Íslenski boltinn

Fram á toppinn og á­fram gera Eyja­menn jafn­tefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Martin skoraði mark ÍBV í dag.
Gary Martin skoraði mark ÍBV í dag. vísir/daníel

Fram er komið á topp Lengjudeildarinnar í knattspyrnu en 2-1 endurkomusigur gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag.

Andri Freyr Jónasson kom Aftureldingu yfir á 28. mínútu en tólf mínútum síðar jafnaði Alexander Már Þorláksson metin. 1-1 í hálfleik.

Þórir Guðjónsson skoraði svo sigurmark Fram á 50. mínútu en heimamenn voru einum manni færri eftir að xx fékk sitt annað gula spjald stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Fram er á toppnum með 27 stig, þremur stigum á undan Keflavík, en Afturelding er í 8. sætinu með tólf stig.

Víkingur Ólafsvík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Ólafsvík. Eyjamenn komust yfir á tíu mínútu en Gonzalo Zamorano jafnaði metin á 38. mínútu.

Þrátt fyrir að Ólafsvíkingar hafi fengið rautt spjald á 38. mínútu og Eyjamenn leikið einum manni fleiri í um 50 mínútur náðu þeir ekki að tryggja sér sigurinn.

Sjötta jafntefli ÍBV í fyrstu tólf leikjunum en liðið er enn taplaust. ÍBV er í 3. sætinu með 24 stig en Ólafsvík í 9. sætinu, fjórum stigum frá fallsæti.

Grindavík er komið með 20 stig eftir þriðja sigurinn í röð. Liðið vann 2-1 sigur á Vestra í dag en Joseph Zeba og Aron Jóhannsson skoruðu mörk Grindavíkur en Gunnar Jónas Hauksson mark Vestra.

Vestri er í 7. sætinu með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×