Innlent

Tveir COVID smitaðir um borð í Norrænu

Andri Eysteinsson skrifar
Norræna er væntanleg til Seyðisfjarðar á morgun.
Norræna er væntanleg til Seyðisfjarðar á morgun. Vísir/Jóhann K.

Áætlað er að Norræna komi til hafnar í Seyðisfirði á morgun í sinni fyrstu ferð samkvæmt vetraráætlun. Um borð eru 162 farþegar sem munu gangast undir sýnatöku vegna COVID-19 við komuna til Seyðisfjarðar.

Lögreglan á Austurlandi greinir frá því að um borð í skipinu séu tveir farþegar sem greinst hafa með staðfest smit kórónuveirunnar. Farþegarnir tveir greindust jákvæðir við skimun í Danmörku og hafa verið í einangrun um borð í Norrænu.

Þeir farþegar munu fara í mótefnamælingu á Seyðisfirði og munu halda áfram einangrun þangað til að niðurstaða hennar liggur fyrir hið minnsta.

Ekki er talið að aðrir farþegar skipsins hafi smitast af farþegunum tveimur en samkvæmt reglum á landamærum munu farþegar Norrænu sæta sóttkví í 4-6 daga auk þess að gangast undir seinni sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×