Sóttu tæp fimm tonn af rusli í tvær blokkir á tuttugu mínútum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 19:30 Sorphirða hófst í Breiðholti í dag eftir að tímabundin undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Vísir/Egill Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent