Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 11:48 Íbúar Napólí birgja sig upp af nauðsynjavörum fyrir dvöl sína í sóttkví. Getty/KONTROLAB Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi, með meðfylgjandi aðgerðum þarlendra stjórnvalda. Þetta kom fram í máli aðstoðarefnahagsráðherra Ítalíu í útvarpsviðtali í morgun. „Já, þetta stendur til, fyrir einstaklinga og heimili,“ sagði Laura Castelli í samtali við Radio Anch'io aðspurð um þennan möguleika. Að auki munu fjölskyldur ekki þurfa að standa skil á öðrum sambærilegum útgjöldum meðan aðgerðir ítalskra stjórnvalda eru í gildi. Castelli sagði aukinheldur að stjórnvöld séu þegar búin að ráðfæra sig við þarlendan bankageira um málið. Meðfram þessu hefur verið tekin ákvörðun um að stækka björgunarpakkann til handa einstaklingum og fyrirtækjum sem berjast nú í bökkum vegna kórónuveirunnar. Upphaflega höfðu ítölsk stjórnvöld ætlað 7,5 milljaðra evra í verkið en tilkynntu í morgun að heildarupphæðin yrði nær 10 milljörðum evra, rúmlega 1450 milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Stefano Patuanelli, efnhagsþróunarmálaráðherra Ítalíu, sagði fyrirséð að hallarekstur ríkisjóðs muni nema tæplega 3 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, samanborið við 1,6 prósent halla í fyrra. Eins og greint var frá í gærkvöld hafa Ítalir hert aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, sem hefur leikið norðurhluta landsins grátt. Frá og með deginum í dag er landið allt í sóttkví; búið að banna fjöldasamkomur, loka skólum og leikhúsum og takmarka ferðafrelsi gríðarlega. Þannig má aðeins ferðast til og frá vinnu í neyðartilfellum. Aðgerðirnar ná til allra íbúa landsins, sem telja rúmlega 60 milljónir. Flest kórónuveirutilfellin í Evrópu hafa enda komið upp á Ítalíu. Staðfestu smittilfellin voru um 9200 þar í landi í gær og hafa þau dregið 463 til dauða. Rúmlega 720 Ítalir hafa hins vegar náð sér af kórónuveikindum sínum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi, með meðfylgjandi aðgerðum þarlendra stjórnvalda. Þetta kom fram í máli aðstoðarefnahagsráðherra Ítalíu í útvarpsviðtali í morgun. „Já, þetta stendur til, fyrir einstaklinga og heimili,“ sagði Laura Castelli í samtali við Radio Anch'io aðspurð um þennan möguleika. Að auki munu fjölskyldur ekki þurfa að standa skil á öðrum sambærilegum útgjöldum meðan aðgerðir ítalskra stjórnvalda eru í gildi. Castelli sagði aukinheldur að stjórnvöld séu þegar búin að ráðfæra sig við þarlendan bankageira um málið. Meðfram þessu hefur verið tekin ákvörðun um að stækka björgunarpakkann til handa einstaklingum og fyrirtækjum sem berjast nú í bökkum vegna kórónuveirunnar. Upphaflega höfðu ítölsk stjórnvöld ætlað 7,5 milljaðra evra í verkið en tilkynntu í morgun að heildarupphæðin yrði nær 10 milljörðum evra, rúmlega 1450 milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Stefano Patuanelli, efnhagsþróunarmálaráðherra Ítalíu, sagði fyrirséð að hallarekstur ríkisjóðs muni nema tæplega 3 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, samanborið við 1,6 prósent halla í fyrra. Eins og greint var frá í gærkvöld hafa Ítalir hert aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, sem hefur leikið norðurhluta landsins grátt. Frá og með deginum í dag er landið allt í sóttkví; búið að banna fjöldasamkomur, loka skólum og leikhúsum og takmarka ferðafrelsi gríðarlega. Þannig má aðeins ferðast til og frá vinnu í neyðartilfellum. Aðgerðirnar ná til allra íbúa landsins, sem telja rúmlega 60 milljónir. Flest kórónuveirutilfellin í Evrópu hafa enda komið upp á Ítalíu. Staðfestu smittilfellin voru um 9200 þar í landi í gær og hafa þau dregið 463 til dauða. Rúmlega 720 Ítalir hafa hins vegar náð sér af kórónuveikindum sínum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30