Innlent

Þrjú innanlandssmit og öll í sóttkví

Sylvía Hall skrifar
_VIL4260
Vísir/Vilhelm

Þrír einstaklingar greindust með veiruna innanlands í gær. Þrjú greindust með virkt smit við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í þremur tilfellum. Öll sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu. 

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is. 

Áfram eru 113 í einangrun líkt og í gær, en fimm hafa lokið einangrun milli daga. 1.072 eru í sóttkví líkt og í gær, en 27 hafa lokið sóttkví síðan í gær. Flestir eru í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu eða alls 845.

Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar. 

710 einkennasýni voru tekin hjá sýkla- og veirufræðideildinni og Íslenskri erfðagreiningu og 1.116 við landamærin. Þrettán voru tekin í annarri skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur er áfram 18,8. Þá er nýgengi landamærasmita nú 9,8, en var 11,2 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×