Kompás: „Hélt þetta væri bara venjulegt kvef“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. mars 2020 18:45 Kompás ræðir við fjóra Íslendinga sem allir hafa verið í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Vísir/Stöð 2 Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Fleiri fréttir Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Sjá meira
Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Fleiri fréttir Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Sjá meira