Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 23:00 Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin. Vísir/Getty Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. Mótmæli hafa brotist út í borginni eftir að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum. Greint var frá því í dag að heimsókn forsetans væri á dagskrá næstkomandi þriðjudag. Forsetinn myndi hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins komst að orði. Barnes segist ekki vongóður um að heimsókn forsetans hafi góð áhrif á ástandið. Landsþing Repúblikanaflokksins hafi að mestu snúist um að skapa sundrung og heift í garð ástandsins í Kenosha, en landsþingið fór fram í vikunni sem leið. Þá hafi forsetinn ekki sýnt réttindabaráttu svartra stuðning. „Svo ég veit ekki, miðað við fyrri fullyrðingar forsetans, hvort hann ætli sér að koma hingað til þess að vera hjálplegur. Við þurfum ekki á því að halda núna,“ sagði Barnes í samtali við CNN. Fleiri hafa gagnrýnt fyrirhugaða heimsókn forsetans og hafa efasemdaraddir heyrst innan Demókrataflokksins. Meðal þeirra sem segja heimsóknina vafasama er Cornell William Brooks, prófseeor við Harvard Kennedy skólann og fyrrum formaður samtakanna NAACP sem hafa barist fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Cornell William Brooks hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Hann stórefast um að heimsókn forsetans hafi jákvæð áhrif.Vísir/Getty „Hann er bókstaflega að breyta Kenosha í pólitískan leikmun, með mótmælin sem bakgrunn,“ sagði Brooks í viðtali við CNN. „Það sem ég held að muni gerast, hafandi skipulagt mörg mótmæli: Forsetinn mun gera slæma stöðu verri.“ Mótmælin hafa staðið yfir í tæpa viku, en tveir mótmælendur voru skotnir til bana af 17 ára dreng á þriðjudag sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Donald Trump Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. Mótmæli hafa brotist út í borginni eftir að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum. Greint var frá því í dag að heimsókn forsetans væri á dagskrá næstkomandi þriðjudag. Forsetinn myndi hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins komst að orði. Barnes segist ekki vongóður um að heimsókn forsetans hafi góð áhrif á ástandið. Landsþing Repúblikanaflokksins hafi að mestu snúist um að skapa sundrung og heift í garð ástandsins í Kenosha, en landsþingið fór fram í vikunni sem leið. Þá hafi forsetinn ekki sýnt réttindabaráttu svartra stuðning. „Svo ég veit ekki, miðað við fyrri fullyrðingar forsetans, hvort hann ætli sér að koma hingað til þess að vera hjálplegur. Við þurfum ekki á því að halda núna,“ sagði Barnes í samtali við CNN. Fleiri hafa gagnrýnt fyrirhugaða heimsókn forsetans og hafa efasemdaraddir heyrst innan Demókrataflokksins. Meðal þeirra sem segja heimsóknina vafasama er Cornell William Brooks, prófseeor við Harvard Kennedy skólann og fyrrum formaður samtakanna NAACP sem hafa barist fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Cornell William Brooks hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Hann stórefast um að heimsókn forsetans hafi jákvæð áhrif.Vísir/Getty „Hann er bókstaflega að breyta Kenosha í pólitískan leikmun, með mótmælin sem bakgrunn,“ sagði Brooks í viðtali við CNN. „Það sem ég held að muni gerast, hafandi skipulagt mörg mótmæli: Forsetinn mun gera slæma stöðu verri.“ Mótmælin hafa staðið yfir í tæpa viku, en tveir mótmælendur voru skotnir til bana af 17 ára dreng á þriðjudag sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn.
Donald Trump Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16 Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúm sitt. 28. ágúst 2020 21:16
Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40