Southgate valdi Maguire í hópinn sem kemur til Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 13:40 Maguire kemur með Kane og Rashford til Íslands. Mike Hewitt/Getty Images Gareth Southgate er búinn að velja enska landsliðshópinn sem kemur til Íslands og mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Allar helstu stjörnur liðsins eru í hópnum og skiptir litlu þó margir leikmenn hafi verið að ljúka tímabilinu með félagsliði sínu fyrir aðeins örfáum dögum. Það er ljóst að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér alls ekki að tapa gegn Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Búið er að opinbera hvaða leikmenn hann hefur valið í komandi verkefni. England's latest squad is in! Thoughts? pic.twitter.com/YoTDPz2C0b— Match of the Day (@BBCMOTD) August 25, 2020 Allar helstu stjörnur Englands eru í hópnum nema þær sem ekki gáfu kost á sér vegna meiðsla. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í hópnum en hann óvíst var með þátttöku hans eftir að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos nýverið. Það skiptir Southgate litlu þó leikmenn séu tiltölulega nýfarnir í sumarfrí en ásamt Maguire eru þeir Marcus Rashford og Mason Greenwood, framherjar Man United, einnig í hópnum. Þá eru Raheem Sterling, Kyle Walker og Phil Foden, leikmenn Manchester City, í hópnum. Athygli vekur að Jack Grealish er ekki í hópnum en ekki er talið að hann sé að glíma við meiðsli. Þeir Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain [leikmenn Liverpool], Ben Chilwell og James Maddison [leikmenn Leicester City] eru hins vegar allir fjarverandi vegna meiðsla. Forvitnilegt verður að sjá hvaða markvörður byrjar leikinn gegn Íslandi en talið er að sæti Jordan Pickford í byrjunarliði Englands sé í hættu. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur, 5. september, klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00 Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30 Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Gareth Southgate er búinn að velja enska landsliðshópinn sem kemur til Íslands og mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Allar helstu stjörnur liðsins eru í hópnum og skiptir litlu þó margir leikmenn hafi verið að ljúka tímabilinu með félagsliði sínu fyrir aðeins örfáum dögum. Það er ljóst að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér alls ekki að tapa gegn Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Búið er að opinbera hvaða leikmenn hann hefur valið í komandi verkefni. England's latest squad is in! Thoughts? pic.twitter.com/YoTDPz2C0b— Match of the Day (@BBCMOTD) August 25, 2020 Allar helstu stjörnur Englands eru í hópnum nema þær sem ekki gáfu kost á sér vegna meiðsla. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í hópnum en hann óvíst var með þátttöku hans eftir að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos nýverið. Það skiptir Southgate litlu þó leikmenn séu tiltölulega nýfarnir í sumarfrí en ásamt Maguire eru þeir Marcus Rashford og Mason Greenwood, framherjar Man United, einnig í hópnum. Þá eru Raheem Sterling, Kyle Walker og Phil Foden, leikmenn Manchester City, í hópnum. Athygli vekur að Jack Grealish er ekki í hópnum en ekki er talið að hann sé að glíma við meiðsli. Þeir Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain [leikmenn Liverpool], Ben Chilwell og James Maddison [leikmenn Leicester City] eru hins vegar allir fjarverandi vegna meiðsla. Forvitnilegt verður að sjá hvaða markvörður byrjar leikinn gegn Íslandi en talið er að sæti Jordan Pickford í byrjunarliði Englands sé í hættu. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur, 5. september, klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00 Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30 Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00
Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00
Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30
Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00