Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 14:42 Rúmlega 60 aðilar sem lifðu árásina af og fjölskyldumeðlimir þeirra sem dóu munu tala fyrir dómi. AP/Vincent Thian Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29