Margslungið veður í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2020 07:11 Á vindakorti Veðurstofunnar sést að veðrið verður verst núna í morgunsárið á Vestfjörðum þar sem er appelsínugul veðurviðvörun í gildi. Það er margslungið veður í kortunum þessa dagana, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn. Versta veðurútlitið er á norðvestanverðu landinu þar sem spáð er norðaustan stormi eða roki með snjókomu í dag og á morgun þótt gera megi ráð fyrir að það dúri um tíma í dag. Norðan- og austanlands er austan hvassviðri í fyrstu og fylgir því talsverð úrkoma fyrir austan en sunnanlands hefur vindur snúist í hægari suðlæga átt með skúrum eða éljum. Vindur snýst einnig til suðlægrar áttar norðan- og austanlands í dag og þá styttir upp á þeim slóðum. „Bætir í vind með éljagangi norðaustanlands eftir hádegi á morgun, en fer veðrið að ganga niður annað kvöld. Þegar líður á miðvikudag ætti því að vera orðið skaplegt veður á landinu. Fimmtudagur lítur vel út og gott að nýta hann vel til útivistar því næsta lægðakerfi nálgast úr suðvestri og má búast við miklum umhleypingum um næstu helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Rétt er að vekja athygli á appelsínugulri veðurviðvörun sem tók gildi á Vestfjörðum í nótt og er hún í gildi til klukkan 13 í dag. Um norðaustan stórhríð er að ræða: Norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 15-23 m/s og snjókoma eða slydda, en talsverð slydda eða rigning suðaustan og austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum, fyrst suðvestantil, en áfram hvassviðri á Vestfjörðum. Norðaustan stormur eða rok og aukin ofankoma um landið norðvestantil í kvöld.Suðlæg eða breytileg átt 5-13 í öðrum landshlutum og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustanlands. Frost 0 til 6 stig fyrir norðan, en hiti að 5 stigum sunnanlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur og éljagangur um landið norðanvert eftir hádegi á morgun, en hægari breytileg átt og dálítil él sunnantil og kólnar lítið eitt.Á þriðjudag:Norðaustan stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en norðaustan hvassviðri og él norðaustantil þegar líður á daginn. Annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum eða éljum. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.Á miðvikudag:Norðaustan 8-15 og él, en dregur úr vindi og éljum þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Fremur hæg breytileg átt. Él á stöku stað, en annars bjart að mestu. Þykknar upp sunnan- og vestanlands um kvöldið. Kalt í veðri. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Það er margslungið veður í kortunum þessa dagana, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þennan morguninn. Versta veðurútlitið er á norðvestanverðu landinu þar sem spáð er norðaustan stormi eða roki með snjókomu í dag og á morgun þótt gera megi ráð fyrir að það dúri um tíma í dag. Norðan- og austanlands er austan hvassviðri í fyrstu og fylgir því talsverð úrkoma fyrir austan en sunnanlands hefur vindur snúist í hægari suðlæga átt með skúrum eða éljum. Vindur snýst einnig til suðlægrar áttar norðan- og austanlands í dag og þá styttir upp á þeim slóðum. „Bætir í vind með éljagangi norðaustanlands eftir hádegi á morgun, en fer veðrið að ganga niður annað kvöld. Þegar líður á miðvikudag ætti því að vera orðið skaplegt veður á landinu. Fimmtudagur lítur vel út og gott að nýta hann vel til útivistar því næsta lægðakerfi nálgast úr suðvestri og má búast við miklum umhleypingum um næstu helgi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Rétt er að vekja athygli á appelsínugulri veðurviðvörun sem tók gildi á Vestfjörðum í nótt og er hún í gildi til klukkan 13 í dag. Um norðaustan stórhríð er að ræða: Norðaustan stormur eða rok, 20-25 m/s, með talsverðri snjókomu. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.Veðurhorfur á landinu:Austlæg átt 15-23 m/s og snjókoma eða slydda, en talsverð slydda eða rigning suðaustan og austanlands. Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum, fyrst suðvestantil, en áfram hvassviðri á Vestfjörðum. Norðaustan stormur eða rok og aukin ofankoma um landið norðvestantil í kvöld.Suðlæg eða breytileg átt 5-13 í öðrum landshlutum og skúrir eða él, en þurrt að mestu norðaustanlands. Frost 0 til 6 stig fyrir norðan, en hiti að 5 stigum sunnanlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur og éljagangur um landið norðanvert eftir hádegi á morgun, en hægari breytileg átt og dálítil él sunnantil og kólnar lítið eitt.Á þriðjudag:Norðaustan stormur og snjókoma um landið norðvestanvert, en norðaustan hvassviðri og él norðaustantil þegar líður á daginn. Annars hægari suðvestlæg eða breytileg átt með dálitlum skúrum eða éljum. Vægt frost, en hiti að 4 stigum við suðurströndina.Á miðvikudag:Norðaustan 8-15 og él, en dregur úr vindi og éljum þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag:Fremur hæg breytileg átt. Él á stöku stað, en annars bjart að mestu. Þykknar upp sunnan- og vestanlands um kvöldið. Kalt í veðri.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira