Íslenski boltinn

Norwich lánar ÍA Ísak

Sindri Sverrisson skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson hefur leikið með U23-liði Norwich.
Ísak Snær Þorvaldsson hefur leikið með U23-liði Norwich. mynd/@norwich

Hinn 19 ára gamli Ísak Snær Þorvaldsson mun klára leiktíðina með ÍA í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en hann kemur til félagsins að láni frá enska félaginu Norwich.

Ísak hefur undanfarið verið að láni hjá St Mirren í Skotlandi en þeim tíma er lokið og gefst Ísak nú kostur á að spila sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi. Hann er uppalinn hjá Aftureldingu en fór þaðan til Norwich sumarið 2017.

Ísak lék með U23-liði Norwich síðasta vetur, alls 14 leiki á tímabilinu, og enska félagið óskar honum alls hins besta í haust. Hann er með samning við Norwich til ársins 2022.

Næsti leikur ÍA er gegn KR á Meistaravöllum á sunnudaginn en liðið mætir svo HK 13. september í fyrsta leik eftir landsleikjahléið.

ÍA greindi svo frá því í dag að miðvörðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson hefði framlengt samning sinn við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×