Dæmdir svikahrappar og peningaþvættar kaupa evrópskan ríkisborgararétt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 15:30 Forseti Kýpur, Nikos Anastasiades, hefur setið á forsetastóli frá árinu 2013 þegar kaup á ríkisborgararétti voru gerð möguleg. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Dæmdir svikahrappar, peningaþvættar og stjórnmálamenn sem hafa verið sakaðir um spillingu eru meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt á Kýpur. Tugir einstaklinga frá meira en 70 ríkjum hafa sótt um svokölluð „gyllt vegabréf“ samkvæmt rannsókn fréttastofunnar Al Jazeera. Kýpurskjölin, eins og Al Jazeera kallar þau, sem lekið var sýna fram á meira en 1400 umsóknir um ríkisborgararétt sem yfirvöld eyríkisins samþykktu á árunum 2017 til 2019. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast þar ríkisborgararétt njóta þessir aðilar þeirra réttinda sem aðildin býður upp á. Á komandi dögum hyggst Al Jazeera birta nöfn einstaklinga sem hafa fengið ríkisborgararétt hjá Kýpur, sem samkvæmt lögum landsins sjálfs, hefðu ekki átt að fá ríkisborgararétt. Til þess að geta sótt um ríkisborgararétt á Kýpur þurfa umsækjendur að fjárfesta minnst 2,15 milljónum evra, sem samsvarar um 350,6 milljónum íslenskra króna, á eyjunni og þurfa einnig að vera með hreina sakaskrá. Umsækjendur ekki rannsakaðir af yfirvöldum á Kýpur Umsækjendur sjá sjálfir um að sanna að þeir ættu að koma til greina, og þrátt fyrir að Kýpur haldi því fram að bakgrunnur umsækjenda sé rannsakaður, segir Al Jazeera að gögnin sem hún hefur undir höndum sanni að svo sé ekki gert í öllum tilvikum. Evrópusambandið hefur ítrekað gagnrýnt kaup ríkisborgararéttar á Kýpur frá því að prógrammið hófst árið 2013 og hefur Evrópusambandið kallað eftir því að þessu verði hætt. Frá árinu 2013 hefur Kýpur grætt meira en 7 milljarða evra á sölu ríkisborgararétts sem hefur verið notað til að fleyta landinu áfram en hagkerfi þeirra er talið mjög veikt. Flestir umsækjenda á árunum 2017 til 2019 voru frá Rússlandi, Kína og Úkraínu. Meðal þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt er úkraínski auðkýfingurinn Mykola Zlochevsky, eigandi orkurisans Burisma. Þegar hann fékk ríkisborgararétt á Kýpur árið 2017 var hann til rannsóknar vegna spillingar í heimalandi sínu. Þá greindu saksóknarar í Úkraínu frá því í júní á þessu ári að þeim hafi verið lofaðar 6 milljónir Bandaríkjadala , eða um 831 milljón íslenskra króna, gegn því að loka málinu. Zlochevsky og Burisma neita þeim ásökunum. Kýpur Evrópusambandið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Dæmdir svikahrappar, peningaþvættar og stjórnmálamenn sem hafa verið sakaðir um spillingu eru meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt á Kýpur. Tugir einstaklinga frá meira en 70 ríkjum hafa sótt um svokölluð „gyllt vegabréf“ samkvæmt rannsókn fréttastofunnar Al Jazeera. Kýpurskjölin, eins og Al Jazeera kallar þau, sem lekið var sýna fram á meira en 1400 umsóknir um ríkisborgararétt sem yfirvöld eyríkisins samþykktu á árunum 2017 til 2019. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast þar ríkisborgararétt njóta þessir aðilar þeirra réttinda sem aðildin býður upp á. Á komandi dögum hyggst Al Jazeera birta nöfn einstaklinga sem hafa fengið ríkisborgararétt hjá Kýpur, sem samkvæmt lögum landsins sjálfs, hefðu ekki átt að fá ríkisborgararétt. Til þess að geta sótt um ríkisborgararétt á Kýpur þurfa umsækjendur að fjárfesta minnst 2,15 milljónum evra, sem samsvarar um 350,6 milljónum íslenskra króna, á eyjunni og þurfa einnig að vera með hreina sakaskrá. Umsækjendur ekki rannsakaðir af yfirvöldum á Kýpur Umsækjendur sjá sjálfir um að sanna að þeir ættu að koma til greina, og þrátt fyrir að Kýpur haldi því fram að bakgrunnur umsækjenda sé rannsakaður, segir Al Jazeera að gögnin sem hún hefur undir höndum sanni að svo sé ekki gert í öllum tilvikum. Evrópusambandið hefur ítrekað gagnrýnt kaup ríkisborgararéttar á Kýpur frá því að prógrammið hófst árið 2013 og hefur Evrópusambandið kallað eftir því að þessu verði hætt. Frá árinu 2013 hefur Kýpur grætt meira en 7 milljarða evra á sölu ríkisborgararétts sem hefur verið notað til að fleyta landinu áfram en hagkerfi þeirra er talið mjög veikt. Flestir umsækjenda á árunum 2017 til 2019 voru frá Rússlandi, Kína og Úkraínu. Meðal þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt er úkraínski auðkýfingurinn Mykola Zlochevsky, eigandi orkurisans Burisma. Þegar hann fékk ríkisborgararétt á Kýpur árið 2017 var hann til rannsóknar vegna spillingar í heimalandi sínu. Þá greindu saksóknarar í Úkraínu frá því í júní á þessu ári að þeim hafi verið lofaðar 6 milljónir Bandaríkjadala , eða um 831 milljón íslenskra króna, gegn því að loka málinu. Zlochevsky og Burisma neita þeim ásökunum.
Kýpur Evrópusambandið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira