Í sóttkví með líki eiginmanns síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 06:55 Heimili þeirra hjóna er í bænum Borghetto Santo Spirito. Þessi mynd er tekin þar en tengist innihaldi fréttarinnar að öðru leyti ekki. getty/aGF Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða. Maðurinn var á áttræðisaldri og hafði sýnt einkenni sýkingar undanfarna daga. Konan hringdi eftir aðstoð um leið og andlátið bar að, tveir sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun en án árangurs. Að henni lokinni tóku þeir sitthvort sýnið, annað úr konunni og hitt úr hinum látna, áður en þeir voru sjálfir sendir í sóttkví. Bæjarstjóri Borghetto Santo Spirito segir í samtali við fjölmiðla að jú, konan hefur vissuleg mátt dvelja með líkinu í rúman sólarhring. Vonir standa til að hægt verði að sækja það síðar í dag.„Því miður þá eru þetta einfaldlega verkferlar sem við verðum að fylgja,“ segir bæjarstjórinn Giancarlo Canepa. Hann segir að eiginmaðurinn hafi neitað að verða við beiðni um að leggjast inn á sjúkrastofnun þegar hann fór að sýna einkenni. „Hefði hann gert það þá hefði þessi staða ekki komið upp,“ segir bæjarstjórinn. Hann lýsir stöðu konunnar sem martröð. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessum hryllingi. Ég finn til með konunni og ættingjum hennar í þessari súrrealísku stöðu.“ Bæjarstjórinn segist hafa talað við konuna í síma, hún hafi verið í öngum sínum og ekki vitað hvernig hún ætti að haga sér. Konan hefur til þessa ekki sýnt einkenni sýkingar. Komi hins vegar í ljós að hún sé jafnframt smituð af kórónuveirunni má hún vænta þess að þurfa dvelja lengur í sóttkví.Angistarvein af svölunumÍtalska sjónvarpsstöðin IVG.IT ræddi við nágranna fólksins sem sagðist vera á varðbergi vegna málsins. Það væri óneitanlega óþægilegt að hugsa til þess að kórónuveiran hefði dregið einhvern til dauða í næsta húsi. Hugur hans væri þó hjá nágrannakonu sinni, sem enginn gæti hlúð að á þessum erfiðu tímum. Það hafi verið óbærilegt að heyra hana kalla á hjálp af svölum sínum. Ítölsk stjórnvöld kynntu hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar á mánudagskvöld. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Þar hafa greinst rúmlega 10 þúsund smit sem dregið hafa rúmlega 600 til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða. Maðurinn var á áttræðisaldri og hafði sýnt einkenni sýkingar undanfarna daga. Konan hringdi eftir aðstoð um leið og andlátið bar að, tveir sjúkraflutningamenn reyndu endurlífgun en án árangurs. Að henni lokinni tóku þeir sitthvort sýnið, annað úr konunni og hitt úr hinum látna, áður en þeir voru sjálfir sendir í sóttkví. Bæjarstjóri Borghetto Santo Spirito segir í samtali við fjölmiðla að jú, konan hefur vissuleg mátt dvelja með líkinu í rúman sólarhring. Vonir standa til að hægt verði að sækja það síðar í dag.„Því miður þá eru þetta einfaldlega verkferlar sem við verðum að fylgja,“ segir bæjarstjórinn Giancarlo Canepa. Hann segir að eiginmaðurinn hafi neitað að verða við beiðni um að leggjast inn á sjúkrastofnun þegar hann fór að sýna einkenni. „Hefði hann gert það þá hefði þessi staða ekki komið upp,“ segir bæjarstjórinn. Hann lýsir stöðu konunnar sem martröð. „Ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessum hryllingi. Ég finn til með konunni og ættingjum hennar í þessari súrrealísku stöðu.“ Bæjarstjórinn segist hafa talað við konuna í síma, hún hafi verið í öngum sínum og ekki vitað hvernig hún ætti að haga sér. Konan hefur til þessa ekki sýnt einkenni sýkingar. Komi hins vegar í ljós að hún sé jafnframt smituð af kórónuveirunni má hún vænta þess að þurfa dvelja lengur í sóttkví.Angistarvein af svölunumÍtalska sjónvarpsstöðin IVG.IT ræddi við nágranna fólksins sem sagðist vera á varðbergi vegna málsins. Það væri óneitanlega óþægilegt að hugsa til þess að kórónuveiran hefði dregið einhvern til dauða í næsta húsi. Hugur hans væri þó hjá nágrannakonu sinni, sem enginn gæti hlúð að á þessum erfiðu tímum. Það hafi verið óbærilegt að heyra hana kalla á hjálp af svölum sínum. Ítölsk stjórnvöld kynntu hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar á mánudagskvöld. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Þar hafa greinst rúmlega 10 þúsund smit sem dregið hafa rúmlega 600 til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 21:12