KSÍ fékk engar ábendingar um brotalamir varðandi áhorfendur Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 11:15 Sótthreinsa ber bolta í hvert sinn sem hann fer út af í fótboltaleikjum, samkvæmt sóttvarnareglum KSÍ sem sóttvarnalæknir samþykkti. VÍSIR/VILHELM Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. KSÍ fékk enga áminningu frá heilbrigðisyfirvöldum um að sóttvörnum hefði verið ábótavant á fótboltaleikjum í sumar, þegar áhorfendur voru leyfðir. Þeir hafa verið bannaðir á leikjum frá því að íþróttastarf hófst að nýju 14. ágúst, eftir hálfs mánaðar hlé vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins. „Það fóru fram fleiri hundruð leikja með áhorfendum og ég tel að almennt hafi framkvæmdin verið mjög góð. Það má vera að einhvers staðar hafi verið brotalöm í einhverjum tilvikum varðandi sóttvarnir og hólfaskiptingu en þá er auðvitað endilega að benda á það og við lögum það saman. Svona svipað og er með veitingastaðina,“ segir Guðni við Vísi. Guðni Bergsson er formaður KSÍ.vísir/vilhelm Í byrjun keppnistímabilsins giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna útbreiðslu smita í samfélaginu. „Þetta er hvað öruggasta umhverfið“ Í dag mega 100 manns koma saman á veitingastöðum, í IKEA og fermingarveislum, svo dæmi sé tekið, þó virða beri tveggja metra regluna, en ekki í stúkum knattspyrnuvalla. Heyra mátti á staðgengli sóttvarnalæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, á upplýsingafundi í gær að ekki hefði tekist nægilega vel til með hólfaskiptingu og fleira á íþróttaviðburðum. „Við erum í samskiptum við stjórnvöld varðandi þetta mál og viljum endilega að við finnum lausn á því að 100 manna samkomur verði leyfðar á íþróttaleikjum líkt og annars staðar. Við bendum á það að þetta er hvað öruggasta umhverfið; undir beru lofti og oftast mikið og gott pláss,“ segir Guðni, og bætir við: „Ég veit ekki heldur til þess að greinst hafi smit sem komið hefur til vegna fótboltaleikja á meðal áhorfenda eða inni á leikvelli.“ „Bjartsýnn á að við finnum lausn“ Kamilla sagði í gær að til athugunar væri að leyfa áhorfendur að nýju, og Guðni segir afar mikilvægt að það gangi eftir. „Þetta er að valda félagsliðunum fjárhagslegu tjóni sem að hægt er að koma í veg fyrir með eðlilegri útfærslu á reglunum. Ég er bjartsýnn á að við finnum lausn enda eru sterk, efnisleg rök fyrir því. Það er ekki gott ef að það er ekki samræmi í útfærslu á þessum reglum og við eigum vel að geta fundið ásættanlega lausn á þessu.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti