Innlent

Brögð að því að fólk með einkenni sé á ferðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Alma L. Möller landlæknir.
Alma L. Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm

Alma L. Möller landlæknir segir að brögð séu að því að fólk með einkenni, sem reynist vera Covid19, sé á ferðinni.

Alma tók upp málið á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. 

Brýndi hún fyrir fólki að ef það sé með einkenni verði að að halda sig heima. „Fara í sýnatöku og halda sér til hlés þar til ljóst er að ekki er um Covid19 að ræða.“

Landlæknir ítrekaði einnig hver helstu einkenni séu: hálssærindi, vöðvaverkir, hiti, hósti, andleysi og slappleiki. Allt séu þetta algeng einkenni.

Alma sagði ennfremur að sjaldgæfari einkenni séu skyndilegt bragð- og lyktarleysi, uppköst og niðurgangur.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðarlögregluþjónn minnti á að þeir sem smitast telji sig flestir vera í öruggum aðstæðum þar sem ekkert gefi til kynna að Covid sé nálægt. 919 manns séu hins vegar nú í sóttkví sem sé ekki lítið. Hinnti hann á að veiran sé alls staðar á sveimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×