Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2020 11:16 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa ólíka sýn á samningaviðræðurnar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57