Innlent

Ráðherrarnir reyndust ekki smitaðir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ríkisstjórn Íslands haust 2019
Ríkisstjórn Íslands haust 2019

Niðurstöður úr síðari skimun ráðherra í ríkisstjórn Íslands vegna kórunuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Líkt og komið hefur fram voru allir ráðherrar utan Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra og Svandísasr Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra skimaðir í tvígang á síðustu dögum og viðhöfðu smitgát á milli.

Þrír starfsmenn stjórnarráðsins sem fylgdu ríkisstjórninni reyndust einnig neikvæðir í báðum skimununum.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurftu að fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát eftir að nokkur kórónuveirusmit greindust hjá einstaklingum sem dvöldu á Hótel Rangá. Ríkisstjórnin hafði snætt kvöldverð á hótelinu síðasta þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×