Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2020 11:16 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa ólíka sýn á samningaviðræðurnar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57