Körfubolti

Sportpakkinn: Valskonur í hefndarhug og geta unnið deildina í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar munu hafa góðar gætur á Helenu Sverrisdóttur í kvöld.
KR-ingar munu hafa góðar gætur á Helenu Sverrisdóttur í kvöld. Vísir/Daníel

Valur getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitil kvenna í körfubolta annað árið í röð. Þegar fimm umferðir eru eftir er Valur með átta stiga forystu á KR sem verður mótherji Vals í kvöld. Arnar Björnsson skoðaði leikinn í kvöld

Valur er með 42 stig þegar tíu stig eru enn í pottinum. Á síðustu leiktíð fékk Valur 44 stig, tveimur stigum meira en Keflavík sem varð í öðru sæti.

KR endaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð með 32 stig eftir að hafa unnið sér sæti í Dómíno´s deildinni. Núna er KR í öðru sæti með 34 stig, 6 stigum á undan Skallagrími sem er í þriðja sæti.

Það má finna frétt Arnars Björnssonar um leikinn í kvöld hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Valur getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn







Valur hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í deildinni en KR hafði betur þegar liðin mættust í undanúrslitum í bikarkeppninni í síðasta mánuði í framlengdum spennutrylli, 104-99.

Valur tapaði sex leikjum í deildinni á síðustu leiktíð en hefur aðeins tapað tvisvar í Dómíno´s deildinni í vetur, fyrir Keflavík og Haukum í desember en hefur unnið 10 síðustu deildarleiki.

KR varð fyrir mikilli blóðtöku þegar landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist en hún skoraði 37 stig í bikarleiknum gegn Val.

Leikurinn byrjar klukkan 19,15 og þeir sem ekki komast í Origo höllina að Hlíðarenda geta horft á leikinn beint á Sport á sport 4.

Leikir liðanna í vetur:

- Deildarleikir -

16. október KR – Valur          74-76

1. desember Valur – KR          74-68

15. janúar KR – Valur          62-77

- Bikarleikir -

13. febrúar KR – Valur          104-99




Fleiri fréttir

Sjá meira


×