Fótbolti

Hélt upp á nýja samninginn með sigri og því að halda hreinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ögmundur hefur varið mark AEL Larissa með miklum sóma undanfarin ár.
Ögmundur hefur varið mark AEL Larissa með miklum sóma undanfarin ár. vísir/getty

Ögmundur Kristinsson hélt upp nýja samninginn við AEL Larissa með því að halda hreinu í sigri á Asteras Tripolis, 3-0, í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Í síðustu viku skrifaði Ögmundur undir nýjan samning við Larissa til 2021. Hann hefur leikið með Larissa frá því í ágúst 2018 og fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu.

Larissa er í 8. sæti deildarinnar með 30 stig.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK sem gerði 1-1 jafntefli við Xanthi á útivelli.

PAOK hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum og unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum.

Nú tekur við úrslitakeppni um gríska meistaratitilinn sem bæði PAOK og Larissa taka þátt í.


Tengdar fréttir

Ögmundur verður hjá Larissa til 2021

Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson verður áfram í herbúðum Larissa sem leikur í úrvalsdeildinni á Grikklandi. Framlengdi hann samning sinn við félagið um eitt ár og er nú samningsbundinn til ársins 2021. Félagið greindi frá þessu á vefsíðu sinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×