Innlent

Bæklingar í flugvélum drulluskítugir, krumpaðir og kámugir

Jakob Bjarnar skrifar
Ragnari Þór varð ekki um sel þegar hann handfjatlaði bæklingana sem voru drulluskítugir, krumpaðir og kámugir og plöstin litlu skárri og litu út eins og að hafa verið á biðstofu á annasömum stað í c.a. áratug eða meira
Ragnari Þór varð ekki um sel þegar hann handfjatlaði bæklingana sem voru drulluskítugir, krumpaðir og kámugir og plöstin litlu skárri og litu út eins og að hafa verið á biðstofu á annasömum stað í c.a. áratug eða meira

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR varar eindregið við bæklingum sem finna má í flugvélum. Þetta gerir Ragnar vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar.

„Í flugvélum Icelandair er að finna matseðla og Saga bæklinginn ofl. Sem er vandlega komið fyrir í plasti. Þessu lesefni, sem ætlað er farþegum til að panta sér mat og drykk eða versla, er auðsjáanlega hvorki endurnýjað eða þrifið nema að litlu leiti,“ segir Ragnar Þór á Facebooksíðu sinn.

Ragnar Þór kom til landsins með vél Icelandair frá Munchen á mánudag. Hann tekur það fram að hann hafi ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði.

„En einhverjir smitaðir hafa komið með þessum vélum dagana áður, og get ég fullyrt að þegar ég tók upp áðurnefnda bæklinga varð mér ekki um sel. Þeir voru drulluskítugir, krumpaðir og kámugir og plöstin litlu skárri og litu út eins og að hafa verið á biðstofu á annasömum stað í c.a. áratug eða meira. Ég hvet Icelandair til að gera viðeigandi ráðstafanir,“ segir verkalýðsleiðtoginn.

Sprittaði sig eftir að hafa handfjatlað ófögnuðinn

Ragnar Þór vill halda því til haga að hann hafi spritta sig vel eftir þessa reynslu.



„Í bak og fyrir eftir að hafa snert á þessum ófögnuði.“ Og bætir því við í athugasemd að farþegar séu sérstaklega hvattir til að handfjatla bæklinganna vilji þeir kaupa sér eitthvað um borð.

Þú stutt sé síðan Ragnar Þór deildi þessari reynslu sinni með Facebookvinum sínum hefur pistill hans vakið mikla athygli nú þegar. Og leggja ýmsir orð í belg, þeirra á meðal Alma Jenny Guðmundsdóttir, sem starfað hefur í ferðaþjónustu undanfarin árin. Hún segist einmitt hafa séð heimildamynd um skítugustu staði sem finna má í flugvélum.

„Það var ógeð. Tekin voru sýni og greind á rannsóknastofum og niðurstaðan sú að vasarnir og höfuðpúðarnir voru skítugastir. Og velar ekki þrifnar á milli ferða heldur rusl einungis tekið.“


Tengdar fréttir

Smitin orðin tuttugu

Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×