Reglunum breytt eftir undanþágu Slóvaka | Enska landsliðið skikkað í skimun Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 14:43 Marcus Rashford, Harry Kane og Raheem Sterling þurfa að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli. VÍSIR/GETTY Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Enska karlalandsliðið í fótbolta, sem og önnur erlend íþróttalið sem koma til Íslands, þurfa hér eftir að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Slóvakíska liðið Dunajská Streda lenti á Íslandi í fyrradag, vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, og hafði hópurinn fengið undanþágu frá skimun. Líkt og önnur erlend íþróttalið sem hingað koma hefur liðið svo verið í svokallaðri vinnustaðasóttkví sem þýðir að liðið má æfa saman og spila leikinn við FH. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði á upplýsingafundi í dag að nú væri búið að breyta reglunum svo að öll íþróttalið sem hingað kæmu yrðu skylduð til að fara í skimun. „Ekki gott mál“ „Almennt í þessum vinnustaðasóttkvíarúrræðum þá krefst vinnuveitandi eða verkkaupi hér á landi þess yfirleitt að fólk sem komi á þessu forsendum fari í skimun. Það hefur ekki verið krafa frá okkur, enda er valið samkvæmt reglugerð,“ sagði Kamilla. „Hins vegar er ekki gott mál að þarna kemur stór hópur manna sem hefur ekki farið í skimun á landamærunum. Vissulega hafa þeir farið í skimun fyrir nokkrum dögum samkvæmt reglugerð UEFA, og enginn í þeirra hópi var jákvæður, svo þeir eru ekki í tengslum við tilfelli svo að vitað sé. Þeirra undanþága gildir. Hins vegar er búið að skýra það með lögfræðingum ráðuneytisins að við megum setja sérstakar reglur í ákveðin vinnustaðasóttkvíarúrræði, og því hefur verið breytt. Hér eftir, ef það koma íþróttalið á svona undanþágu, þá verða þau að fara í skimun. Annars fellur undanþágan úr gildi og þá fyrirgera þau rétti sínum til að leika hér við íslensk lið,“ sagði Kamilla. Aðspurð hvort að FH-ingar færu í skimun eftir leikinn í dag sagði Kamilla að ekki yrði gerð krafa um það: „Þeir fara ekki í sóttkví, nema að það komi upp smit í röðum leikmannanna sem þeir eru að fara að spila við.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA FH Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. 26. ágúst 2020 16:30