Innlent

Bein út­sending: Birting lýð­heilsu­vísa í Grinda­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Alma D. Möller landlæknir mun flytja erindi á viðburðinum.
Alma D. Möller landlæknir mun flytja erindi á viðburðinum. Vísir/Vilhelm

Lýðheilsuvísar 2024 verða kynntir á viðburði sem fram fer í Grindavík milli klukkan 11 og 13 í dag. Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi.

Á vef embættis landlæknis segir að Lýðheilsuvísar séu safn mælikvarða sem gefi vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og tengda þætti.

„Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2016 og annað árið í röð eru gefnir út lýðheilsuvísar fyrir fjölmennustu sveitarfélögin. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, þ.m.t. Heilsueflandi samfélögum, og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og meta þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að bættri heilsu og líðan,“ segir á vef landlæknis.

Hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan.

Dagskrá

Ávarp

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar

Vöktun embættis landlæknis

Alma D. Möller, landlæknir

Lýðheilsuvísar tengdir samfélaginu og heilsu og sjúkdómum

Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga, embætti landlæknis

Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum og líðan

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs, embætti landlæknis

Hagnýt notkun lýðheilsuvísa við skipulag heilbrigðisþjónustu HSS

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja




Fleiri fréttir

Sjá meira


×