni samtímans. Þessi sameiginlega niðurstaða stjórnlagaráðsins var samþykkt í þjóðaatkvæðagreiðslu af meirihluta kjósenda. Þjóðin hafði eignast lýðræðislega unna eigin stjórnarskrá og ferilið var hárétt. Stjórnsýsluumbætur og nokkur ný atriði sem eiga heima i nútímanum voru þar, t.m.a. ákvæði um; Verndun náttúru Íslands sem undirstöðu lífs í landinu, auðlindirnar, upplýsingaréttur, félagsleg réttindi og réttur til heilbrigðisþjónustu, félaga-, funda-, ferða-, trú- og atvinnufrelsi, frelsi fjölmiðla, menningar og mennta,friðhelgi Alþingis og sjálfstæði þingmanna, ráðherraábyrgð, hagsmunaskráningu og vanhæfi. Réttláta málsmeðferð og bann við ómannúðlegri meðferð og herskyldu,skilyrði fyrirþjóðaratkvæðagreiðslu, upplýsinga- og sannleikskyldu auk þess um að ramsal ríkisvalds, t.d. vegna alþjóðlegra samninga, skal alltaf vera afturkræft. Nýja íslenska stjórnarskráin er til í öllum helstu bókabúðum landsins og á rafrænu formi. Svik stjórnvalda við að innleiða þessa einu lýðræðislega unnu stjórnarskrá þjóðarinnar, þ.e. hina einu réttu stjórnarskrá, eru ekki tilkomin vegna hagsmuna þjóðarinnar heldur teljast þessi svik þvert á móti vinna á móti hagsmunum hennar. Það má eflaust rekja til ýmissa efnisatriða hennar, t.d. um eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum og kröfuna um sanngjarnt markaðsverð fyrir nýtingu þeirra. Nema stjórnvöld séu beinlínis á móti raunverulegu lýðræði sem er næstum óhugsandi - nema þau hafi óbeinan hag af öðru. Þau hafa a.m.k. lagt nokkuð á sig fyrir sýndarlýðræði til að friða og blása ryki í augu almennings, t.a.m. „rökræðukönnun“ – þar sem helstu hagsmunamál eins og t.d. auðlindaákvæði nýju stjórnarskrárinnar var ekki til umræðu. Ástæðan sem gefin var, byggðist á því að það væri búið að ganga frá því máli – af formönnum stjórnmálaflokkanna sem þó eru ekki raunverulegir eigendur auðlindanna, það er fólkið í landinu. Þegar leiðir stjórnvalda og þjóðar liggja augljóslega alls ekki saman, þá hlýtur sú spurning að skjóta upp kollinum, hver eigi þetta samfélag, landið og miðin, er það nokkuð munaðarlaust og varnarlaust gegn arðráni og ódýrri sölu eða ætlum við almenningur að bera gæfu til að taka það sem er okkar? - Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í undirskriftasöfnuninni á nystjornarskra.is. Höfundur er Evrópufræðingur, upplýsingafræðingur með kennsluréttindi, stjórnsýslugráðu og lærður leiðsögumaður.
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. 26. ágúst 2020 10:30
Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Fæst okkar leiðum hugann að réttinum til að mega tjá okkur óhindrað enda getum við Íslendingar gert það óttalaust og án ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. 20. ágúst 2020 14:00
Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25. júlí 2020 19:20
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar