Íslenski boltinn

Kristján Flóki skoraði þrennu fyrir austan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Flóki er fimm marka maður í Lengjubikarnum.
Kristján Flóki er fimm marka maður í Lengjubikarnum. vísir/bára

Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu þegar KR sigraði Leikni F., 2-7, í Fjarðabyggðarhöllinni í riðli 1 í Lengjubikarnum í dag.

Íslandsmeistararnir eru með sex stig í 2. sæti riðilsins. Þeir hafa leikið einum leik færri en topplið Blika.

Kristján Flóki skoraði tvö mörk í 2-4 sigri KR á ÍA í 1. umferð riðlakeppninnar og er því kominn með fimm mörk í Lengjubikarnum í vetur.

Ægir Jarl Jónasson skoraði tvö mörk fyrir KR í dag og Kristinn Jónsson og Tobias Thomsen sitt markið hvor.

Kifah Moussa Mourad og Tom Zurga skoruðu mörk Leiknis sem er með eitt stig á botni riðilsins.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×