Lýst eftir umhverfisáherslum! Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. ágúst 2020 14:45 Af hverju er áhersla á umhverfismál ekki alltumlykjandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem við ræðum nú á Alþingi? Af hverju er ekki verið að verja hluta fjármagnsins í atvinnuskapandi aðgerðir til að draga úr mengun í landbúnaði og samgöngum? Af hverju er ekki verið að leggja aukinn kraft í atvinnuskapandi rannsóknir á grænni tækni? Hvar eru umhverfissjónarmiðin þegar samningar standa yfir um ríkisábyrgð fyrir Icelandair? Hvar er umhverfisráðherra þegar offramboð er af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlafundum þar sem fjallað er um kórónuveirutengd mál? Heimurinn „mun [...] aldrei verða á sama rólinu aftur. Við verðum að átta okkur á því að við munum ekki leita inn í nákvæmlega eins hagkerfi. [...] Þetta mun breyta mörgu í samskiptum í heiminum og hvernig menn munu hugsa.“ Þessi orð lét Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, falla á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í lok febrúar sl. Hann fékk sérstakt lof fyrir þessa framsýni, enda eigum við henni ekki að venjast hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. En voru þetta bara orðin tóm eða nær hin nýja hugsun ríkisstjórnarinnar ekki til umhverfisverndar? Umhverfismál, sér í lagi loftslagsmál þar sem við erum í miklum vanda varðandi það að mæta alþjóðlegum skuldbindingum, verða að vera í forgrunni hjá stjórnvöldum. Við stöndum frammi fyrir nýjum og krefjandi úrlausnarefnum sem kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn og skattar.Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnvalda er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við í Viðreisn teljum að nú sé lag til að leggja virkilegan kraft í þessi mál. En þá þarf líka vilja stjórnvalda til. Er sá vilji til staðar? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju er áhersla á umhverfismál ekki alltumlykjandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem við ræðum nú á Alþingi? Af hverju er ekki verið að verja hluta fjármagnsins í atvinnuskapandi aðgerðir til að draga úr mengun í landbúnaði og samgöngum? Af hverju er ekki verið að leggja aukinn kraft í atvinnuskapandi rannsóknir á grænni tækni? Hvar eru umhverfissjónarmiðin þegar samningar standa yfir um ríkisábyrgð fyrir Icelandair? Hvar er umhverfisráðherra þegar offramboð er af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlafundum þar sem fjallað er um kórónuveirutengd mál? Heimurinn „mun [...] aldrei verða á sama rólinu aftur. Við verðum að átta okkur á því að við munum ekki leita inn í nákvæmlega eins hagkerfi. [...] Þetta mun breyta mörgu í samskiptum í heiminum og hvernig menn munu hugsa.“ Þessi orð lét Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, falla á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í lok febrúar sl. Hann fékk sérstakt lof fyrir þessa framsýni, enda eigum við henni ekki að venjast hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. En voru þetta bara orðin tóm eða nær hin nýja hugsun ríkisstjórnarinnar ekki til umhverfisverndar? Umhverfismál, sér í lagi loftslagsmál þar sem við erum í miklum vanda varðandi það að mæta alþjóðlegum skuldbindingum, verða að vera í forgrunni hjá stjórnvöldum. Við stöndum frammi fyrir nýjum og krefjandi úrlausnarefnum sem kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn og skattar.Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnvalda er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við í Viðreisn teljum að nú sé lag til að leggja virkilegan kraft í þessi mál. En þá þarf líka vilja stjórnvalda til. Er sá vilji til staðar? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar