Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 16:00 Southgate ætlar sér ekki að tapa gegn Íslandi né Danmörku. vísir/getty Þann 5. september mætast Ísland og England í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur enska karlalandsliðsins, ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikinn. Þetta kemur fram í Sky Sports um komandi landsliðsverkefni Englands. Honum virðist slétt sama þó leikmenn Manchester United, Manchester City og Chelsea séu varla komnir í sumarfrí. Hann ætlar að boða alla þá sem hann telur eiga skilið í komandi landsliðsverkefni. Harry Maguire gæti sloppið einfaldlega vegna þessa að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos. Mögulega gæti landsliðssæti Harry verið í hættu en Southgate vill að sínir leikmenn hagi sér öllum stundum, allan ársins hring. Leikmenn munu hittast á St. George´s vellinum – æfingasvæði enska landsliðsins – þann 30. ágúst og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi. Það þýðir að þeir leikmenn Man United sem verða valdir hafa aðeins fengið 13 daga í sumarfrí. Leikmenn Man City munu aðeins hafa fengið 14 daga sumarfrí. Virðist sem Southgate noti önnur lönd sem fordæmi en David De Gea, markvörður United, er til að mynda í spænska landsliðshópnum. Athygli vekur að ensku félögin höfðu samið við enska knattspyrnusambandið sem og leikmenn sína um þeir myndu fá 30 daga í frí. Þeir fá ekki einu sinni helminginn af því. Talið er að Ben Chilwell, Luke Shaw, Alex Oxlade-Chamberlain, James Maddison og Jordan Henderson missi allir af verkefninu vegna meiðsla. Þá er óvissa með Harry Kane þar sem hann er í sóttkví eftir að hafa farið í frí til Bahamsas. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hópurinn verður og hvernig þeim leikmönnum sem hafa fengið hvað minnsta hvíld mun ganga á komandi vikum og mánuðum. Knattspyrnumenn eru nú mannlegir eftir allt saman. Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Þann 5. september mætast Ísland og England í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur enska karlalandsliðsins, ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikinn. Þetta kemur fram í Sky Sports um komandi landsliðsverkefni Englands. Honum virðist slétt sama þó leikmenn Manchester United, Manchester City og Chelsea séu varla komnir í sumarfrí. Hann ætlar að boða alla þá sem hann telur eiga skilið í komandi landsliðsverkefni. Harry Maguire gæti sloppið einfaldlega vegna þessa að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos. Mögulega gæti landsliðssæti Harry verið í hættu en Southgate vill að sínir leikmenn hagi sér öllum stundum, allan ársins hring. Leikmenn munu hittast á St. George´s vellinum – æfingasvæði enska landsliðsins – þann 30. ágúst og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi. Það þýðir að þeir leikmenn Man United sem verða valdir hafa aðeins fengið 13 daga í sumarfrí. Leikmenn Man City munu aðeins hafa fengið 14 daga sumarfrí. Virðist sem Southgate noti önnur lönd sem fordæmi en David De Gea, markvörður United, er til að mynda í spænska landsliðshópnum. Athygli vekur að ensku félögin höfðu samið við enska knattspyrnusambandið sem og leikmenn sína um þeir myndu fá 30 daga í frí. Þeir fá ekki einu sinni helminginn af því. Talið er að Ben Chilwell, Luke Shaw, Alex Oxlade-Chamberlain, James Maddison og Jordan Henderson missi allir af verkefninu vegna meiðsla. Þá er óvissa með Harry Kane þar sem hann er í sóttkví eftir að hafa farið í frí til Bahamsas. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hópurinn verður og hvernig þeim leikmönnum sem hafa fengið hvað minnsta hvíld mun ganga á komandi vikum og mánuðum. Knattspyrnumenn eru nú mannlegir eftir allt saman.
Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira