Ólafur Helgi segir síðasta daginn hafa verið uppnámslausan Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 16:53 Ólafur Helgi Kjartansson rúllar hér munum út af skrifstofunni sinni á lögreglustöðinni á Suðurnesjum. vísir/sigurjón Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk. Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk.
Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11
Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14