Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:30 Fréttablaðið hefur undanfarið ár sankað að sér blaðamönnum frá DV. Vísir/Vilhelm Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira