Aðalþjálfari NFL-liðs með krabbamein en hættir ekki að þjálfa liðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 17:30 Ron Rivera þjálfaði áður lið Carolina Panthers í níu ár. EPA-EFE/DAN ANDERSON Ron Rivera, þjálfari Washington liðsins í NFL-deildinni, greindist með krabbamein á dögunum en hann sagði frá þessu opinberlega í nótt. Ron Rivera er með húðkrabbamein sem er komið í eitlana en það fannst snemma og læknar eru bjartsýnir fyrir hönd Rivera um að hann nái sér. Ron Rivera kallaði alla leikmenn liðsins saman og sagði þeim frá þessu. Hann vildi að þeir heyrðu þetta allir frá honum sjálfum. Washington Head Coach Ron Rivera tells @AdamSchefter he has been diagnosed with lymph node cancer after a self-check.Rivera says the cancer is in the early stages and is considered very treatable and curable." pic.twitter.com/eAuXzK6al7— SportsCenter (@SportsCenter) August 21, 2020 „Mér var brugðið. Ég var líka reiður því mér finnst ég hafi aldrei verið heilsuhraustari en einmitt núna,“ sagði Ron Rivera. Það er engin uppgjöf í Ron Rivera sjálfum sem hefur beðið félagið að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann ætlar að þjálfa liðið áfram en mun þó vera með plan B fari svo að hann þurfi að fara í veikindaleyfi. Það styttist í NFL-tímabilið en Ron Rivera átti mikið verk fyrir höndum innan raða Washington liðsins, bæði við að gera liðið betra inn á vellinum en eins til að laga vinnumenninguna utan hans. Washington liðið, sem hætti að nota nafnið sitt sitt í sumar, ætlar ekki að finna sér nýtt nafn fyrr en seinna. Liðið heitir því Washington Football Club á komandi tímabili. Ron Rivera er 58 ára gamall og þetta er fyrsta tímabil hans með Washington liðið. Hann hefur hins vegar mikla reynslu úr NFL-deildinni og þjálfaði meðal annars lið Carolina Panthers í átta ár þar á undan eða frá 2011 til 2019. More Ron Rivera: I m planning to go on coaching. Doctors encouraged me to do it, too. They said, If you feel strongly, do it. Don t slow down, do your physical activities. But everyone keeps telling me by week three or four, you ll start feeling it. — Adam Schefter (@AdamSchefter) August 21, 2020 Fyrstu mánuðirnir í starfi hafa reynt mikið á Ron Rivera. Það er auðvitað kórónuveirufaraldurinn, svo þurfti liðið að skipta út rasísku nafni sínu og þá hafa komið fram upplýsingar um viðamikið kynferðislegt áreiti meðal starfsmanna félagsins. Krabbameinið bætist síðan ofan á það. „Ég ætla að halda áfram að þjálfa. Læknarnir hafa líka hvatt mig til þess. Þeir sögðu við mig: Ef þú hefur orku þá skaltu gera það. Ekki hægja á þér og haltu áfram að hreyfa þig. Það segja mér samt allir að ég fari virkilega að finna fyrir lyfjameðferðinni á viku þrjú eða fjögur,“ sagði Ron Rivera í samtali við Adam Schefter á ESPN. NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
Ron Rivera, þjálfari Washington liðsins í NFL-deildinni, greindist með krabbamein á dögunum en hann sagði frá þessu opinberlega í nótt. Ron Rivera er með húðkrabbamein sem er komið í eitlana en það fannst snemma og læknar eru bjartsýnir fyrir hönd Rivera um að hann nái sér. Ron Rivera kallaði alla leikmenn liðsins saman og sagði þeim frá þessu. Hann vildi að þeir heyrðu þetta allir frá honum sjálfum. Washington Head Coach Ron Rivera tells @AdamSchefter he has been diagnosed with lymph node cancer after a self-check.Rivera says the cancer is in the early stages and is considered very treatable and curable." pic.twitter.com/eAuXzK6al7— SportsCenter (@SportsCenter) August 21, 2020 „Mér var brugðið. Ég var líka reiður því mér finnst ég hafi aldrei verið heilsuhraustari en einmitt núna,“ sagði Ron Rivera. Það er engin uppgjöf í Ron Rivera sjálfum sem hefur beðið félagið að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann ætlar að þjálfa liðið áfram en mun þó vera með plan B fari svo að hann þurfi að fara í veikindaleyfi. Það styttist í NFL-tímabilið en Ron Rivera átti mikið verk fyrir höndum innan raða Washington liðsins, bæði við að gera liðið betra inn á vellinum en eins til að laga vinnumenninguna utan hans. Washington liðið, sem hætti að nota nafnið sitt sitt í sumar, ætlar ekki að finna sér nýtt nafn fyrr en seinna. Liðið heitir því Washington Football Club á komandi tímabili. Ron Rivera er 58 ára gamall og þetta er fyrsta tímabil hans með Washington liðið. Hann hefur hins vegar mikla reynslu úr NFL-deildinni og þjálfaði meðal annars lið Carolina Panthers í átta ár þar á undan eða frá 2011 til 2019. More Ron Rivera: I m planning to go on coaching. Doctors encouraged me to do it, too. They said, If you feel strongly, do it. Don t slow down, do your physical activities. But everyone keeps telling me by week three or four, you ll start feeling it. — Adam Schefter (@AdamSchefter) August 21, 2020 Fyrstu mánuðirnir í starfi hafa reynt mikið á Ron Rivera. Það er auðvitað kórónuveirufaraldurinn, svo þurfti liðið að skipta út rasísku nafni sínu og þá hafa komið fram upplýsingar um viðamikið kynferðislegt áreiti meðal starfsmanna félagsins. Krabbameinið bætist síðan ofan á það. „Ég ætla að halda áfram að þjálfa. Læknarnir hafa líka hvatt mig til þess. Þeir sögðu við mig: Ef þú hefur orku þá skaltu gera það. Ekki hægja á þér og haltu áfram að hreyfa þig. Það segja mér samt allir að ég fari virkilega að finna fyrir lyfjameðferðinni á viku þrjú eða fjögur,“ sagði Ron Rivera í samtali við Adam Schefter á ESPN.
NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira