Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. ágúst 2020 18:34 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að um 25 til 30 þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin. Vísir/Arnar Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. Sextíu og tveim af 133 starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn í morgun. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia en Isavia sagði upp 133 starfsmönnum fyrir helgi sem flestir störfuðu við öryggisleit. Þá var sextíu og níu manns ótilgreinds ferðaþjónustufyrirtækis einnig sagt upp. Hópuppsagnir segja þó ekki alla söguna þar sem mörg minni ferðaþjónustufyrirtæki hafa sagt upp fólki þessi mánaðarmót. „Staðan er mjög alvarleg. ferðaþjónustufyrirtæki eru núna annað hvort að segja upp starfsfólki eða segja fólki að það geti ekki fengið endurráðningu sem hafði von um það að fá endurráðningu inn í haustið,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum Fyrirtækin höfðu þá endurráðið starfsfólk tímabundið í sumar þegar fór að birta til. „Til dæmis ferðaskrifstofur sem eru að segja upp á milli tíu og tuttugu og upp í fjörutíu manns. Við vitum af fyrirtækjum sem eru ekki að endurráða á milli 30 og 50 manns þannig þetta er fljótt að hlaupa upp í nokkur hundruð manns sem við vitum að er verið að segja upp eða munu ekki hljóta endurráðningu sem þeir áttu von til,“ segir Jóhannes Þór. Þetta sé bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum sem tók gildi 19. ágúst. Um þrjátíu starfsmenn Kynnisferða fengu leiðinlegar fréttir í dag. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða.Vísir/Vilhelm „Við sögðum upp sex starfsmönnum og tímabundnum samningum sem við vorum búnir að ganga frá við um 25 starfsmenn þannig að við þurfum að segja öllum þessum samningum upp,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Styrkir myndu tryggja einhverjum starfsmönnum áframhaldandi vinnu Nú sé búið að segja upp 90 % af starfsfólki fyrirtækisins. „Það er ljóst að þessar aðgerðir sem tóku gildi 19. ágúst eru að hafa það mikil áhrif á ferðamenn að við munum ekki sjá þá koma til landsins á meðan þessar hömlur eru,“ segir hann. Hlutabótaleiðina hafi hjálpað í vor en nú vildi hann frekar sjá styrki frá stjórnvöldum. Það myndi gera fyrirtækjum kleift að halda einhverjum starfsmönnum í vinnu - sem gætu til að mynda haldið viðskiptasamböndum. „Til þess að vera tilbúin og vera til takist þegar ferðaþjónusta fer aftur af stað,“ segir Björn. „Því miður held ég að við séum að fara inn í jólavertíðina með svona 25 til 30 þúsund manns á atvinnuleysisskrá,“ segir Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00 Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. Sextíu og tveim af 133 starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn í morgun. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia en Isavia sagði upp 133 starfsmönnum fyrir helgi sem flestir störfuðu við öryggisleit. Þá var sextíu og níu manns ótilgreinds ferðaþjónustufyrirtækis einnig sagt upp. Hópuppsagnir segja þó ekki alla söguna þar sem mörg minni ferðaþjónustufyrirtæki hafa sagt upp fólki þessi mánaðarmót. „Staðan er mjög alvarleg. ferðaþjónustufyrirtæki eru núna annað hvort að segja upp starfsfólki eða segja fólki að það geti ekki fengið endurráðningu sem hafði von um það að fá endurráðningu inn í haustið,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum Fyrirtækin höfðu þá endurráðið starfsfólk tímabundið í sumar þegar fór að birta til. „Til dæmis ferðaskrifstofur sem eru að segja upp á milli tíu og tuttugu og upp í fjörutíu manns. Við vitum af fyrirtækjum sem eru ekki að endurráða á milli 30 og 50 manns þannig þetta er fljótt að hlaupa upp í nokkur hundruð manns sem við vitum að er verið að segja upp eða munu ekki hljóta endurráðningu sem þeir áttu von til,“ segir Jóhannes Þór. Þetta sé bein afleiðing af breyttum reglum á landamærunum sem tók gildi 19. ágúst. Um þrjátíu starfsmenn Kynnisferða fengu leiðinlegar fréttir í dag. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða.Vísir/Vilhelm „Við sögðum upp sex starfsmönnum og tímabundnum samningum sem við vorum búnir að ganga frá við um 25 starfsmenn þannig að við þurfum að segja öllum þessum samningum upp,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Styrkir myndu tryggja einhverjum starfsmönnum áframhaldandi vinnu Nú sé búið að segja upp 90 % af starfsfólki fyrirtækisins. „Það er ljóst að þessar aðgerðir sem tóku gildi 19. ágúst eru að hafa það mikil áhrif á ferðamenn að við munum ekki sjá þá koma til landsins á meðan þessar hömlur eru,“ segir hann. Hlutabótaleiðina hafi hjálpað í vor en nú vildi hann frekar sjá styrki frá stjórnvöldum. Það myndi gera fyrirtækjum kleift að halda einhverjum starfsmönnum í vinnu - sem gætu til að mynda haldið viðskiptasamböndum. „Til þess að vera tilbúin og vera til takist þegar ferðaþjónusta fer aftur af stað,“ segir Björn. „Því miður held ég að við séum að fara inn í jólavertíðina með svona 25 til 30 þúsund manns á atvinnuleysisskrá,“ segir Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00 Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. 30. ágúst 2020 19:00
Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18
Rúmlega sextíu manns sagt upp hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu Alls hefur 260 manns verið sagt upp í hópuppsögnum í ágústmánuði og síðasti dagur mánaðarins er ekki liðinn. 31. ágúst 2020 10:34