Þurfum stuðning fyrir atvinnulífið og hraða breytingu á menntakerfinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. mars 2020 13:45 Á mynd frá vinstri: Þóranna K. Jónsdóttir markaðstjóri SVÞ og Sara Dögg Svanhildardóttir fræðslustjóri SVÞ segja þörf á stuðningi fyrir atvinnulífið til að hraða og auðvelda fyrirtækjum stafræna innleiðingu. Þá þurfi að breyta menntakerfinu hratt og þar séu margar erlendar fyrirmyndir sem hægt er að horfa til. Vísir/Vilhelm Í tillögum sem SVÞ hafa kynnt fyrir stjórnvöldum er lagt til að stofnað verði þekkingarsetur að erlendri fyrirmynd til að efla stafræna þróun í íslensku atvinnulífi. Þekkingarsetrinu er ætlað að létta undir áskorunum fyrirtækja á tímum stafrænna umbreytinga, meðal annars með fræðslu, ráðgjöf og fjárhagsstuðning. Að sögn Þórönnu K. Jónsdóttur markaðsstjóra SVÞ er lögð áhersla á að atvinnulífið leiði verkefnið í samstarfi við háskólasamfélagið. „Við viljum alls ekki stækka ríkisbáknið á neinn hátt og leggjum einmitt áherslu á að finna leiðir til að gera það ekki,“ segir Þóranna. Menntakerfið gegnir lykilhlutverki en að sögn Söru Daggar Svanhildardóttur fræðslustjóra SVÞ er mikilvægt að efla stafræna færni strax á yngra stigi í grunnskóla. „Tæknilæsi verður okkur jafn mikilvægt og annað læsi,“ segir Sara Dögg. Í nýlegum tillögum SVÞ er lagt til að farið verði í heildræna stefnumót fyrir stafræna vegferð Íslands en það hafi nú þegar verið gert í flestum löndunum í kringum okkur. „Staðreyndin er sú að samkeppnisumhverfi fæstra fyrirtækja í dag er bara innanlands, heldur allur heimurinn,“ segir Þóranna og bætir við „Þar á meðal eru stór öflug alþjóðleg fyrirtæki sem hafa aldrei starfsstöðvar hér en taka samt stóran hluta af kökunni.“ Þóranna vísar þar meðal annars til samkeppni við kaup á vörum í gegnum erlendar netsíður og segir neytendur í dag gera kröfur um að íslensk fyrirtæki geti boðið uppá sambærilegar vörur og þjónustu á sambærilegum kjörum. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um stafræna þróun miðað við stöðuna á Íslandi í dag. lagt til að skattfrádráttur til rannsókna og þróunarstarfs verði útvíkkaður til að styðja við stafræna þróun Þóranna segir að aðgerðir í kjölfar stafrænnar stefnumótunar muni tryggja að á vinnumarkaði verði til staðar hæft starfsfólk og meiri þekking til að nýta tækni almennilega. Ekki síst eigi afraksturinn að skila sér í betri innviðum og auknu öryggi. Þá skapist fleiri möguleikar í nýsköpun og svigrúm eykst fyrir meiri verðmætasköpun. Í kjölfar stefnumótunar verði hægt að fara í markvissar aðgerðir til að tryggja að stafræn þróun skili sér. Það geti hún gert á mörgum sviðum í atvinnulífinu. Nefnir Þóranna sem dæmi tímasparnaður þar sem pappírsvinna og umsýsla mun dragast stórlega saman og aukið hagræði gefur fyrirtækjum svigrúm til að setja meira fjármagn í að efla sig í stafrænni tækni. „Síðast en ekki síst mun stafræn tækni auka tækifæri og getu íslenskra fyrirtækja til að sækja á nýja markaði,“ segir Þóranna. Langflest íslensk fyrirtæki eru lítil og meðalsstór fyrirtæki og því nær að spyrja hvernig nákvæmlega stafræn stefnumótun á að skila sér til þessara fyrirtækja? Þóranna segir aðgerðir í kjölfar stefnumótunarinnar eiga að skila sér í margvíslegum þáttum til fyrirtækja. „Það munu verða í boði aðstoð við fyrstu skrefin, vinnustofur og virk þekkingaryfirfærsla milli stjórnenda til að koma fyrirtækjunum á þann stað að þau viti hvaða möguleikar eru til staða fyrir þau og geti farið í að nýta stafræna tækni. Næsta skref er þá að fara í verkefnin með aðstoð ráðgjafa og annarra aðila á á markaðnum. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir því að auðvelda fyrirtækjum að fara í þá fjárfestingu sem stafræn tækni kallar á og við höfum í því samhengi lagt til að skattfrádráttur til rannsókna og þróunarstarfs verði útvíkkaður til að styðja við stafræna þróun,“ segir Þóranna. Þóranna K. Jónsdóttir markaðstjóri SVÞ segir heildræna stefnumótun um stafræna innleiðingu í íslensku atvinnulífi mikilvæga. Sú stefnumótun hafi þegar farið fram í nágrannaríkjum okkar. Atvinnulífið á Íslandi þurfi stuðning í formi fræðslu, ráðgjafar og fjármagns.Vísir/Vilhelm Við fögnum nýrri nýsköpunarstefnu ríkisstjórnarinnar og þeim aðgerðum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd, meðal annars þeirri hugrökku en þörfu ákvörðun nýsköpunarráðherra að loka Nýsköpunarmiðstöð Íslands En hvers vegna ríkið? Nýverið var tilkynnt um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og því gætu margir velt því fyrir sér hvers vegna stjórnvöld ættu að stofna til þekkingarseturs með tilheyrandi kostnaði við stofnun og rekstur. Þóranna segir SVÞ fagna þeirri ákvörðun að Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi verið lokuð en erfitt sé að fara í stórt verkefni sem þetta án aðkomu ríkisins. Atvinnulífið og háskólasamfélagið þurfi hins vegar að vera drifkraftarnir. „Við fögnum nýrri nýsköpunarstefnu ríkisstjórnarinnar og þeim aðgerðum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd, meðal annars þeirri hugrökku en þörfu ákvörðun nýsköpunarráðherra að loka Nýsköpunarmiðstöð Íslands og finna verkefnum hennar nýjan farveg. Við fögnum þeirri ákvörðun einmitt vegna þess að þar var dæmi um stofnanavæðingu sem við teljum að sé ekki besta leiðin til framfara. Ástæðan fyrir því að mikilvægt er að ríkið komi að borðinu er fyrst og fremst að ríkið er í raun eins og forstjórinn í fyrirtækinu Íslandi. Það vita það allir að ef forstjórinn setur ekki mál á dagskrá þá gerist ósköp lítið í þeim.“ Þóranna segir ríkið geta verið sameiningartákn og aðili sem liðkað getur fyrir og tengir saman alla aðila sem þurfa að koma að verkefninu. Aðkoma ríkisins undirstriki líka að verkefnið er mikilvægt. Að sögn Þórönnu hefði SVÞ þó getað komið málinu á dagskrá án aðkomu ríkisins. „En þá hefði verið klassískt að einhversstaðar hefði sprottið upp annað batterí til að vinna í þessum málum og við værum farin að vinna að hlutunum í sitthvorum hornunum í stað þess að nýta slagkraftinn sem felst í því að vinna saman þvert á samfélagið,“ segir Þóranna. Að hennar mati er of algengt sé í okkar litla þjóðfélagi að margir séu að potast í sams konar verkefnum hvert í sínu horni. „Við viljum sjá miklu meiri samvinnu þvert á atvinnulíf, háskólasamfélag og opinbera geirann því við teljum það vera vænlegast til árangurs.“ Sara Dögg Svanhildardóttir fræðslustjóri SVÞ segir tæknilæsi í raun risastórt jafnréttismál. Öll börn sem eru að vaxa úr grasi í dag munu starfa í stafrænu umhverfi í framtíðinni.Vísir/Vilhelm Slíkt kallar á tæknilæsi notanda þannig að tryggja þarf jafnt aðgengi að breyttu umhverfi sem er í raun risa jafnréttismál Tæknilæsi mikilvægt jafnréttismál Að sögn Þórönnu og Söru Daggar er líka mikilvægt að horfa til menntakerfisins. Ekki sé nóg að börnin okkar og unglingar séu frábærir neytendur á tækni. Það sem þeim er kennt í dag getur hæglega úreldast áður en þau byrja á vinnumarkaði. Þess vegna sé tæknilæsi svo mikilvægt. Til frekari útskýringar á mikilvægi tæknilæsis nefnir Sara Dögg þróunina í verslun og þjónustu sem dæmi. „Atvinnulífið er á fleygiferð og við sjáum það í verslun og þjónustu að tæknin er að taka yfir og verða stærri hluti af allri verslun til að mynda. Slíkt kallar á tæknilæsi notanda þannig að tryggja þarf jafnt aðgengi að breyttu umhverfi sem er í raun risa jafnréttismál.“ Sara Dögg segist vilja sjá menntamálayfirvöld tryggja stafræna menntun strax á fyrstu stigum skólagöngunnar enda sé staðan sú að hvert einasta mannsbarn sem vex úr grasi í dag muni starfa í stafrænu umhverfi. „Við komum til með að verða að búa yfir ákveðinni grunnfærni í stafrænni tækni þegar kemur að þátttöku í atvinnulífinu. Því er brýnt að allt nám aðlagi sig með markvissum hætti að því umhverfi.“ Sara Dögg segir töluvert vanta upp á að skólakerfið sé að ná í skottið á þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað. Hún nefnir þó sem dæmi nýja námslínu hjá Verzlunarskóla Íslands sem hófst síðastliðið haust að frumkvæði SVÞ. „Þar er lög áhersla á stafræna tækni þar sem unnið er með færni í gagnaöflun og úrvinnslu gagna, stafræna markaðsfræði, forritun til að nálgast bakvinnslu þegar kemur að til að mynda umbreytingu starfa í verslun og þjónustu þar sem hvoru tveggja er farið að byggja meira og meira stafrænum lausnum vefverslunum og aðgengi að þjónustu í gegnum vefmiðla. En samhliða þessari áherslu var ákveðið að byggja hluta námsins á vinnustaðanámi þar sem nemendur kynnast stafrænu umhverfi með því að vinna raunveruleikatengd verkefni á vinnustað í samstarfi við skólann,“ segir Sara Dögg og bendir á að svona samstarf á milli skóla og atvinnulífs tryggi enn betri stuðning við þá færni sem atvinnulífið er að kalla eftir hverju sinni. Sara Dögg segir að það eitt og sér að bjóða upp á námsefni í rafræni formi, verkefnaskil og fleira tryggi strax ákveðið tæknilæsi. Því sé hægt að segja að það að nota tæknina í námi skili sér í því að ungmennin eru betur undirbúin undir stafræna færni vinnumarkaðarins í framtíðinni. Að nýta tæknina sem hluta af námi megi þó ekki vera einhvers konar hliðargrein. „En það hefur gríðarlega mikla þýðingu að grunnskólaumhverfið taki inn tæknimenntun með markvissum hætti þar sem forritun og önnur nálgun á stafrænt umhverfi verði hluti af skólastarfinu í heild sinni en sé ekki stillt upp sem einhverri hliðargrein sem fáir gefa sér tíma til að nálgast.“ Þá segir Sara Dögg að huga þurfi að endurmenntun kennara. „En lykillinn að því að sú verði raunin er annars vegar að kveðið sé á um slíka nálgun í aðalnámskrá og nýrri menntastefnu og hins vegar markviss endurmenntun fyrir kennara á sviði stafrænnar tækni. Endurmenntunin má ekki gleymast og verður að fá rými ef við ætlum ekki að láta grunnskólakerfið sitja eftir.“ Sara Dögg segir það verða samfélaginu dýrkeypt ef íslenskt menntakerfi verður eftirbátur annarra þjóða því hraðinn í allri þróun er slíkur að allir verða að taka þátt og það strax. Samstarf á milli skólastiga skipti einnig máli. „Samstarf framhaldsskóla og grunnskóla þar sem kennarar sem hafa sérhæft sig í kennslu í tæknigeiranum eru vel til þess fallnir að taka þátt í endurmenntun leik- og grunnskólakennara sem hingað til hafa ekki haft tækifæri til að velja í sínu kennaranámi stafræna tækni sem fag til að mynda.“ Endurmenntunin má ekki gleymast og verður að fá rými ef við ætlum ekki að láta grunnskólakerfið sitja eftir Erum ekki að finna upp hjólið fyrir menntakerfið Sara Dögg segir þessi háleitu markmið fyrir menntakerfið vel möguleg því hér sé ekki verið að finna upp hjólið. Margar aðrar þjóðir hafa þegar stigið mun fleiri skref. „Við eigum frábærar fyrirmyndir erlendis frá þar sem heilu skólarnir frá leik og upp á framhaldsskólastig hafa umbreytt sínu námsumhverfi með markvissa áherslu á stafræna tækni og nýta þannig tækifærin sem sú umbreyting hefur í för með sér fyrir námsumhverfi barna og ungmenna þar sem byrjað er í leikskólanum að kenna á tæki og tól allt miðað að þroska barna,“ segir Sara Dögg. Sara Dögg nefnir veðurmælingar sem dæmi. „Allt frá því að vinna á spjaldtölvur í leikskólum yfir í forritun í fyrstu bekkjum grunnskólans yfir í mjög tæknilega vinnu á seinni stigum grunnskólans og yfir á framhaldsskólastiginu þar sem nemendur þróa eigin kerfi til veðurmælinga sem dæmi. Og allt námsefni og verkefnaskil þróast yfir á stafrænt form.“ Að sögn Söru Daggar skiptir tíminn mjög miklu máli og því ekki hægt að bíða of lengi með breytingar. ,,Nýtt umhverfi ætti ekki síður að skapa okkur tækifæri til að grípa til þess að koma okkur upp stigann þegar kemur að tæknimenntun og raungreinamenntun. Þar er af nógu að taka til að gera betur. Allt er þetta hægt og tíminn stendur ekki í stað og því skiptir máli að skólakerfið kveiki á sér.“ Við eigum frábærar fyrirmyndir erlendis frá þar sem heilu skólarnir frá leik og upp á framhaldsskólastig hafa umbreytt sínu námsumhverfi Mynd frá Danmörku: Danir hafa setið í fremsta sæti stafrænna þjóða síðastliðin ár. Þóranna segir þá einfaldlega hafa sett sér það markmið að verða bestir í heimi í stafrænum málum. Öll þeirra vinna miðist við þau markmið. En árangurinn er líka að skila sér beint inn í danska hagkerfið.Vísir/Getty Mældur ávinningur Aðspurð um kostnað verkefnisins ef af yrði segir Þóranna verkefni sem þetta að sjálfsögðu kosta peninga en það séu þó ekki háar fjárhæðir í stóra samhenginu. Að kosta til fjármagn feli líka í sér skilaboð frá atvinnulífi og stjórnvöldum um að verkefnið sé mikilvægt. „Það er líka mikilvægt að skilja að verkefni sem þetta er fjárfesting en ekki kostnaður því það mun skila sér margfalt til baka í öflugri fyrirtækjum, öflugra atvinnulífi og þannig auknum skatttekjum,“ segir Þóranna. Þá segir hún rannsóknir sýna að stafræn þróun hefur jákvæð áhrif á þjóðarframleiðslu. Danir hafa setið í fremsta sæti stafrænna þjóða síðastliðin ár. Þóranna segir þá einfaldlega hafa sett sér það markmið að verða bestir í heimi í stafrænum málum. Öll þeirra vinna miðist við þau markmið. En árangurinn er líka að skila sér beint inn í danska hagkerfið. „Nýlega gaf OECD út greiningu á danska hagkerfinu þar sem fram kemur að það styrki hagkerfið hversu framarlega Danirnir eru í stafrænum málum. Þær aðgerðir sem við horfum einkum til í tillögum okkar eru tiltölulega nýkomnar af stað og eru að gefast vel en það þarf væntanlega að gefa því einhvern tíma til að geta sagt nákvæmlega hverju þessar tilteknu aðgerðir eru að skila með tilliti til þjóðarframleiðslu.“ Þóranna segir margt styðja við það að horfa til Norðurlandaþjóðanna og almennt hafi það gefist vel að líta til þeirra. „Síðast en ekki síst er ekki verra að nýta þá vinnu sem Danirnir hafa unnið og læra af þeim frekar en að við förum að finna upp hjólið og við erum í frábærri stöðu til að gera það enda gott samband og mikil samskipti milli landanna,“ segir Þóranna að lokum. Á ráðstefnu sem SVÞ mun standa fyrir þann 12.mars næstkomandi, verður aðalfyrirlesari Nick Jankel umbreytinga- og framtíðarfræðingur. Jankel liðsinnir fyrirtæki svo þau geti þrifist í umhverfi endalausra breytinga og skapað það hugafar sem til þarf fyrir fyrirtæki til að mæta breytingum og þróun nútímans. Ráðstefnan ber yfirskriftina Kveikjum á okkur! og þar munu fyrirtækin Kringlan, Já og Pósturinn deila reynslusögum til gesta. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 14 með ávarpi formanns SVÞ, Jóns Ólafs Halldórssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stafræn þróun: Um þrjú þúsund manns tekið próf í stafrænni hæfni Um þriðjungur svarenda í prófi um stafræna hæfni teljast stafrænir kandídatar sem þýðir að viðkomandi kann að beita rökhugsun til að greina og leysa úr stafrænum málum. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um stafræna þróun miðað við stöðuna á Íslandi í dag. 4. mars 2020 10:00 „Computer says no“: Of algengt að viðskiptavinurinn sé ekki settur í fyrsta sæti Að mati Guðrúnar Ragnarsdóttur ráðgjafa og einum eiganda Strategíu snýst innleiðing á stafrænni þjónustu ekki um tækni heldur þarfir viðskiptavinarins. Hér er farið yfir helstu mistök fyrirtækja og stofnana við innleiðingu en í dag fjallar Atvinnulífið um stafræna þróun miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 11:00 Stafræn þróun: Ríkið mun spara tæplega tíu milljarða á ári Á næstu þremur til fimm árum er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Atvinnulífið mun upplifa margvíslegar breytingar á þessu ári í samskiptum sínum við hið opinbera. Í dag mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stafræna þróun á Íslandi miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 08:45 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í tillögum sem SVÞ hafa kynnt fyrir stjórnvöldum er lagt til að stofnað verði þekkingarsetur að erlendri fyrirmynd til að efla stafræna þróun í íslensku atvinnulífi. Þekkingarsetrinu er ætlað að létta undir áskorunum fyrirtækja á tímum stafrænna umbreytinga, meðal annars með fræðslu, ráðgjöf og fjárhagsstuðning. Að sögn Þórönnu K. Jónsdóttur markaðsstjóra SVÞ er lögð áhersla á að atvinnulífið leiði verkefnið í samstarfi við háskólasamfélagið. „Við viljum alls ekki stækka ríkisbáknið á neinn hátt og leggjum einmitt áherslu á að finna leiðir til að gera það ekki,“ segir Þóranna. Menntakerfið gegnir lykilhlutverki en að sögn Söru Daggar Svanhildardóttur fræðslustjóra SVÞ er mikilvægt að efla stafræna færni strax á yngra stigi í grunnskóla. „Tæknilæsi verður okkur jafn mikilvægt og annað læsi,“ segir Sara Dögg. Í nýlegum tillögum SVÞ er lagt til að farið verði í heildræna stefnumót fyrir stafræna vegferð Íslands en það hafi nú þegar verið gert í flestum löndunum í kringum okkur. „Staðreyndin er sú að samkeppnisumhverfi fæstra fyrirtækja í dag er bara innanlands, heldur allur heimurinn,“ segir Þóranna og bætir við „Þar á meðal eru stór öflug alþjóðleg fyrirtæki sem hafa aldrei starfsstöðvar hér en taka samt stóran hluta af kökunni.“ Þóranna vísar þar meðal annars til samkeppni við kaup á vörum í gegnum erlendar netsíður og segir neytendur í dag gera kröfur um að íslensk fyrirtæki geti boðið uppá sambærilegar vörur og þjónustu á sambærilegum kjörum. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um stafræna þróun miðað við stöðuna á Íslandi í dag. lagt til að skattfrádráttur til rannsókna og þróunarstarfs verði útvíkkaður til að styðja við stafræna þróun Þóranna segir að aðgerðir í kjölfar stafrænnar stefnumótunar muni tryggja að á vinnumarkaði verði til staðar hæft starfsfólk og meiri þekking til að nýta tækni almennilega. Ekki síst eigi afraksturinn að skila sér í betri innviðum og auknu öryggi. Þá skapist fleiri möguleikar í nýsköpun og svigrúm eykst fyrir meiri verðmætasköpun. Í kjölfar stefnumótunar verði hægt að fara í markvissar aðgerðir til að tryggja að stafræn þróun skili sér. Það geti hún gert á mörgum sviðum í atvinnulífinu. Nefnir Þóranna sem dæmi tímasparnaður þar sem pappírsvinna og umsýsla mun dragast stórlega saman og aukið hagræði gefur fyrirtækjum svigrúm til að setja meira fjármagn í að efla sig í stafrænni tækni. „Síðast en ekki síst mun stafræn tækni auka tækifæri og getu íslenskra fyrirtækja til að sækja á nýja markaði,“ segir Þóranna. Langflest íslensk fyrirtæki eru lítil og meðalsstór fyrirtæki og því nær að spyrja hvernig nákvæmlega stafræn stefnumótun á að skila sér til þessara fyrirtækja? Þóranna segir aðgerðir í kjölfar stefnumótunarinnar eiga að skila sér í margvíslegum þáttum til fyrirtækja. „Það munu verða í boði aðstoð við fyrstu skrefin, vinnustofur og virk þekkingaryfirfærsla milli stjórnenda til að koma fyrirtækjunum á þann stað að þau viti hvaða möguleikar eru til staða fyrir þau og geti farið í að nýta stafræna tækni. Næsta skref er þá að fara í verkefnin með aðstoð ráðgjafa og annarra aðila á á markaðnum. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir því að auðvelda fyrirtækjum að fara í þá fjárfestingu sem stafræn tækni kallar á og við höfum í því samhengi lagt til að skattfrádráttur til rannsókna og þróunarstarfs verði útvíkkaður til að styðja við stafræna þróun,“ segir Þóranna. Þóranna K. Jónsdóttir markaðstjóri SVÞ segir heildræna stefnumótun um stafræna innleiðingu í íslensku atvinnulífi mikilvæga. Sú stefnumótun hafi þegar farið fram í nágrannaríkjum okkar. Atvinnulífið á Íslandi þurfi stuðning í formi fræðslu, ráðgjafar og fjármagns.Vísir/Vilhelm Við fögnum nýrri nýsköpunarstefnu ríkisstjórnarinnar og þeim aðgerðum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd, meðal annars þeirri hugrökku en þörfu ákvörðun nýsköpunarráðherra að loka Nýsköpunarmiðstöð Íslands En hvers vegna ríkið? Nýverið var tilkynnt um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og því gætu margir velt því fyrir sér hvers vegna stjórnvöld ættu að stofna til þekkingarseturs með tilheyrandi kostnaði við stofnun og rekstur. Þóranna segir SVÞ fagna þeirri ákvörðun að Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi verið lokuð en erfitt sé að fara í stórt verkefni sem þetta án aðkomu ríkisins. Atvinnulífið og háskólasamfélagið þurfi hins vegar að vera drifkraftarnir. „Við fögnum nýrri nýsköpunarstefnu ríkisstjórnarinnar og þeim aðgerðum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd, meðal annars þeirri hugrökku en þörfu ákvörðun nýsköpunarráðherra að loka Nýsköpunarmiðstöð Íslands og finna verkefnum hennar nýjan farveg. Við fögnum þeirri ákvörðun einmitt vegna þess að þar var dæmi um stofnanavæðingu sem við teljum að sé ekki besta leiðin til framfara. Ástæðan fyrir því að mikilvægt er að ríkið komi að borðinu er fyrst og fremst að ríkið er í raun eins og forstjórinn í fyrirtækinu Íslandi. Það vita það allir að ef forstjórinn setur ekki mál á dagskrá þá gerist ósköp lítið í þeim.“ Þóranna segir ríkið geta verið sameiningartákn og aðili sem liðkað getur fyrir og tengir saman alla aðila sem þurfa að koma að verkefninu. Aðkoma ríkisins undirstriki líka að verkefnið er mikilvægt. Að sögn Þórönnu hefði SVÞ þó getað komið málinu á dagskrá án aðkomu ríkisins. „En þá hefði verið klassískt að einhversstaðar hefði sprottið upp annað batterí til að vinna í þessum málum og við værum farin að vinna að hlutunum í sitthvorum hornunum í stað þess að nýta slagkraftinn sem felst í því að vinna saman þvert á samfélagið,“ segir Þóranna. Að hennar mati er of algengt sé í okkar litla þjóðfélagi að margir séu að potast í sams konar verkefnum hvert í sínu horni. „Við viljum sjá miklu meiri samvinnu þvert á atvinnulíf, háskólasamfélag og opinbera geirann því við teljum það vera vænlegast til árangurs.“ Sara Dögg Svanhildardóttir fræðslustjóri SVÞ segir tæknilæsi í raun risastórt jafnréttismál. Öll börn sem eru að vaxa úr grasi í dag munu starfa í stafrænu umhverfi í framtíðinni.Vísir/Vilhelm Slíkt kallar á tæknilæsi notanda þannig að tryggja þarf jafnt aðgengi að breyttu umhverfi sem er í raun risa jafnréttismál Tæknilæsi mikilvægt jafnréttismál Að sögn Þórönnu og Söru Daggar er líka mikilvægt að horfa til menntakerfisins. Ekki sé nóg að börnin okkar og unglingar séu frábærir neytendur á tækni. Það sem þeim er kennt í dag getur hæglega úreldast áður en þau byrja á vinnumarkaði. Þess vegna sé tæknilæsi svo mikilvægt. Til frekari útskýringar á mikilvægi tæknilæsis nefnir Sara Dögg þróunina í verslun og þjónustu sem dæmi. „Atvinnulífið er á fleygiferð og við sjáum það í verslun og þjónustu að tæknin er að taka yfir og verða stærri hluti af allri verslun til að mynda. Slíkt kallar á tæknilæsi notanda þannig að tryggja þarf jafnt aðgengi að breyttu umhverfi sem er í raun risa jafnréttismál.“ Sara Dögg segist vilja sjá menntamálayfirvöld tryggja stafræna menntun strax á fyrstu stigum skólagöngunnar enda sé staðan sú að hvert einasta mannsbarn sem vex úr grasi í dag muni starfa í stafrænu umhverfi. „Við komum til með að verða að búa yfir ákveðinni grunnfærni í stafrænni tækni þegar kemur að þátttöku í atvinnulífinu. Því er brýnt að allt nám aðlagi sig með markvissum hætti að því umhverfi.“ Sara Dögg segir töluvert vanta upp á að skólakerfið sé að ná í skottið á þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað. Hún nefnir þó sem dæmi nýja námslínu hjá Verzlunarskóla Íslands sem hófst síðastliðið haust að frumkvæði SVÞ. „Þar er lög áhersla á stafræna tækni þar sem unnið er með færni í gagnaöflun og úrvinnslu gagna, stafræna markaðsfræði, forritun til að nálgast bakvinnslu þegar kemur að til að mynda umbreytingu starfa í verslun og þjónustu þar sem hvoru tveggja er farið að byggja meira og meira stafrænum lausnum vefverslunum og aðgengi að þjónustu í gegnum vefmiðla. En samhliða þessari áherslu var ákveðið að byggja hluta námsins á vinnustaðanámi þar sem nemendur kynnast stafrænu umhverfi með því að vinna raunveruleikatengd verkefni á vinnustað í samstarfi við skólann,“ segir Sara Dögg og bendir á að svona samstarf á milli skóla og atvinnulífs tryggi enn betri stuðning við þá færni sem atvinnulífið er að kalla eftir hverju sinni. Sara Dögg segir að það eitt og sér að bjóða upp á námsefni í rafræni formi, verkefnaskil og fleira tryggi strax ákveðið tæknilæsi. Því sé hægt að segja að það að nota tæknina í námi skili sér í því að ungmennin eru betur undirbúin undir stafræna færni vinnumarkaðarins í framtíðinni. Að nýta tæknina sem hluta af námi megi þó ekki vera einhvers konar hliðargrein. „En það hefur gríðarlega mikla þýðingu að grunnskólaumhverfið taki inn tæknimenntun með markvissum hætti þar sem forritun og önnur nálgun á stafrænt umhverfi verði hluti af skólastarfinu í heild sinni en sé ekki stillt upp sem einhverri hliðargrein sem fáir gefa sér tíma til að nálgast.“ Þá segir Sara Dögg að huga þurfi að endurmenntun kennara. „En lykillinn að því að sú verði raunin er annars vegar að kveðið sé á um slíka nálgun í aðalnámskrá og nýrri menntastefnu og hins vegar markviss endurmenntun fyrir kennara á sviði stafrænnar tækni. Endurmenntunin má ekki gleymast og verður að fá rými ef við ætlum ekki að láta grunnskólakerfið sitja eftir.“ Sara Dögg segir það verða samfélaginu dýrkeypt ef íslenskt menntakerfi verður eftirbátur annarra þjóða því hraðinn í allri þróun er slíkur að allir verða að taka þátt og það strax. Samstarf á milli skólastiga skipti einnig máli. „Samstarf framhaldsskóla og grunnskóla þar sem kennarar sem hafa sérhæft sig í kennslu í tæknigeiranum eru vel til þess fallnir að taka þátt í endurmenntun leik- og grunnskólakennara sem hingað til hafa ekki haft tækifæri til að velja í sínu kennaranámi stafræna tækni sem fag til að mynda.“ Endurmenntunin má ekki gleymast og verður að fá rými ef við ætlum ekki að láta grunnskólakerfið sitja eftir Erum ekki að finna upp hjólið fyrir menntakerfið Sara Dögg segir þessi háleitu markmið fyrir menntakerfið vel möguleg því hér sé ekki verið að finna upp hjólið. Margar aðrar þjóðir hafa þegar stigið mun fleiri skref. „Við eigum frábærar fyrirmyndir erlendis frá þar sem heilu skólarnir frá leik og upp á framhaldsskólastig hafa umbreytt sínu námsumhverfi með markvissa áherslu á stafræna tækni og nýta þannig tækifærin sem sú umbreyting hefur í för með sér fyrir námsumhverfi barna og ungmenna þar sem byrjað er í leikskólanum að kenna á tæki og tól allt miðað að þroska barna,“ segir Sara Dögg. Sara Dögg nefnir veðurmælingar sem dæmi. „Allt frá því að vinna á spjaldtölvur í leikskólum yfir í forritun í fyrstu bekkjum grunnskólans yfir í mjög tæknilega vinnu á seinni stigum grunnskólans og yfir á framhaldsskólastiginu þar sem nemendur þróa eigin kerfi til veðurmælinga sem dæmi. Og allt námsefni og verkefnaskil þróast yfir á stafrænt form.“ Að sögn Söru Daggar skiptir tíminn mjög miklu máli og því ekki hægt að bíða of lengi með breytingar. ,,Nýtt umhverfi ætti ekki síður að skapa okkur tækifæri til að grípa til þess að koma okkur upp stigann þegar kemur að tæknimenntun og raungreinamenntun. Þar er af nógu að taka til að gera betur. Allt er þetta hægt og tíminn stendur ekki í stað og því skiptir máli að skólakerfið kveiki á sér.“ Við eigum frábærar fyrirmyndir erlendis frá þar sem heilu skólarnir frá leik og upp á framhaldsskólastig hafa umbreytt sínu námsumhverfi Mynd frá Danmörku: Danir hafa setið í fremsta sæti stafrænna þjóða síðastliðin ár. Þóranna segir þá einfaldlega hafa sett sér það markmið að verða bestir í heimi í stafrænum málum. Öll þeirra vinna miðist við þau markmið. En árangurinn er líka að skila sér beint inn í danska hagkerfið.Vísir/Getty Mældur ávinningur Aðspurð um kostnað verkefnisins ef af yrði segir Þóranna verkefni sem þetta að sjálfsögðu kosta peninga en það séu þó ekki háar fjárhæðir í stóra samhenginu. Að kosta til fjármagn feli líka í sér skilaboð frá atvinnulífi og stjórnvöldum um að verkefnið sé mikilvægt. „Það er líka mikilvægt að skilja að verkefni sem þetta er fjárfesting en ekki kostnaður því það mun skila sér margfalt til baka í öflugri fyrirtækjum, öflugra atvinnulífi og þannig auknum skatttekjum,“ segir Þóranna. Þá segir hún rannsóknir sýna að stafræn þróun hefur jákvæð áhrif á þjóðarframleiðslu. Danir hafa setið í fremsta sæti stafrænna þjóða síðastliðin ár. Þóranna segir þá einfaldlega hafa sett sér það markmið að verða bestir í heimi í stafrænum málum. Öll þeirra vinna miðist við þau markmið. En árangurinn er líka að skila sér beint inn í danska hagkerfið. „Nýlega gaf OECD út greiningu á danska hagkerfinu þar sem fram kemur að það styrki hagkerfið hversu framarlega Danirnir eru í stafrænum málum. Þær aðgerðir sem við horfum einkum til í tillögum okkar eru tiltölulega nýkomnar af stað og eru að gefast vel en það þarf væntanlega að gefa því einhvern tíma til að geta sagt nákvæmlega hverju þessar tilteknu aðgerðir eru að skila með tilliti til þjóðarframleiðslu.“ Þóranna segir margt styðja við það að horfa til Norðurlandaþjóðanna og almennt hafi það gefist vel að líta til þeirra. „Síðast en ekki síst er ekki verra að nýta þá vinnu sem Danirnir hafa unnið og læra af þeim frekar en að við förum að finna upp hjólið og við erum í frábærri stöðu til að gera það enda gott samband og mikil samskipti milli landanna,“ segir Þóranna að lokum. Á ráðstefnu sem SVÞ mun standa fyrir þann 12.mars næstkomandi, verður aðalfyrirlesari Nick Jankel umbreytinga- og framtíðarfræðingur. Jankel liðsinnir fyrirtæki svo þau geti þrifist í umhverfi endalausra breytinga og skapað það hugafar sem til þarf fyrir fyrirtæki til að mæta breytingum og þróun nútímans. Ráðstefnan ber yfirskriftina Kveikjum á okkur! og þar munu fyrirtækin Kringlan, Já og Pósturinn deila reynslusögum til gesta. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 14 með ávarpi formanns SVÞ, Jóns Ólafs Halldórssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stafræn þróun: Um þrjú þúsund manns tekið próf í stafrænni hæfni Um þriðjungur svarenda í prófi um stafræna hæfni teljast stafrænir kandídatar sem þýðir að viðkomandi kann að beita rökhugsun til að greina og leysa úr stafrænum málum. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um stafræna þróun miðað við stöðuna á Íslandi í dag. 4. mars 2020 10:00 „Computer says no“: Of algengt að viðskiptavinurinn sé ekki settur í fyrsta sæti Að mati Guðrúnar Ragnarsdóttur ráðgjafa og einum eiganda Strategíu snýst innleiðing á stafrænni þjónustu ekki um tækni heldur þarfir viðskiptavinarins. Hér er farið yfir helstu mistök fyrirtækja og stofnana við innleiðingu en í dag fjallar Atvinnulífið um stafræna þróun miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 11:00 Stafræn þróun: Ríkið mun spara tæplega tíu milljarða á ári Á næstu þremur til fimm árum er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Atvinnulífið mun upplifa margvíslegar breytingar á þessu ári í samskiptum sínum við hið opinbera. Í dag mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stafræna þróun á Íslandi miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 08:45 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Stafræn þróun: Um þrjú þúsund manns tekið próf í stafrænni hæfni Um þriðjungur svarenda í prófi um stafræna hæfni teljast stafrænir kandídatar sem þýðir að viðkomandi kann að beita rökhugsun til að greina og leysa úr stafrænum málum. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um stafræna þróun miðað við stöðuna á Íslandi í dag. 4. mars 2020 10:00
„Computer says no“: Of algengt að viðskiptavinurinn sé ekki settur í fyrsta sæti Að mati Guðrúnar Ragnarsdóttur ráðgjafa og einum eiganda Strategíu snýst innleiðing á stafrænni þjónustu ekki um tækni heldur þarfir viðskiptavinarins. Hér er farið yfir helstu mistök fyrirtækja og stofnana við innleiðingu en í dag fjallar Atvinnulífið um stafræna þróun miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 11:00
Stafræn þróun: Ríkið mun spara tæplega tíu milljarða á ári Á næstu þremur til fimm árum er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Atvinnulífið mun upplifa margvíslegar breytingar á þessu ári í samskiptum sínum við hið opinbera. Í dag mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stafræna þróun á Íslandi miðað við stöðuna í dag. 4. mars 2020 08:45