Juventus endurheimti toppsætið með öruggum sigri á Inter Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. mars 2020 21:30 Engir áhorfendur á stórleik kvöldsins á Ítalíu. vísir/getty Juventus endurheimti toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með því að leggja Inter Milan að velli með tveimur mörkum gegn engu að viðstöddu fámenni á Juventus leikvangnum í kvöld en engum áhorfendum var hleypt inn á völlinn af ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Fyrri hálfleikur var markalaus þó heimamenn hafi verið betri aðilinn. Síðari hálfleikur var aðeins tíu mínútna gamall þegar Aaron Ramsey kom heimamönnum í forystu eftir darraðadans í vítateig Inter. Tólf mínútum síðar sýndi varamaðurinn Paulo Dybala snilli sína þegar hann lék sér að Ashley Young í tvígang áður en hann kláraði færið sitt frábærlega með utanfótar skoti. Lokatölur 2-0 fyrir Juventus sem hefur eins stigs forystu á Lazio þegar tólf umferðum er ólokið. Ítalski boltinn
Juventus endurheimti toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með því að leggja Inter Milan að velli með tveimur mörkum gegn engu að viðstöddu fámenni á Juventus leikvangnum í kvöld en engum áhorfendum var hleypt inn á völlinn af ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Fyrri hálfleikur var markalaus þó heimamenn hafi verið betri aðilinn. Síðari hálfleikur var aðeins tíu mínútna gamall þegar Aaron Ramsey kom heimamönnum í forystu eftir darraðadans í vítateig Inter. Tólf mínútum síðar sýndi varamaðurinn Paulo Dybala snilli sína þegar hann lék sér að Ashley Young í tvígang áður en hann kláraði færið sitt frábærlega með utanfótar skoti. Lokatölur 2-0 fyrir Juventus sem hefur eins stigs forystu á Lazio þegar tólf umferðum er ólokið.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti