Benni sveitaruddi segir Tröllaferðir vera að snapa sér fæting Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2020 14:58 Benni lét sig ekki muna um að draga vagn Tröllaferða niður á veg, af bílastæðinu við Sólheimajökul. „Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
„Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00