Messi tjáir sig: Ég mun biðja Guardiola um að hjálpa mér að komast til Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 09:30 Lionel Messi vill ekki spila aftur fyrir Barcelona. EPA-EFE/Manu Fernandez Lionel Messi hefur veitt sitt óformlegt fyrsta viðtal um stöðu mála milli sín og Barcelona en það stefnir í mjög ljótan endi á stórkostlegum ferli argentínska snillingsins í Barcelona. Eins og allir fjölmiðlar heimsins hafa fjallað ítarlega um síðasta sólarhringinn þá hefur Lionel Messi tekið þá ákvörðun að yfirgefa Barcelona þótt hann eigi enn eitt ár eftir af samningnum sínum. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað yfir sex hundruð mörk fyrir félagið sem hann hefur nú spilað með á sextán leiktíðum á Spáni. Messi skrifaði undir nýjasta samninginn sinn í nóvember 2017 og það kostar yfir 700 milljónir evra að kaupa hann út úr honum. Messi se va de Barcelona: las tapas de los diarios de mañana, con el City en la mira https://t.co/ytw8f0jpzM pic.twitter.com/JjjqzNkJVr— LA NACION Deportes (@DeportesLN) August 27, 2020 Messi var hins vegar með uppsagnarákvæði en það rann út í júlí. Messi telur það vera enn í gildi af því að tímabilið kláraðist í ágúst en ekki í lok maí vegna kórónuveirufaraldursins. Málið endar því næsta víst í réttarsal og það er enginn sáttartónn í Messi í sjálfum ef marka má fyrsta viðtalið sem hann hefur gefið eftir þess ákvörðun sína. Argentínska blaðið La Nacion náði í aðila nákomnum Lionel Messi og fengu þannig að vita betur hvað er í gangi. „Ég hef tekið þá ákvörðun að yfirgefa Barcelona með Antonellu (eiginkonan). Þetta særir mína sál en þetta er búið og gert. Hringurinn er fullkominn,“ sagði Messi samkvæmt því sem La Nacion hefur eftir honum. 'I have made the decision to leave Barcelona with Antonella. It hurts my soul, but it's done. The cycle is complete. I will talk with Guardiola for him to sort out my arrival at Manchester City. They play incredible football and it s what I want'https://t.co/ndRlJKOsWd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 „Ég mun ræða við Guardiola og biðja hann um að hjálpa mér að komast til Manchester City. Þeir spilar ótrúlegan fótbolta og það er það sem ég vil,“ sagði Lionel Messi. Framtíð Lionel Messi er í uppnámi því Barcelona mun ekki hleypa honum til Manchester City án þess að fara með málið fyrir dómstóla. Eins fallegur og ferill Messi hjá Barcelona hefur verið lengi þá stefnir í mjög ljótan endi. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Lionel Messi hefur veitt sitt óformlegt fyrsta viðtal um stöðu mála milli sín og Barcelona en það stefnir í mjög ljótan endi á stórkostlegum ferli argentínska snillingsins í Barcelona. Eins og allir fjölmiðlar heimsins hafa fjallað ítarlega um síðasta sólarhringinn þá hefur Lionel Messi tekið þá ákvörðun að yfirgefa Barcelona þótt hann eigi enn eitt ár eftir af samningnum sínum. Lionel Messi hefur unnið 33 titla með Barcelona og skorað yfir sex hundruð mörk fyrir félagið sem hann hefur nú spilað með á sextán leiktíðum á Spáni. Messi skrifaði undir nýjasta samninginn sinn í nóvember 2017 og það kostar yfir 700 milljónir evra að kaupa hann út úr honum. Messi se va de Barcelona: las tapas de los diarios de mañana, con el City en la mira https://t.co/ytw8f0jpzM pic.twitter.com/JjjqzNkJVr— LA NACION Deportes (@DeportesLN) August 27, 2020 Messi var hins vegar með uppsagnarákvæði en það rann út í júlí. Messi telur það vera enn í gildi af því að tímabilið kláraðist í ágúst en ekki í lok maí vegna kórónuveirufaraldursins. Málið endar því næsta víst í réttarsal og það er enginn sáttartónn í Messi í sjálfum ef marka má fyrsta viðtalið sem hann hefur gefið eftir þess ákvörðun sína. Argentínska blaðið La Nacion náði í aðila nákomnum Lionel Messi og fengu þannig að vita betur hvað er í gangi. „Ég hef tekið þá ákvörðun að yfirgefa Barcelona með Antonellu (eiginkonan). Þetta særir mína sál en þetta er búið og gert. Hringurinn er fullkominn,“ sagði Messi samkvæmt því sem La Nacion hefur eftir honum. 'I have made the decision to leave Barcelona with Antonella. It hurts my soul, but it's done. The cycle is complete. I will talk with Guardiola for him to sort out my arrival at Manchester City. They play incredible football and it s what I want'https://t.co/ndRlJKOsWd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 „Ég mun ræða við Guardiola og biðja hann um að hjálpa mér að komast til Manchester City. Þeir spilar ótrúlegan fótbolta og það er það sem ég vil,“ sagði Lionel Messi. Framtíð Lionel Messi er í uppnámi því Barcelona mun ekki hleypa honum til Manchester City án þess að fara með málið fyrir dómstóla. Eins fallegur og ferill Messi hjá Barcelona hefur verið lengi þá stefnir í mjög ljótan endi.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira