Erlent

Far­aldurinn á miklu flugi í Argentínu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir þeirra sem látist hafa úr Covid-19 í Buenos Aires hafa verið jarðsettir í San Jose de Flores kirkjugarðinum.
Fjölmargir þeirra sem látist hafa úr Covid-19 í Buenos Aires hafa verið jarðsettir í San Jose de Flores kirkjugarðinum. Getty

Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 381 dó af völdum Covid-19 á sama tíma.

Heilbrigðisráðuneyti Argentínu varar við því að þótt sóttvarnarráðstafanir hafi verið hertar í höfuðborginni Buenos Aires og úthverfum hennar, sé veiran í uppgangi annars staðar í landinu.

Í Buenos Aires greindust um 5.600 smit í gær en alls hafa 350 þúsund smit verið greint í landinu frá upphafi faraldursins og rúmlega 7.300 hafa látist.

Flest dagleg smit eiga sér nú stað í Suður-Ameríku og í Asíu að því er fram kemur í tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×