Raptors og Celtics svo gott sem komin áfram | Jazz og Clipperz í forystu | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 09:00 Tveir af bestu leikmönnum deildarinnar mættust í nótt. Annar nældi í þrefalda tvennu en hinn gerði 36 stig og landaði dýrmætum sigri. Ashley Landis-Pool/Getty Images Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira