Innlent

Hert eftirlit með skemmtiferðaskipum

Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að allt eftirlit verði hert með komum farþegaskipa vegna kórónuveirufaraldursins.
Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að allt eftirlit verði hert með komum farþegaskipa vegna kórónuveirufaraldursins.

Landhelgisgæslan herðir allt eftirlit með komu farþega skipa til landsins að sögn forstjóra. Von er á fyrsta skipinu til Reykjavíkur á morgun með yfir 2000 manns. Alls er gert ráð fyrir að tæplega þrjúhundruð þúsund manns komi til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári.

Faxaflóahafnir hafa gefið út lista yfir komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur á þessu ári. Von er á 80 skipum sem koma alls í 185 heimsóknir og verða farþegar og áhafnir samtals um þrjúhundruð þúsund talsins. Von er á fyrsta skipinu á morgun Magellan sem skráð er á Bahamaeyjum. Alls koma ríflega tvöþúsund manns með skipinu.

Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að allt eftirlit verði hert með komum farþegaskipa vegna kórónuveirufaraldursins.

„Vegna þessara sérstöku aðstæðna hefur verið ákveðið að gera ítarlegri kröfur og skipstjórum og skipslæknum ber að útfylla sérstakt eyðublað þar sem fram á að koma ef grunur leikur á kórónuveirusmiti um borð. Reynist svo vera mun Landhelgisgæslan hafa samband við sóttvarnarlækni sem mun í samráði við önnur stjórnvöld grípa til aðgerða eins og að hleypa ekki skipi í land eða leyfa því að leggjast að bryggju meðan að rannsókn á sýnum fer fram. Að öðru leiti er málið í höndum sóttvarnarlæknis varðandi framhaldið,“ segir Georg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×