Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir faðmar Pernille Harder um leið og Wolfsburg leikmenninrir ganga framhjá. Getty/Sergio Perez Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Barton ákærður Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Barton ákærður Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Sjá meira